Stígandi - 01.10.1943, Síða 74

Stígandi - 01.10.1943, Síða 74
136 UM BÆKUR STÍGANDI Þóroddur Guðmundss. frá Sandi: Skýjadans. Skýjadans heitir hún, — þessi nýja bók Þórodds Guðmundssonar frá Sandi. Þó ekki fyrir það, að hún sé meira uppi í skýjunum en aðrar samkynja bækur í seinni tíð, — heldur er hún samnefnd æfintýri, er svo lieitir, og er eitt á meðal þcssara sagna. Þóroddur á ekki langt að sækja það — að hafa aðgætið auga, kunna tök á ís- lenzku máli, og koma vel fyrir sig orði. Hann er sonur Guðmundar Friðjónsson- ar skálds á Sandi, sem fyrir löngu er frægur orðinn af frumlegum og fast mótuðum smásögum, — litlu siður cn af ljóðum sínum, — og kippir Þóroddi vel í kynið, bæði af upprunaeinkennum og uppeldi. / Það sýnist vandi fyrir þann, sem er sonur mikils skálds, að byrja rithöfund- arbraut sína. — Nær hann föður sínum? segir þá fólkið; — og er þess þá varla að vænta, að sá samanburður verði byrj- andanum í hag, því að „fáir eru smiðir í fyrsta sinn“. Sögur þessar bcra þó glöggan vott um góða smíðanáttúru á vettvangi bók- menntanna. Og þó að þær séu hvorki tiltakanlega frumlegar né stórfenglegar að efni, þá er auðsjáanlegt það hand- bragð á þeim, er gcrir höfundinn fylli- lega hlutgengan meðal betri byrjenda — og béndir á, að hann hafi tekið hið rétta hlutskipti með því að temja sér að beita pennanum. Æfintýrið Skýjadans mun vera einna frumlegast að gerð allra þessara sögu- þátta. En enda þótt þar gæti vel í- þróttalegs orðfæris og ekki síður glöggrar athygli á ýmsum markverð- ustu náttúru-fyrirbærum lofts og láðs, sem nú virðist ekki vera orðin næsta algeng meðal yngri manna, — þá þykir mér ekki þetta æfintýri skera svo mjög úr um skáldlegt gildi bókarinnar. Af þessum þrettán sögum eru fjórar dýrasögur að meira eða minna leyti, — og virðast mér þær heldur taka hintim fram. Enda hafa þeir Sandsdrændur lengi verið kunnir að vináttu til fugla og dýra, og eftirgrennslunarsemi og skilningi á eðli þeirra og háttum. — Þessar fjórar dýrasögur eru: „Feðg- arnir", „Háfeti", „Krummahreiðrið" og „Fjölskyldan í Furuvíkureý". Hygg eg, að hin fyrsta og síðasta þessara fjögurra sagna séu það bezla og list- rænasta í bókinni. — Önnur um hreið- urmóðurina, sem er helskotin á eggj- unutn, og hin um tófugrenið, sem grefst undir jarðskjálfta-skriðu — með allri fjölskyldunni. — Sagan „Feðgarnir" er svo vel gerð að efni. lýsingum og orð- færi, — að ekki verður með góðu móti að fundið — frá almennu sjónarmiði. Bókin er prýdd teikningum eftir Ás- geir Júlíusson — við upphaf hverrar sögu. Hún er prentuð af „Víkings- prenti" — og vel frá gengin, bæði um prentun og prófarkalestur. — Er hún að öllu vel þess verð, að allir liinir mörgu, íslenzku bókamenn eignist liana og lesi. Konráð Vilhjálmsson. Lion Feuchtwanger: T öf ramaðurinn. Fyrir fáum dögum kom á markaðinn bók, sem margir höfðu beðið með mik- illi eftirvæntingu. Það er skáldsagan Töframaðurinn eftir hinn heimsfræga þýzka rithöfund Lion Feuchtwanger, er nú er landflótta í Ameríku. Bragi Sig- urjónsson hefir þýtt bókina, en Pálmi H. Jónsson gefið út. Sagan er rituð á þýzku, en þýdd á ensku úr handritinu og kom út í Bandaríkjunum í vor. Er sagan þýdd eftir þessari fyrstu litgáfu. Mun þetta vera fyrsta bókin, sem kein- ur lit á íslenzku eftir þennan fræga höfund. Saga þessi gerist í Þýzkalandi um það leyti, sem Hitler er að brjótast til valda.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.