Morgunblaðið - 20.09.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 20.09.2014, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 26. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 22. september. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is HEIMILI & HÖNNUN Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hraun í Öxnadal er líklega að öðr- um ólöstuðum ein þekktasta jörð á landinu. Þar fæddist listaskáldið góða Jónas Hallgrímsson og einnig þykir þar einstök náttúrufegurð, með Hraundranga og Drangafjall í baksviði. Nýlega kom út bók um Hraun í Öxnadal eftir dr. Bjarna E. Guðleifsson, prófessor emeritus, sem lengi starfaði við rannsóknir í landbúnaði. Í bók Bjarna er fjallað um umhverfi, lífríki, sögu og nátt- úru staðarins og þar er einnig greint frá 18 gönguleiðum á svæð- inu. „Þegar ég gekk fyrst um þetta svæði, þá hreifst ég af því. Ég tel Drangatind fallegasta tind á land- inu og svo heillar tengingin við Jónas Hallgrímsson. Fegurðin dró mig að staðnum; bæði landslagið og fegurðin í ljóðum Jónasar,“ seg- ir Bjarni. Sjálfur hefur Bjarni klifið Drangatind, sem virðist býsna hvass að sjá af sléttlendi. „Tind- urinn virðist mjög mjór, þegar ég spurði menn sem þangað höfðu farið hversu mikið pláss væri uppi á honum sögðu þeir ýmist hálfur eða fimm fermetrar,“ segir Bjarni. „Mér fannst ég verða að kanna Þar sem landslag og ljóðfegurð koma saman  Fjallað um Hraun í Öxnadal frá mörgum sjón- arhornum Ljósmynd/ Bjarni E. Guðleifsson Hraun í Öxnadal Í vetrarskugga og sól skín á tinda. VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Norðurlandið á í mér hvert bein. Sú tilfinning að aka niður brekkurnar af Holtvörðuheiði og horfa út Hrúta- fjörðinn er alltaf góð. Sumir bílstjórar veit ég að eru með útvarpið á sínum ferðalögum. Sjálfum finnst mér þó skemmtilegra að virða fyrir mér land- ið og ótal svipbrigði þess. Það ber allt- af eitthvað nýtt fyrir augu,“ segir Emil Birnir Hauksson, bílstjóri hjá Vörumiðlun á Sauðárkróki. Starfsemi Kaupfélags Skagfirð- inga er umfangsmikil og skiptist í margar kvíslar. Ein þeirra er Vöru- miðlun ehf., en undir merkjum þess fyrirtækis er gerður út stór floti flutningabíla sem eru í ferðum um landið þvert og endilagt út frá heima- höfninni sem er á Króknum. Og bíl- stjórarnir eru konungar þjóðveg- anna, King of the road, eins í frægum slagara með söngvaranum Roger Miller. Og svo má líka nefna bækur Skagfirðingsins Indriða G. Þorsteins- sonar þar sem vörubílstjórarnir eru eðaltöffarar. „Bílarnir hjá Vörumiðlun skipta tugum, en stóru trukkarnir sem þetta fyrirtæki er með í daglegum ferðum milli landshluta eru sex til átta. Það hefur aðeins létt á þeim eft- ir að strandsiglingarnar komu til á síðasta ári. Nú eru gámaflutning- arnir mikið komnir í skip en mikið fer þó með bílum áfram,“ segir Emil sem var nú í byrjun vikunnar í Reykjavík. Kom kvöldið áður með fullan bíl af steinull frá verksmiðjunni nyrðra. Fór aftur norður síðdegis með iðn- aðarvélar og ýmsan þungavarning. Vegirnir betri og brýrnar breikkaðar „Fiskflutningarnir eru stór póst- ur hjá okkur og einnig þarf að koma matvælum sem framleidd eru á Króknum, til dæmis kjöti og mjólk- urafurðum, hingað suður. Þetta er í raun endalaus hringrás,“ segir Emil sem hóf störf hjá Kaupfélagi Skag- firðinga árið 1990. Var fyrstu árin meðal annars í gripaflutningum fyrir sláturhús. Tók seinna nokkrar haust- vertíðir, sótti þá sláturfé sunnan úr Borgarfirði og svo hringinn um land- ið réttsælis alveg austur á firði. „Í þeim ferðum heillaðist ég al- veg af haustinu; hvernig landið fær nýjan svip á fáeinum vikum. Græni liturinn víkur fyrir gulum, rauðum og brúnum. Þetta er mikil sinfónía,“ segir Emil sem munstraðist á lang- flutningabíl fyrir um tuttugu árum. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafi vegirnir breyst mikið til hins betra. Þeir verið breikkaðir en einna mest muni um að einbreiðu brýrnar séu farnar. Hins vegar séu hringtorgin sem víða hafi verið sett upp á síðustu árum sér þyrnir í augum. Séu þröng og skapi slysahættu, til dæmis þegar bílum af hliðarvegum er ekið inn á aðalbrautina. Þá rífi akstur um hringtorgin upp kanta bíldekkjanna og slíti þeim. „Þó að Hvalfjarðargöngin væru mikil samgöngubót fannst mér samt svolítill missir að því að hætta ferð- um fyrir fjörð. Sú leið er einstaklega falleg og að fara um hlykkjóttan veg- inn var svolítið eins og rússíbanaferð í tívolí.“ Glímt við þjóðveginn  Í áratugi á flutningabíl og í ferðum norður og suður  Landið er í ótal svipbrigðum  Konungar þjóðveganna Frágangur Emil festir skjólborðin á aftanívagninum áður en haldið er norður á bóginn. Öryggið er fyrir öllu. Vinnur við áhugamálið  „Ég vinn við áhugamálið sem er æðislegt. Maður hittir margt fólk á hverjum degi – misskrautlegt að sjálfsögðu en það er alltaf gaman að fara í vinnuna,“ segir Jón Óli Helgason, húðflúrlistamaður á Akureyri. Jón Óli hefur verið að teikna frá því hann var gutti og þegar bróðir hans keypti húðflúrgræjur varð ekki aftur snúið. „Ég er búinn að vera að flúra í sex eða sjö ár. Opnaði stofuna hér í JMJ-húsinu í maí fyrir þremur árum og það er búið að vera nóg að gera á þeim tíma. Hingað koma bæði strákar og stelpur til að fá sér flúr, stelpurnar eru meira í að fá sér minni flúr, strákar eru í stærri verkum,“ segir Jón en hann fór til Albany í New York-ríki til að mennta sig í húðflúrslistinni. Flúrari Jón Ólafur segir æðislegt að vakna á morgnana og skunda til vinnu.  Á Sauðárkróki er lítið fyrirtæki, Dýrakotsnammi, sem framleiðir sæl- gæti fyrir hunda. Þeir þurfa á slíku að halda ekkert síður en mann- fólkið, ekki síst þegar þarf að verð- launa þá við þjálfun. Varan er að- allega 100% lambalifur án aukaefna, unnin á þann hátt að hún hefur mjög gott geymsluþol. Einnig eru á boðstólum afurðir úr svínseyr- um og svínastrimlar. Varan er ný- næmi því lifur hefur ekki áður verið nýtt á þennan hátt hér á landi. Óhætt á að vera að gefa þetta hundum með ofnæmi og fæðuóþol. gudmundur@mbl.is Búa til sælgæti fyrir hunda Dýrakotsnammi Lifur sem sælgæti fyrir hunda þegar þeir þurfa verðlaun. NORÐURLAND2014Á FERÐ UMÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.