Stígandi - 01.10.1943, Side 52

Stígandi - 01.10.1943, Side 52
114 BRÉF STÍGANDI bók, hversu sem hún verður um samin, aukin og endurbætt. Gef- ur Björn Jónsson þar í skyn, að liann hafi mesta ábyrgð á bókinni, í því gervi, er hún sé í, þá er hún er gefin út. Orðabók þessi geymir, sem áður segir, fjölda ný-yrða. Getur formálahöfundur þess, að þeir, sem unnu að endurskoðun orðabókarinnar syðra, hafi ekki einungis „fengizt við að skapa ný-yrði, þar sem ekkert íslenzkt orð hefir verið til að taka“, heldur hafi þeir einnig leyft sér „að fara frarn á, að sum lakleg ný-yrði séu lögð niður og tekin upp önnur betri“. Ritar Björn Jónsson formálann eigi eingöngu fyrir sína hönd, heldur og fyrir hönd aðstoðarmanna sinna við endurskoðunina. Gerir hann þar grein fyrir vinnubrögðum sjálfs sín og félaga sinna í vali ný-yrða og smíðum á þeim, og er þarfleysa að rekja þá greinargerð hér rækilegar en þegar er gert. En svo ber vel í veiði, að hann minnist þar á orðiÍS.sima og getur þeirra ástæðna, sem hafi valdið því, að þeir félagar hafi lagt til, að þetta ný-yrði væri tekið upp í tungu vora og látið merkja „Telegraf". Farast Birni Jónssyni þannig orð: „En um þýðingar þær, er notaðar liafa verið á orðinu „Telegraf" m. m„ er öðru máli að gegna. Þær eru hver annarri lakari, að vorum dómi: „fréttaþráður", „fréttafleygir", „málþráður“ (sem eins getur verið Telefon eða öllu heldur þó), „endariti" og þar fram eftir götun- um. Höfum vér eigi hikað við að stinga Jrar upp á alveg nýju orði, Jrótt vér göngum að því vísu, að ýmsir muni tjá sig „eigi kunna við það“. Orð þetta („ritsími", eða aðeins ,,sími“) hefir Jrá kosti fram yfir „þráður“ og samsetningar af því orði, að1) vegna þess að það er nú lítt tíðkað í málinu, þá ríður það ekki í bága við aðrar merkingar, eins og orðið „þráður" gerir svo mein- lega; að það er mjög hljómþýtt; að það er einkar-vel lagið til af- leiðslu og samskeytinga. Teljum vér engan vafa á því, að orð þetta þætti góður gripur í málinu, ef jafnsnemma hefði verið upp liugsað eins og hin orðin („fréttafleygir“ o. s. frv.). Fáum vér eigi skilið, að oss þurfi að verða meira fyrir að segja „að síma“, heldur en enskumælandi lýð „to wire“.“ Það er merkilegt, að Björn Jónsson getur þess ekki í formálan- um, að þetta ný-yrði sé í raun réttri sótt í forntungu vora og sé því ekki algert ný-yrði í málinu (hann segir raunar aðeins, að það sé nú „lítt tíðkað í málinu"), Jrótt það sé al-nýtt í þeirri merk- ingu sem Ný-dönsk orðabók veitti því. Bendir það á, að honum 1) I.eturbreytingar Bj. Jónssonar. — S. G.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.