Morgunblaðið - 20.09.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 2014
Haustheftið
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í tíu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári —
vetur, sumar, vor og haust. Tímaritið fæst
í lausasölu í helstu bókabúðum og
nokkrum stórmörkuðum, en
ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140. Ugla
DC-3 flugvél Þristavinafélagsins,
Páll Sveinsson TF-NPK, hefur lík-
lega ekki litið jafn vel út og hún ger-
ir nú frá því hún kom út úr verk-
smiðju Douglas Aircraft 1. október
1943. Flugvélin flýgur í dag frá
Reykjavík til Akureyrar þar sem
hún verður geymd í Flugsafni Ís-
lands í vetur. Reiknað er með brott-
för klukkan 11.00.
„Þristurinn er orðinn svakalega
flottur, þetta er gjörbreytt vél,“
sagði Tómas Dagur Helgason, for-
maður Þristavinafélagsins. Búnaður
til áburðardreifingar var fjarlægður
og vélin öll standsett að innan. Þetta
er fyrsta skrefið í að breyta vélinni
aftur í farþegaflugvél. Breyting-
arnar voru gerðar hjá Icelandair
Technical Service (ITS) í Keflavík.
„Icelandair er helsti stuðningsaðili
okkar og kostaði þessar breytingar,“
sagði Tómas. gudni@mbl.is
Gjörbreytt flugvél
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Þristurinn Flugvélin er öll hin glæsilegasta eftir að hún var tekin í gegn hjá Icelandair Technical Service í Keflavík.
Unnið að því að breyta Þristinum aftur í farþegaflugvél
Farþegarýmið Ætlunin er að innrétta flugvélina á ný fyrir farþega.
Sjö úrskurðar- og
kærunefndir sem
heyra undir ráðu-
neyti félags- og
húsnæðismála
verða sameinaðar
í eina úrskurð-
arnefnd velferð-
armála. Eygló
Harðardóttir, fé-
lags- og húsnæð-
ismálaráðherra,
kynnti frumvarp þessa efnis í rík-
isstjórninni í gær. Skv. upplýsingum
ráðuneytisins er markmiðið hagræð-
ing og aukin skilvirkni.
Nefndirnar sem fyrirhugað er að
sameina eru; kærunefnd barna-
verndarmála, kærunefnd greiðsluað-
lögunarmála, kærunefnd húsamála,
úrskurðarnefnd almannatrygginga,
úrskurðarnefnd atvinnuleysistrygg-
inga og vinnumarkaðsaðgerða, úr-
skurðarnefnd félagsþjónustu og hús-
næðismála og úrskurðarnefnd
fæðingar- og foreldraorlofsmála.
Kærum til þessara nefnda hefur
fjölgað mikið á síðustu árum og voru
rúmlega 900 í fyrra. Fjármagn hefur
ekki verið aukið til nefndanna í sam-
ræmi við fjölgun mála sem hefur
leitt til þess að afgreiðslutími þeirra
hefur lengst og ekki hefur verið
hægt að kveða upp úrskurði innan
lögbundins tímafrests, skv. upplýs-
ingum ráðuneytisins.
Sameina sjö
kæru- og úr-
skurðarnefndir
Eygló Harð-
ardóttir
„Í hverjum fréttatíma Ríkisútvarps-
ins má heyra alvarlegar málvillur,
svo sem á beygingum orða og fram-
burði eða að ekki sé farið rétt með
orðatiltæki. Mér
þykir þetta mið-
ur og sérstaklega
slæmt þar sem
lög um Ríkis-
útvarpið kveða á
um að leggja
skuli sérstaka
rækt við íslenska
tungu,“ segir
Tryggvi Gíslason
magister og fyrr-
verandi skólameistari í samtali við
Morgunblaðið.
Í tveimur greinum í Akureyrar-
blaðinu Vikudegi gagnrýnir
Tryggvi, sem var um skeið í forystu
Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins,
stofnunina fyrir að leggja ekki sem
skyldi rækt við íslenska tungu og
sögu. Á slíku sé þörf sem aldrei
fyrr.
Margir hafa hreyft athugasemd-
um við þá ákvörðun stjórnenda Rík-
isútvarpsins að fella niður dag-
skrárliði eins og Orð kvöldsins. Í
Vikudagsgrein sinni segir Tryggvi
þetta ganga gegn lögum sem kveða
á um að Ríkisútvarpið sinni þjóð-
menningu í víðustu merkingu þess
orðs. „Evrópsk menning er kristin
menning og menning Íslendinga
hefur mótast af kristni í þúsund ár
og enn eru 85% Íslendinga í þjóð-
kirkjunni. Trúin er því þáttur sem
við eigum að leggja rækt við,“ segir
Tryggvi.
Sem dæmi um hrakandi íslensku í
Ríkisútvarpinu segir Tryggvi að ný-
lega hafi þar verið talað um að eitt-
hvað hefði komið upp úr krafsinu,
þegar átt var við að ákveðin sann-
indi urðu ljós. Um það sé sagt „að
eitthvað komi upp úr kafinu“ en
hins vegar að hafa eitthvað upp úr
krafsinu þegar menn fá umbun erf-
iðis síns eða bera eitthvað úr býtum.
„Já, ég hef komið athugasemdum
vegna íslensks máls í fréttum Ríkis-
útvarpsins á framfæri við Ríkis-
útvarpið, svo sem við Brodda
Broddason varafréttastjóra og
Boga Ágústsson, þann fréttamann
sem lengstan starfsaldur hefur. Og
það verður að segjast eins og er að
athugasemdum mínum hefur ekki
verið tekið vel og af litlum skiln-
ingi,“ segir Tryggvi . sbs@mbl.is
Tryggvi Gíslason
Málvillur má heyra í
hverjum fréttatíma
Verkefnið Hjólum í skólann, þar sem
nemendur og starfsmenn framhalds-
skólanna kepptust um að nýta sem
oftast virkan ferðamáta til og frá
skóla, er nú lokið. Keppt var í þrem-
ur stærðarflokkum og sigruðu
Menntaskólinn á Ísafirði, Fram-
haldsskólinn í Mosfellsbæ og
Menntaskólinn við Hamrahlíð sína
flokka.
Verkefnið stóð frá 12. til 16. sept-
ember og er um samstarfsverkefni
Íþrótta- og ólympíusambands Ís-
lands, Hjólafærni á Íslandi, Emb-
ættis landlæknis, Reykjavík-
urborgar, Samgöngustofu og
Sambands ís-
lenskra fram-
haldsskólanema
að ræða. Í til-
kynningu frá ÍSÍ
kemur fram að
alls tóku 19 fram-
haldsskólar þátt.
Þátttakendur
voru alls 1.236 og
hjólaðir voru 12.528 km eða 9,36
hringir í kringum Ísland. 65,6% hjól-
uðu á meðan verkefnið stóð yfir
Mikil aukning hefur orðið meðal
þeirra sem völdu að hjóla en þeir
voru 37,9% í fyrra.
65,6% nemenda og
starfsfólks hjóluðu
Mikil aukning frá síðasta ári