Stígandi - 01.10.1943, Page 50

Stígandi - 01.10.1943, Page 50
112 BRÉF STÍGANDI mér því beina leið til yðar og bið yður að koma leiðréttingu minni á framfæri, þar er henni verður veitt dálítil eftirtekt, og líkur eru til, að hún verði ofurlítið í minnum höfð. Megið þér í því skyni nota bréfmiða þennan á hvern hátt, er yður hentar og vel líkar. í því erindi, sem ég hefi í huga, frædduð þér áheyrendur út- varpsins á því, að Björn Jónsson, ritstjóri og ráðherra, væri höf- undur liinnar ágætu þýðingar á orðinu ,,Telegraf“, sem ruddi sér tií rúms í tungu vorri, óðara og vér þurftum að halda á orði, sem táknaði þetta dásamlega menningar-undur, og hefir nú öðlazt þar bólfestu. Hefði þessi mikli unnandi íslenzkrar tungu. Björn Jónsson, leitað fanga í fornmálinu, fundið þar orðið sima og lagt til, að „telegraf" væri á íslenzku kallaður simi. Báruð þér vin minn, dr. Guðmund Finnbogason, fyrir þessum fróðleik. En þó að dr. Guðmundur Finnbogason sé maður skilríkur og minnugur, væri Birni Jónssyni handgenginn, að minnsta kosti um all-langt skeið, og mætti því margt vita rétt um orðsmíðir lians, er þetta mishermi. Þó að undarlegt sé, \ill svo til, að mér er kunnugra um faðerni þessarar prýðilegu þýðingar. Hinn gamli íslenzku- kennari okkar Guðmundar Finnbogasonar og gamall samkennari rninn, Pálmi Pálsson, yfirkennari latínuskólans gamla, er höf- undur hennar og faðir. Honum hugkvæmdist þessi þýðing á orðinu „Telegraf" og réð því, að hún var tekin upp í „Ný-danska orðabók" séra Jónasar Jónassonar, er birtist á prenti árið 1896. Heimildarmaður minn að þessari frásögn af faðerni krógans er — Pálmi Pálsson sjálfur. Engum, sem kunnugur var yfirkennaranum, dettur í hug, að hann hafi skreytt sig hróðri og lnósi, sem aðrir áttu. Pálmi Páls- son var, sem títt er um Eyfirðinga, maður hóglátur og yfirlætis- laus, skrumlaus og rauplaus, og eigi síður fyrir það, þótt hann væri kominn á raupsaldurinn, þá er við vorum samkennarar og samverkamenn. Hæfir þaðogíslenzkummóðurmáls-kennurum,að láta lítið yfir sigrum sínum og afrekum, ekki sízt á vorri raunsæju tíð, sem flest metur að verðleikum, er auðug að ábyrgum spá- mönnum, hlutlægri hugsun og trúkreddulausri víðsýni, sér, sem völvan forðum, „vítt ok of vítt of veröld hverja". Annars á eg því happi að fagna, að eg er eigi einn til frásagna né vitnis um, að Pálmi Pálsson eignaði sér faðerni orðsins síma. Samkennari minn, dr. Kristinn Guðmundsson, er var nemandi hans síðustu ævidaga hans, heyrði það eitt sinn greinilega á honum, að hann væri höf- undur þessarar smellnu þýðingar.

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.