Stígandi - 01.10.1943, Page 65

Stígandi - 01.10.1943, Page 65
STÍGANDI LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR 127 upphafi. En minning einfaldleikans og einingarinnar þurrkaðist út úr vitund og minni mannsins. Þá var hann kominn á skeið sjálfsdáunar og eigingirni; var orðinn fórnarlamb hinnar þriðju eða þríeinu stærðar. Eg tala hér um þann þátt mannlegr- ar tilveru, sem sagan nær til. Því verður ekki neitað, að á ýmsum tímum hafa ýmsar þjóðir náð mikl- um þroska, og margt fagurt verk hefir maðurinn unnið, en þó hefir farið svo óhamingjusamlega, að því meir sem hann einbeitti hugarorku sinni til fullkomnunar þeirra hluta, er efnisstærðinni tilheyra, því að- skildari varð hann frá hinum hærri stærðum, sem hér verður reynt að kanna. A endanum fór svo, að hann dáði ekkert annað en hinar efnis- legu gáfur og það, sem þær gátu veitt honum. Hann sóttist mest eftir því, sem auðveldlegast varð frá honum tekið. Hann varð gráðugur í völd og girntist að drottna yfir öðr- um og taka til eigin nota og eignar, hvað öðrum bar. Allt leiddi þetta til þess, að hann gerði fleiri kröfur til allra hluta. Einangrunarhneigðin margfaldaðist í samræmi við kröf- urnar um ótölulegan grúa af hlutum og heitum, er nauðsynlegir þóttu, og um þetta var barizt í þeirri von að sigra og geta setið sjálfur að sem allra mestu. Þessar lífsvenjur sköp- uðu græðgi, ótta og að lokum harð- stjórn, þá hópuðust mennirnir sam- an og hylltu einn sem foringja eða leiðtoga. Leiðtogarnir reyndust misjafnir, einir betur, aðrir verr. Þetta ágrip verður að nægja um þetta efni, nú höldum vér áfram inn á önnur svið og svæði, en höfum þó hugföst þau tengsl, sem eru milli efnislegs lífs og þeirra stærða, er of- ar standa. (Framh.).

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.