Stígandi - 01.10.1943, Page 74
136
UM BÆKUR
STÍGANDI
Þóroddur Guðmundss. frá Sandi:
Skýjadans.
Skýjadans heitir hún, — þessi nýja
bók Þórodds Guðmundssonar frá Sandi.
Þó ekki fyrir það, að hún sé meira uppi
í skýjunum en aðrar samkynja bækur í
seinni tíð, — heldur er hún samnefnd
æfintýri, er svo lieitir, og er eitt á meðal
þcssara sagna.
Þóroddur á ekki langt að sækja það —
að hafa aðgætið auga, kunna tök á ís-
lenzku máli, og koma vel fyrir sig orði.
Hann er sonur Guðmundar Friðjónsson-
ar skálds á Sandi, sem fyrir löngu er
frægur orðinn af frumlegum og fast
mótuðum smásögum, — litlu siður cn af
ljóðum sínum, — og kippir Þóroddi vel
í kynið, bæði af upprunaeinkennum og
uppeldi. /
Það sýnist vandi fyrir þann, sem er
sonur mikils skálds, að byrja rithöfund-
arbraut sína. — Nær hann föður sínum?
segir þá fólkið; — og er þess þá varla að
vænta, að sá samanburður verði byrj-
andanum í hag, því að „fáir eru smiðir
í fyrsta sinn“.
Sögur þessar bcra þó glöggan vott um
góða smíðanáttúru á vettvangi bók-
menntanna. Og þó að þær séu hvorki
tiltakanlega frumlegar né stórfenglegar
að efni, þá er auðsjáanlegt það hand-
bragð á þeim, er gcrir höfundinn fylli-
lega hlutgengan meðal betri byrjenda —
og béndir á, að hann hafi tekið hið
rétta hlutskipti með því að temja sér
að beita pennanum.
Æfintýrið Skýjadans mun vera einna
frumlegast að gerð allra þessara sögu-
þátta. En enda þótt þar gæti vel í-
þróttalegs orðfæris og ekki síður
glöggrar athygli á ýmsum markverð-
ustu náttúru-fyrirbærum lofts og láðs,
sem nú virðist ekki vera orðin næsta
algeng meðal yngri manna, — þá þykir
mér ekki þetta æfintýri skera svo mjög
úr um skáldlegt gildi bókarinnar.
Af þessum þrettán sögum eru fjórar
dýrasögur að meira eða minna leyti, —
og virðast mér þær heldur taka hintim
fram. Enda hafa þeir Sandsdrændur
lengi verið kunnir að vináttu til fugla
og dýra, og eftirgrennslunarsemi og
skilningi á eðli þeirra og háttum. —
Þessar fjórar dýrasögur eru: „Feðg-
arnir", „Háfeti", „Krummahreiðrið"
og „Fjölskyldan í Furuvíkureý". Hygg
eg, að hin fyrsta og síðasta þessara
fjögurra sagna séu það bezla og list-
rænasta í bókinni. — Önnur um hreið-
urmóðurina, sem er helskotin á eggj-
unutn, og hin um tófugrenið, sem grefst
undir jarðskjálfta-skriðu — með allri
fjölskyldunni. — Sagan „Feðgarnir" er
svo vel gerð að efni. lýsingum og orð-
færi, — að ekki verður með góðu móti
að fundið — frá almennu sjónarmiði.
Bókin er prýdd teikningum eftir Ás-
geir Júlíusson — við upphaf hverrar
sögu. Hún er prentuð af „Víkings-
prenti" — og vel frá gengin, bæði um
prentun og prófarkalestur. — Er hún
að öllu vel þess verð, að allir liinir
mörgu, íslenzku bókamenn eignist liana
og lesi.
Konráð Vilhjálmsson.
Lion Feuchtwanger:
T öf ramaðurinn.
Fyrir fáum dögum kom á markaðinn
bók, sem margir höfðu beðið með mik-
illi eftirvæntingu. Það er skáldsagan
Töframaðurinn eftir hinn heimsfræga
þýzka rithöfund Lion Feuchtwanger, er
nú er landflótta í Ameríku. Bragi Sig-
urjónsson hefir þýtt bókina, en Pálmi
H. Jónsson gefið út. Sagan er rituð á
þýzku, en þýdd á ensku úr handritinu
og kom út í Bandaríkjunum í vor. Er
sagan þýdd eftir þessari fyrstu litgáfu.
Mun þetta vera fyrsta bókin, sem kein-
ur lit á íslenzku eftir þennan fræga
höfund.
Saga þessi gerist í Þýzkalandi um það
leyti, sem Hitler er að brjótast til valda.