Stígandi - 01.10.1943, Blaðsíða 72
134
UM BÆKUR
STÍGANDI
andanum finnst liann greina hjarta-
slögin í hverju orði. En þetta er ekki
stórbrotið skóldverk, eftir því sem venju-
lega felst í því orði. Hinna hrikalegu
andstæðna norsks landslags gætir hér
lítið sem ekki, brim öskrar ekki á boð-
um og hamfarir mannssálarinnar láta
hér ltvergi lnig lcsandans leika á þræði.
Hér er hlýlciki dalanna ríkjandi eigind
og lygn og djúpur sjór innan skerja-
garðsins, þó að gæti undiróma að utan.
Málfar og stíll þýðandans fer bókinni
mjög vel.
Bragi Sigurjónsson.
Halldór Kiljan Laxness:
Islandsklukkan.
Þessi nýja saga Laxness er að því
leyti frábrugðin fyrri sögum hans, að
hann sækir efni til hennar í löngu
liðinn tíma. l>ví ruglast hann aldrei i
þessari sögu af viðhorfi sjálfs sín til
deilumála dagsins, til rnanna og mál-
efna liðandi stundar (undantekning þó:
Æfintýr með þýðverskum), „heldur
lúta persónur“ sögunnar „einvörðungu
lögmálum verksins sjálfs". Þetta er á-
vinningur að tvennu leyti: höfundurinn
hefir helgað sig óskiptur list sinni og
íþrótt sem skáldsöguhöfundur og les-
andinn þarf ekkert af því að truflast,
að hann hefir önnur viðhorf á vettvangi
dagsins en höfundurinn. Þessi skáldsaga
er framast allra skáldsagna höfundar-
ins helguð listinni sjálfrar hennar
vegna, og hennar cr auðveldast að njóta
sem listaverks allra skáldsagna hans.
En hefir þá verið eins heitt í aflinum
hjá höfundinum, er hann reit þessa
sögu, og er hann samdi ýmsar hinar
fyrri sögur sínar í heitri baráttu á „vett-
vangi dagsins"? Því verður ekki svarað
hiklaust hér, því að slíkur hiti cr eigi
auðmældur. En í þessari sögu er furðu
„djúpvarmur undirylur ástar sent að
fátt um þylur" til þrautpíndrar þjóðar
á neðstu tröppu niðurlægingar hennar,
og þeirra fulllrúa hennar, sem hér eru
leiddir franr á sjónarsviðið. Og mitt í
þeirn öfgum sínum, sem höfundurinn
getur aldrei losnað við, að draga upp
hinar ömurlegustu myndir af lífi og
menningu þjóðar sinnar, hefir hann
aldrei veitt henni fyllri viðurkenningu
fyrir þrek að lifa lífinu, þrátt fyrir allt
sem á gengur, glúpna jafnvel sízt, þegar
gengur verst.
„Höfundur vill láta þcss getið, að
hókin er ekki sagnfræðileg skáldsaga,"
segir á innanverðu titilblaðinu. Þetta
er raunar tekið fram, af því að svo
nærri er þrætt sögulegum dokumentum,
og nefndir eru til sögunnar ýmist fullu
eða hálfu nafni ýmsir þeir, sem lifðu
á þeim tíma, er sagan gerðist, eða á ná-
læguin tímum. Lesendurnir gátu því
auðveldlega frcistazt til þess að skoða
Jretta „sagnfræðilega skáldsögu". En það
er hún raunar ekki. Hún er að því leyti
ekki óáþekk sumum hinum betri Forn-
aldarsögum Norðurlanda, enda svipar
henni til þeirra meir en flest annars í
fyrri bókmenntum þjóðarinnar. Hér
kemur fram eins og þar innsær skiln-
ingur á löngu liðnum tíma, sem er
raunar glataður því þjóðlífi, sem höf-
undur sögunnar lifir í, og er sá skiln-
ingur þó umvafinn hinum furðulegustu
skáldaýkjum. Þetla er öfgafull hetju-
saga með ntargs háttar kynjafullum æf-
intýrum eins og Fornaldarsögur Norð-
urlanda. Aðal söguhetjan, Jón Hregg-
viðsson, er eins konar Grírnur loðin-
kinni, hamrammur maður, sem engin
vopn bíta, kolbítur og hálftröll í senn.
Hann glímir við tröllskessur uppi á reg-
infjöllttm eins og lietjurnar í römm-
ustii fornaldarsögunum, og skessunum
verða sömu orð á munni, er þær falla,
og í fornaldarsögunum. Flestir þeir
menn, sem kallaðir eru til sögunnar,
eru að vísu frá samtíð Jóns Hreggviðs-
sonar. Þó er um slíkt ekki vandlega
hirt, fremur en um þvílíka smámuni er
hirt í Fornaldarsögum N.orðurlanda.