Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Lilja Sigríður Hjaltadóttir á afmæli í dag. Hún er í mast-ersnámi í grunnskólakennslu við Háskóla Íslands, en húnkláraði grunnnámið í vor. „Ég sérhæfi mig í yngribarna- kennslu, en ég hef mikinn áhuga á öllu sem tengist málþroska og lestrarkunnáttu barna. Ég er í fjarnámi þannig að ég þarf að mæta í nokkrum lotum yfir önnina, sit annars heima og læri í gegnum fjar- búnað.“ Lilja ætlar að taka því rólega á afmælinu og verður heima í faðmi fjölskyldunnar. Það er ekki stefnt á ferðalög í tilefni af afmælinu en í sumar fór fjölskyldan norður í land. „Maðurinn minn og pabbi keppa einu sinni á ári í sjóstangveiði á Siglufirði og við gerum ferðalag úr því, leigjum okkur hús og fórum í ár m.a. til Ólafsfjarðar og Akureyrar.“ Áður en Lilja fór í skóla vann hún hjá Samskipum í fjórtán ár í fjárreiðudeild. „Mig langaði að láta gamlan draum rætast að fara í kennaranám og ákvað að drífa í því.“ Fjölskyldan ákvað líka að flytjast á Akranes; hún er þaðan en hafði búið í Reykjavík í 15 ár. „Það er mjög gott að ala upp börn á Skaganum og það var stór þátt- ur í að flytjast hingað. Það er einnig gott að hafa ömmu og afa barnanna í nágrenninu.“ Sambýlismaður Lilju er Sigurjón Már Birgisson, verkefnastjóri heildsölu hjá Vodafone. Börn þeirra eru Kristófer Aron átta ára, Eva Þóra fjögurra ára og Sigurður Már eins árs, að verða tveggja. peturatli@mbl.is Lilja Hjaltadóttir er fertug í dag Skagastelpa Lilja flutti aftur á Akranes eftir 15 ára fjarveru. Er í meistaranámi í grunnskólakennslu Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Júlíanna Líf Helgadóttir var skírð 7. september sl. Fimm ættliðir voru þá saman- komnir: Anna Hallgrímsdóttir 97 ára, f. 7. ágúst 1917, Halla Einarsdóttir, f. 1941, Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, f. 1964, Laufey Frímannsdóttir, f. 1991 og Júlíanna Líf, f. 27. júlí 2014. Fimm ættliðir Kristjana S. Hjart- ardóttir og Ástrún Birta Atladóttir héldu tombólu í Grindavík og seldu fyrir 1.666 krónur sem þær afhentu Rauða krossinum. Hlutavelta Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Til í þremur lengdum: 15,18 og 20 cm. 70 kr. stk. Nýt t S igríður Inga fæddist á Sauðárkróki 20.9. 1984: „Fyrstu æviár mín var fjölskyldan töluvert á far- aldsfæti. Við fluttum af Króknum þegar ég var á öðru árinu, áttum heima í Reykjavík næstu tvö árin, síðan í Óðinsvéum önnur tvö ár þar sem pabbi var í mjólkurtækni- námi, vorum síðan enn önnur tvö ár á Sauðárkróki og síðan í fjögur ár í Neskaupstað, 1990-94. Þar hóf ég grunnskólagönguna og eignaðist vin- konur sem ég hef haldið sambandi við síðan. Loks fluttum við svo aftur á Sauðárkrók þar sem ég lauk grunn- skólanum, naut unglingsáranna og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.“ Með heimilisstörfin á hreinu Sigríður Inga lauk stúdentsprófi frá FNV vorið 2004 en hafði þá auk þess útskrifast frá Hússtjórnarskól- anum á Hallormsstað: „Ég var orðin svolítið þreytt á bóknáminu árið 2002 og ákvað því að taka mér smá frí og fara í Hússtjórnarskólann.“ Fannst þér það ekki gamaldags? „Nei, öðru nær. Þetta var nú bara ein önn, en afskaplega skemmtilegt og hagnýtt nám sem ég hef búið að síðan. Ég hef alltaf haft gaman af hannyrðum, hafði unnið í mötuneyt- um og haft áhuga á matreiðslu. Nám- ið höfðaði því til mín á ýmsan hátt. En auk þess er þetta nám mikið þarfaþing fyrir allt ungt fólk sem Sigríður Inga Björnsdóttir, ráðgjafi hjá Fjarðabyggð – 30 ára Brúðhjón og foreldrar Sigríður Inga og Þorvaldur giftu sig 16.8. sl..Talið frá vinstri: Björk Bjarnadóttir, Kristín Þorvaldsdóttir, Sigríður Inga Björnsdóttir, Þorvaldur Einarsson, Björn Marinó Pálmason og Einar Þorvaldsson. Fjölskyldur í forgang Fjölskyldan Sigríður Inga og Þorvaldur ásamt syninum, Einari Birni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.