Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 16
Ljóðin og smásagan hér á opnunni eru eftir unga, reykvíska húsmóður
og þriggja barna móður, Unni Eiríksdóttur. Lesendur kannast eflaust
margir við hana, því að ljóð og sögur eftir hana hafa birzt í ýmsum
blöðum og tímaritum.
Unnur sagði í viðtali við Hrund, að hana hefði langað til að skrifa
frá því að hún varð læs eða jafnvel áður. ,,Eg býst við, að ég eigi fóstur-
föður mínum mest að þakka. Hann var bóndi, skarpgáfaður maður og
listhneigður. Hann fékk mér góðar bækur og hvatti mig til að skrifa um
hitt og þetta. Eg held, að hann hafi rennt grun í áráttu mína til að skrifa
á undan mér.
Ég var sískrifandi, þegar ég var barn, fullgerði ekkert, en fleygði
öllu í ruslakörfuna. Þegar ég var 12 ára, birtist saga eftir mig í Unga
ísland, og ég óskaði mér niður úr jörðinni, þegar ég sá hana á prenti.
Um 16 ára aldur ákvað ég að drepa þessa áráttu, ég fann mig ekki hæfa.
Það gekk erfíðlega, ég var sífellt að finna hálfskrifaðar sögur eða brot
úr ljóði og var þá fljót að kasta því.
En löngunin lét ekki að sér hæða. Að lokum gafst ég upp og hef nú
skrifað í um 10 ár, smásögur, ljóð og leikrit.“
- Skrifið þér um eigin reynslu?
- Aldrei alveg persónulega reynslu. Eflaust blandast hún saman við -
eigin reynsla og annarra - en hún breytist í vitundinni og verður óþekkj-
anleg. Ég þýði mikið og hef því takmarkaðan tíma til að frumsemja,
þótt mig langi til þess. Ég skrifa af óhjákvæmilegri innri þörf og einlægni,
hvort sem vel tekst eða miður. Það er eitt af þvi, sem fylgir þessari
áráttu, maður er aldrei ánægður með árangurinn, en við því verður víst
ekki gert. En ég hvorki skrifa né breyti fyrir lesandann.
- Hvernig semst yður og gömlu skáldunum?
- Af þeim hef ég alltaf haft mest dálæti á Grími Thomsen, að Jónasi
ogöllum hinum ólöstuðum. Grímur á þessa gömlu, íslenzku dul í svo
ríkum mæli, hann er svo kynngimagnaður.
- Hvað álítið þér þá um skáldskap á íslandi í dag?
- Við eigum mörg góð ljóðskáld og má telja fjölda nafna, svo sem
Sigfús Daðason, Snorra Hjartarson, Tómas Guðmundsson og Jón
Helgason. Og sízt ætti ég að gleyma þeirri konu, sem að mínum dómi
gnæfir yfir aðrar íslenzkar konur, sem yrkja ljóð, Arnfríði Jónatans-
dóttur, og tveim nýlátnum snillingum, þeim Magnúsi Asgeirssyni og
Steini Steinnarr.
- En skáldsagnagerð?
- Tvær íslenzkar konur hafa skrifað snjallar skáldsögur nýlega, þær
Gréta Sigfúsdóttir og Jakobína Sigurðardóttir. Eflaust eru einnig
margir upprennandi rithöfundar meðal karlmanna.
Mér virðast íslendingar hirða ótrúlega lítið um smásagnagerð; sjálf
hef ég alltaf metið smásögur meira en skáldsögur. Einnig virðast mér
Islendingar almennt lesa mjög lítið af leikritum. Það er yndislegt að
lesa leikrit og leikhúsið á mikil ítök í mér.
Þegar mig langar til að þeysa vegleysur, söðla ég fák minn,
bláan að lit, og held til fundar við þig.
Fákurinn fer sér hratt, stiklar fjallatoppa, dansar á jökul-
bungum, dansar sanda og eldhraun.
Ég skynja hraðann, hreyfinguna með hverri taug. Nýt
ferðarinnar, eins og barn.
Yfir hafið förum við, brimlöðrið skvettir á okkur kossum
og þá hlæjum við. Himinninn horfir á okkur með velþóknun.
Öll veröldin brosir.
Að endingu finn ég þig, gamli vinur, á hvítri sandströnd
langt í suðurhöfum.
Brosið í svörtu, fránu augunum þínum er hlýtt og milt,
hárið á þér bærist vart, því hér er logn og sól.
- Hversvegna ertu aldrei hissa, þegar ég kem á fáknum
mínum bláa?
- Vegna þess að þín er alltaf að vænta.
- Nei. Það er ekki satt. Aðeins mjög sjaldan. Venjulega er
ég að þvo þvott, baka eða strjúka lín.
- Þú skrökvar prakkarinn þinn.
- Jæja. Rengirðu mig? Þá kem ég aldrei framar.
- Ertu viss um, að þú segir það satt?
- Nei. Það hvarflar ekki að mér.
- Við vissum það bæði.
- Ég kom til að heyra ævintýr. Segðu mér ævintýri.
- Þú komst til að láta þig dreyma. Leggðu aftur augun.
- Ég er búin að láta aftur augun, en það kemur enginn
draumur.
- Bíddu. Sérðu ekki skip með hvítum seglum?
- Jú, reyndar.
- Sérðu, að skipið er mannlaust?
Já, það er þá skrýtið, það er alveg mannlaust.
- Við tökum það höldum út á hafið.
- Já, það skulum við gera.
Sjáðu hvað hvítu seglin fara vel við grænan sjó og bláan
himin?
Þú sérð ekki rétt. Sjórinn er blár. Og hann er svo tær, að
ég sé fiskana synda á botninum.
Nei, hættu nú. Þú ert komin á undan mér í draumnum.
- Gott og vel, þá bíð ég eftir þér.
16