Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 11
Mikilfenglegt Gosið í Holuhrauni er á meðal þeirra 17 eldgosa sem Björn hefur skoðað og ljósmyndað úr lofti. unum. Við vorum þrjú og annar stýrði stundum fyrir mig meðan ég tók myndir. Afraksturinn af þessari ferð er hér í þessari bók,“ segir Björn og bendir á bókina Iceland from above – land in creation. Hún er í smáu broti og myndirnar í henni einstakar frá því að jörðin er í raun að „rifna“ ef svo má segja því sprungan sem kom upp syðst opn- aðist einmitt þá en dó út skömmu síðar. „Þetta er allt logandi stafna á milli því það er eins og rist með hnífi upp í gegnum skorpuna,“ segir Björn um hræringarnar hinn 5. september og hann myndaði beint fyrir ofan hamaganginn. Í bókinni eru líka myndir úr bókinni Yfir Ís- landi og er óhætt að segja að útkom- an sé í senn óvænt, fræðandi og fal- leg. Bókin kemur í verslanir í komandi viku. Holuhraun Öræfin milli Dyngjujökuls og Öskju eru mikilfengleg að sjá. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014 Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að skoða sex hjóla suð- urskautsbíla sem smíðaðir eru af Íslendingum eftir rammíslenskri hugmynd. Í dag á milli klukkan 11 og 16 er sýning hjá jeppafyrirtæk- inu Arctic Trucks, Kletthálsi 3 í Reykjavík, og til sýnis verða ein- stök tæki og tól. Má þar meðal annars nefna motocross-hjól Ís- landsmeistaranna í Team Yamaha, Kötlu sem er 1600 hestafla ofurbíll og úrval breyttra bíla af ýmsum stærðum og gerðum. Það sem mörgum mun án efa þykja áhugavert að skoða eru fyrr- nefndir sex hjóla bílar sem verða meðal annars notaðir á suð- urskautinu á næstu mánuðum. Bíl- arnir eru af gerðinni Toyota Hilux og er sex hjóla breytingin íslensk á alla kanta. Slíkir bílar hafa verið notaðir í fjölmargar suðurskauts- ferðir á síðustu árum en Arctic Trucks hefur allt frá árinu 1997 tekið þátt í ferðum þangað og á aðrar slóðir þar sem aðstæður eru krefjandi og sérþekking starfs- manna kemur að góðum notum. Á sýningunni í dag verður að auki kynnt ný gerð 35" dekkja sem er afrakstur samstarfs Arctic Trucks og dekkjaframleiðandans Nokia. Einstakir trukkar á sýningu Arctic Trucks í dag Ljósmynd/Óli Haukur Sjáið! Sex hjóla trukkarnir hafa vakið heimsathygli og eru vinsælir far- arskjótar á suðurskautinu þar sem aðstæður eru oft verulega krefjandi. Sex hjóla suðurskautsbílar Bílar Tæki af ýmsum gerðum verða á sýningu Arctic Trucks í dag. 23.990 kr. 19.192 kr. 21.990 kr. 17.592 kr. 21.990 kr. 17.592 kr. 23.990 kr. 19.192 kr. 17.990 kr. 14.392 kr. 17.990 kr. 14.392 kr. 23.990 kr. 19.192 kr. 23.990 kr. 19.192 kr. 23.990 kr. 19.192 kr. Skóverslun Smáralind Weinbrenner Orginal USA 20% Kynningar Afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.