Hrund - 01.11.1967, Page 11
IVIAnlA
THELMA
Gert eingöngu fyrir Hrund.
Lesmál og myndir eftir
GUNNAR LARSEN
María Guðmundsdóttir
kemur nú æ sjaldnar til
Parísar. Hún kýs heldur
New York, þar sem hún
er meðal fremstu
sýningarstúlkna Eileen
Fords. María var á
hraðferð í París, þegar
tízkusýningarnar stóðu
yfir. Við brugðum okkur
út fyrir París til vinalegrar
kráar til þess að mynda
nýju prjónakjólana frá
Lil í París, þegar hún
átti frí í nokkra tíma.
Thelma Ingvarsdóttir
kýs París. Henni finnst
París vera borgin, þar
sem unnt er að merkja
hringiðu lífsins og njóta
hennar samtímis yfir
vínglasi. Thelma býr
með unnusta sínum, Ole
Björk, í París. Þau eiga
íbúð í hinu glæsilega 17.
hverfi. Thelma var
mynduð í nýjum
loðkápum frá Rottenberg
bræðrunum. Allar
loðkápurnar eru úr
ódýrum skinnum, og
verðið er ekki yfir
12.500.00 kr. íslenzkar.
Tíð minkakápunnar er
liðin, og það sama er
einnig að segja um
persnesku lambskinns-
kápuna. Þessar tvær
loðkápur sjást ekki
lengur hjá þessu unga og
nýtízkulega tízkuhúsi. I
dag eru bæði kattar og
kanínuskinn talin
klæðileg, og þavperu
einnig ódýr.