Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Orange Project og fasteignafélagið Reginn hafa gert með sér samning um leigu á húsnæði undir skrifstofu- og fundahótel í Ármúla 6. Orange Project býður til leigu aðstöðu fyrir skrifstofur og fundahald og með samningnum við Regin hefur fyrir- tækið tryggt viðskiptavinum rými fyrir starfsemi sína. Jafnframt mun fasteignafélagið Reginn vísa minni fyrirtækjum og einstaklingum, sem eru á höttunum eftir aðstöðu fyrir starfsemi sína, á Orange Project. „Við ákváðum að semja við Regin vegna stærðar þeirra og sveigjan- leika,“ er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Orange, í tilkynningu. „Stærð eigna- safns þeirra gefur okkur stöðugleika og Reginn er ákjósanlegur sam- starfsaðili fyrir okkur með framtíð- arstækkun í huga.“ Morgunblaðið/Þórður Aðstaða Orange mun bjóða skrif- stofu- og fundaaðstöðu í Ármúla 6. Semja um leigu skrif- stofuhótels Vöxtur fjárfestinga nam 7,8% á fyrri helmingi ársins, sem einkum má rekja til mikillar aukningar í íbúða- fjárfestingum. Fjárfestingar at- vinnuveganna vaxa hins vegar mun hægar, sem er umhugsunarefni í ljósi mikillar þarfar á slíkum fjár- festingum fyrir framtíðarhagvöxt, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Fjárfestingarstigið í hagkerfinu fer nú hækkandi, en fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu á fyrri árshelmingi þessa árs nam 16,1%, en hlutfallið var 15,0% á sama tímabili í fyrra. Lægst fór fjárfestingarstigið í 13,6% af landsframleiðslu eftir efna- hagshrunið, en almennt viðmið fjár- festingarstigs er 20% í þróuðum ríkj- um, samkvæmt Greiningu Íslands- banka. Vöxtinn í fjárfestingum á fyrri helmingi ársins má að miklu leyti rekja til mikils vaxtar í íbúðafjárfest- ingu, sem jókst um 26,3% á tíma- bilinu. Vaxandi eftirspurn eftir nýj- um íbúðum og hækkandi verð íbúðarhúsnæðis er á meðal þeirra þátta sem skila þessum vexti, segir í Morgunkorni. Vöxtur í fjárfestingu atvinnuveganna er hins vegar ein- ungis 3,8%. Hagvöxtur undir spám Á fyrri helmingi ársins var hag- vöxtur 0,6% samkvæmt tölum Hag- stofunnar, en Seðlabankinn hafði spáð 0,9% hagvexti á tímabilinu í sinni nýjustu spá. Í þeirri spá var gert ráð fyrir talsvert miklum vexti á seinni helmingi ársins og alls 3,4% hagvexti á árinu. Í ljósi nýrra talna Hagstofunnar telur Greining Ís- landsbanka hugsanlegt að hagvöxt- urinn verði minni en það. Framlag utanríkisviðskipta var neikvætt á fyrri helmingi ársins, sem kemur til af 9% vexti í innflutningi. Útflutningur jókst á sama tíma um 3,7%, þar af vöruútflutningur um 4,6% og þjónustuútflutningur um 2,8%. Íbúðir drífa áfram fjárfestingarvöxt Byggingarframkvæmdir Fjárfesting í íbúðarhúsnæði jókst um 26,3% á fyrri helmingi ársins en fjárfesting atvinnuvega einungis um 3,8% á sama tíma.  Hægur vöxtur í fjárfestingu atvinnuvega umhugsunarefni Skuggahverfið er vinsælt hverfi á einum besta útsýnisstað borgarinnar, með útsýni yfir mið- borgina og út á Faxaflóann. Stutt er í alla þjónustu; verslanir, veitingastaði, heilsugæslu og afþreyingu af ýmsu tagi. Lindargata 39: 85–255,6 m2 íbúðir. Fyrstu íbúðir afhentar í júlí 2015. Vatnsstígur 20–22: 95–314 m2 íbúðir. Fyrstu íbúðir afhentar í júlí 2016. LOKAÁFANGI SKUGGAHVERFIS Hafðu samband við sölumenn Eignamiðlunar í síma 588 9090. Nánari upplýsingar er einnig að finna á skuggi.is VEL BÚNAR ÍBÚÐIR Í MIÐBORGINNI: Fjölbreytt efnisval í innréttingum. Íslensk sérsmíði og steinn á borðum. Hiti í gólfum og hágæðagluggar fyrir breytilegt veðurfar. Vönduð heimilistæki frá Miele. Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna. www.skuggi.is Guðlaugur I. Guðlaugsson, sölumaður. GSM 864 5464 gudlaugur@eignamidlun.is Hilmar Þór Hafsteinsson, lögg. leigumiðlari, lögg. fasteignasali. GSM 824 9098 hilmar@eignamidlun.is Kjartan Hallgeirsson, lögg. fasteignasali. GSM 824 9093 kjartan@eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri, lögg. fasteignasali. sverrir@eignamidlun.is PI PA R \T BW A • SÍ A • 14 28 76 Það skiptir meira en fjóra af hverjum fimm Íslendingum máli að upplýs- ingar um upp- runaland séu á umbúðum mat- væla við ákvörð- un um kaup. Þar af telur tæpur helmingur, eða 48%, að það skipti miklu máli og rúmur þriðjungur, eða 35%, að það skipti nokkru máli. Aðeins 17% telja að það skipti litlu eða engu máli. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Samtök at- vinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Sam- tök ferðaþjónustunnar, Bænda- samtök Íslands og Neytenda- samtökin sem eru í samstarfi um bættar upprunamerkingar matvæla. Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu landsmanna að það sé óviðunandi að upprunalands hráefnis sé ekki getið á umbúðum unninna matvæla. Dæmi um slíkar afurðir eru inn- fluttar svínasíður, reyktar og sneiddar niður, til dæmis í beikon, en samkvæmt gildandi reglum telst land upprunaland ef umtalsverð um- breyting vörunnar hefur átt sér stað. Tæpur helmingur, eða 46%, telur slíkar merkingar algerlega óvið- unandi og fjórðungur telur þær að litlu leyti ásættanlegar. Aðeins tí- undi hver telur skort á upplýsingum að mestu eða öllu leyti í lagi. brynja@mbl.is Vilja betri merkingar Matvæli Þjóðin vill upprunamerkingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.