Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 21
þetta og bað vanan fjallaklif- urmann, Jón Gauta Jónsson, um að taka mig með upp. Ég komst að því að þetta er ekki nema ½ fermetri ef maður stend- ur uppi á tind- inum. En fyrir neðan hann er plata, sem er 4-5 fermetrar og þess vegna greinir menn líklega á.“ Fyrirmyndin að Hallgrímskirkju Gönguleiðirnar sem Bjarni greinir frá í bók sinni eru mis- langar en á þeim öllum er lögð áhersla á að hægt sé að njóta nátt- úrufegurðar. Einnig er í bókinni rakin saga jarðarinnar Hrauns, sem er landnámsjörð og var meira eða minna í byggð fram til ársins 1998. Nú er þar friðland og fólk- vangur og í uppgerðu íbúðarhúsi er íbúð fyrir fræði- og listamenn og minningarstofa um Jónas Hall- grímsson. Sé að gáð gætir Hrauns í Öxnadal víða, eins og Bjarni bendir á í bókinni. Til dæmis má sjá Hraundranga í nokkrum íslenskum vöru- og fyrirtækjamerkjum og þá hafði Guðjón Samúelsson tindana í Öxnadal til hliðsjónar þegar hann teiknaði Hallgrímskirkju. Grátittlingur í uppáhaldi Bjarni hefur farið talsvert með ferðamenn um svæðið. „Það er afskaplega gaman að kynna þeim þessa fegurð og ekki síður að vera með Jónas í farteskinu og lesa upp úr ljóðum hans og frásögnum. Hann orti mikið um bernskuminn- ingar sínar sem eiga margar rætur sínar í Öxnadal og Hrauni.“ En hvaða ljóð Jónasar skyldi vera í uppáhaldi hjá höfundi bók- arinnar um Hraun í Öxnadal? „Grátittlingurinn,“ svarar Bjarni. „Það er ein af þessum fallegu bernskuminningum Jónasar, lík- lega ekki eitt af þeim þekktustu, en mér þykir það ákaflega fallegt.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð svæðisins fyrir sér segist Bjarni vonast til að þar muni lista- og fræðimenn áfram geta fengið vinnuaðstöðu. „Ég sé líka fyrir mér að sýningunni um Jónas verði kom- ið fyrir á betri stað á jörðinni og að sem flestir komi þangað til að njóta fegurðarinnar sem þarna er.“ Bjarni E. Guðleifsson MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Fyrir um 150 árum settust íslendingar að í Curitiba í Brasilíu og nú í dag skipta afkomendur þúsundum. Við kynnumst þeim og samfélagi þeirra í dag, en í Curitiba er öflugt Íslendingafélag. Við heimsækjum m.a. hinar glæstu borgir Rio de Janeiro, Curitiba og Florianapolis. Við sjáum stórkostlega náttúru, regnskóga, aflmestu fossa heimsins og fallegar strendur. Kynnumst brosandi heimamönnum sem vilja allt fyrir þig gera. Skemmtileg mynd af þremur kynslóðum BARDDAL en þessir herramenn eru allir ættaðir frá Bárðadal Á SLÓÐUM ÍSLENDINGA Í BRASILÍU Komdu með í einstaka ferð 19. janúar - 3. febrúar 2015 Trans-Atlantic ferðaskrifstofa • Sími 588 8900 • www.transatlantic.is Aðeins k rónur 648.500 (á mann í tvíbýli) Innifalið í verði: Allt flug og allir s kattar, g isting með mo rgunverð i, ísl. farar stjóri, ak stur, skoðuna rferðir o .m.fl. Slysið var mikið áfall Ferðir Emils landshluta á milli hafa ekki allar verið áfallalausar. Eitt sinn missti hann bíl sinn út af veginum á Kjalarnesi í hvassviðri og smáatvikin eru mörg. „Sumt situr auðvitað í manni,“ segir Emil. Vísar þar til slyss sem varð 10. janúar 2002 þegar ökumaður missti stjórn á jeppa sínum í mikilli hálku efst í Norðurárdal í Borgarfirði. Sá lenti framan á bílnum sem Emil ók og lést samstundis. „Þetta var mikið áfall sem mér tókst þó að vinna mig út úr að mestu. Stuðningur þeirra sem standa mér næst var mikilsverð hjálp. Einnig sú niðurstaða rannsóknar að orsök slyssins væri ekki mín mistök. Þetta var bara slys og þau geta alltaf hent.“ Emil er Skagfirðingur í húð og hár og hefur búið í héraðinu nánast alla tíð. Er einsetumaður, eins og sakir standa, faðir þriggja barna og barnabörnin eru jafn mörg. Segir vinnuna vera sitt hálfa líf, en sér þyki þó alltaf gaman að vera með vinum og vandamönnum og dútl í sælureit fjölskyldunnar í Viðvík- ursveitinni gefi sér mikið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Holtavörðuheiði Flutningabíll Vörumiðlunar á siglingu á hábungunni þar sem heitir Bláhæð. Eiríksjökull í baksýn. Ferðalangar Morgunblaðsins um Norðurland tóku upp puttaling- inn Lee Rice frá Wales við Laug- ar, en för hans var heitið á Akur- eyri. Rice var með bakpokann sinn og gítar og ferðaðist um landið á puttanum. Saga hans var skemmtileg og lögin góð. Það var því um að gera að setja hann út við Vaðla- heiði þar sem nú eru gerð göng í gegn og láta hann taka lagið. Það má sjá og heyra á mbl.is. „Landið ykkar er svo ótrúlega fallegt. Ég fór frá Wales fyrir hálfu ári og er búinn að ferðast um Þýskaland, Holland og Noreg og spila fyrir fólk. Vonandi næ ég að safna mér nógu til að fara til Ameríku að taka upp næstu plötu,“ sagði Rice á meðan Goða- foss var skoðaður. Hann hélt að hann gæti spilað víða um land en komst að því að það eru í raun bara tveir miðbæ- ir til á Íslandi. Í Reykjavík og á Akureyri. „Það er svolítið erfitt að spila í þessum bæjum sem ég hef stoppað í. Veðrið hefur samt verið gott og Íslendingar eru upp til hópa algjörir snillingar. “ Morgunblaðið tók upp puttaling Syngjandi glaður Walesverji Morgunblaðið/Eggert Stórgott Lee Rice við Vaðlaheiði með Akureyri í bakgrunni. Rice tók tvö lög á heiðinni og má heyra annað þeirra á vefnum mbl.is. Spegilmynd Lee Rice segir blaðamanni og ljósmyndara sögu. ÞRJÁR TIL FJÓRAR REYKJAVÍKURFERÐIR Í VIKU HVERRI Gera má ráð fyrir að flutningabílar sem eru í daglegum ferðum milli Norður- og Suðurlands séu um fimm- tíu talsins. „Sumum bílum mætir maður nánast alltaf á sömu slóðum og svo hittumst við karlarnir oft í vegasjoppunum, til dæmis Borg- arnesi og Staðarskála,“ segir Emil B. Hauksson sem fékk bílpróf árið 1977, þá sautján ára gamall. „Þá strax fór hann að halda saman hve mikið hann æki dag hvern og hef- ur haldið því síðan. „Auðvitað er þetta ekki hárnákvæmt, en ég skýt á að þetta séu 3,6 milljónir kílómetra. Margir hafa lagt lengri spotta að baki á sinni siglingu, en þetta er dágott samt,“ útskýrir Emil. Hann segir enga reglu á því hvert leiðir sínar liggi hvern dag. Í rauninni skýrist það aldrei fyrr en komið er til vinnu að morgni. Algengt sé þó að Reykjavíkurferðir vikunnar séu þrjár til fjórar. Sú var tíðin að flutningabílstjórar utan af landi sinntu allskonar snatti og snúningum syðra fyrir sveitunga sína. Emil segir þetta að mestu liðið undir lok. Pakkar og pinklar fari með annarri frakt, en auðvitað verði ekki komist hjá viðvikum fyrir fólk þegar svo beri undir. Sjálfsögð greiðasemi „Stundum hringir fólk og biður mig kannski fyrir bíllykla, fatapoka eða eitthvað slíkt. Það er nú bara sjálfsögð greiðasemi að redda slíku. Í vor gleymdi Skagfirðingur sem var að fara til útlanda vegbréfinu sínu fyrir norðan. Fjölskyldan hans bað mig fyrir þessa mikilvægu sendingu. Ég setti vegabréfið í brjóstvasann og málinu var reddað. Ég hef annars verið beðinn um allt mögulegt, þú getur skrifað gervitennur og gleraugu. Í þessum sendingum má kannski segja að líf fólksins í landinu og þetta daglega bras endurspeglist mjög skemmtilega.“ Víðförull Sem bílstjóri hefur Emil lagt að baki um 3,6 milljónir kílómetra. Vegabréf og gervitennur VITINN 2014 Undir yfirskriftinni Vitinn 2014 verður í hringferðinni leitað að áhugaverðum vaxtarbroddum í atvinnu­ lífinu um land allt. Lesendur eru hvattir til að senda blaðinu ábendingar á netfangið vitinn@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.