Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 30
Heimatilbúin borholutækni Það er nákvæmnisverk að koma þenslumælum fyrir í steypu niðri í nokkur hundruð
metra djúpum borholum. Vindan, sem notuð var til að hífa og slaka, var aukafelga á Landroverbíl. Á myndinni sjást
frá vinstri undirritaður, Selwyn Sacks og Glenn Po. Myndin er tekin við Hellu.
Það hefur lengi ver-
ið skoðun jarðskjálfta-
fræðinga að þegar
bergspenna er orðin
mjög mikil djúpt í
skorpunni, áður en
jarðskjálftar bresta á,
fer hún að gefa eftir,
ekki ólíkt því sem ger-
ist þegar smásprungur
myndast áður en ís eða
viðarspýta bresta.
Þetta gæti skýrt al-
gengar breytingar sem verða á und-
an stórskjálftum, til dæmis grunn-
vatnsbreytingar og breytingar í
hegðun dýra. En það var erfitt nota
þetta til að spá. Fleira gat valdið
slíkum breytingum. Svo voru þessar
breytingar efst í jarðskorpunni,
langt fyrir ofan upptakasvæði stórra
jarðskjálfta, og sögðu því ekkert
beint um ástandið þar. Það sást líka
eftir á að fyrir stórskjálftana höfðu
orðið breytingar í virkni lítilla
skjálfta, sem vissulega komu djúpt
úr skorpunni, en þær virtust flóknar
og ekki augljóst fyrirfram hvernig
þær tengdust hugsanlegum aðsteðj-
andi skjálfta.
Menn leituðu því að fleiri teg-
undum mælinga, sem gætu numið
veik merki djúpt að úr jarðskorp-
unni, um breytingar á undan stórum
skjálftum.
Á stofnuninni DTM, sem er hluti
af Carnegie Institution of Wash-
ington, fundu Selwyn Sacks og sam-
verkamenn hans upp ofurnæmt tæki
til að mæla breytingar
á bergþrýstingi niðri í
jarðskorpunni. Þetta
var snemma á áttunda
áratugnum.
Tækið, sem við köll-
um þenslumæli, er í
grunninn mjög einfalt,
3-6 metra langt rör,
fyllt með vökva, 5-10
sentímetrar í þvermál,
eftir aðstæðum, sem
sökkt er í steypu með
þansementi djúpt ofan í
borholum. Breyting á
bergþrýstingi færir
vökva inn eða út úr þessu stóra röri í
örsmáan eftirgefanlegan belg sem
magnar upp breytinguna, og mælir
hana á svipaðan hátt og síritandi
barómetrar, sem mæla loftþrýsting.
Rafræn mögnun sem bætist ofan á
gerir tækið þúsund sinnum næmara
heldur en þarf til að geta mælt
breytileg áhrif aðdráttarafls tungls
og sólar á jörðina eða áhrif loft-
þrýstibreytinga á hana. Með því að
hreinsa öll slík áhrif burt, sem hægt
er að gera í rauntíma, getur tækið
magnað þenslupúlsa í jarðskorpunni
1.000.000.000-falt.
Starfsmönnum DTM ásamt
nokkrum af Veðurstofunni og með
mikilvægri hjálp bænda um allt Suð-
urland tókst að koma svona tækjum
fyrir á 100-400 metra dýpi í 7 borhol-
um í og umhverfis brotabeltið, sum-
arið 1979. Við nýttum gamlar rann-
sóknarborholur eða misheppnaðar
vinnsluholur í þetta og spöruðum
með því kostnaðinn við jarðborun,
sem er annars er langstærsti kostn-
aðurinn við að koma slíkum tækjum
fyrir. Reyndar var það svo að þetta
verkefni tók sáralítið úr ríkiskass-
anum, vegna hugvitssemi og sjálf-
boðavinnu íslenskra og bandarískra
vísindamanna sem og sveitamanna á
Suðurlandi. Það tók lungann úr
sumrinu 1979 að koma þessum mæl-
ingum af stað.
Þenslumælarnir eru enn að mæla
þótt nokkuð hafi þeir týnt tölunni.
Þetta eru símælingar og gögnin
send viðstöðulaust til Veðurstof-
unnar.
Nýverið hefur verið bætt við
þenslumæli til eldgosavöktunar
fimm kílómetra suðaustur af Heklu.
Eitt af því mikilvægasta sem þessi
tæki hafa sýnt er hvernig kvika
þrýstir sér upp í bergið fyrir Heklu-
gos, eins og frægt varð í febrúar
2000, þegar mælingar þeirra hjálp-
uðu til að tímasetja byrjun gossins,
að það mundi líklega byrja eftir 20
mínútur, 24 mínútum áður en það
hófst. Um þetta verður fjallað betur
í 11. grein þessa greinaflokks og
hvernig sú viðvörun var nýtt.
Svo má geta þess að sterkasti for-
boðinn á undan jarðskjálftanum 17.
júní 2000 mældist á þenslumæli í
Rannsóknir á nýjum
grunni á Íslandi
Eftir Ragnar
Stefánsson »Eitt af því mikilvæg-
asta sem þessi tæki
hafa sýnt er hvernig
kvika þrýstir sér upp í
bergið fyrir Heklugos,
eins og frægt varð í
febrúar 2000.
Ragnar
Stefánsson
Að segja fyrir um jarðskjálfta
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað um Magnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Virkar strax
Tapashouse - Ægisgarður 2 - Sólfellshúsið - 101 Reykjavik
+354 512 81 81 - info@tapashouse.is - www.tapashouse.is
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/