Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 18

Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 18
Farah Diba var krýnd keisarynja 26. október, 1967. I tilefni af því birtum við hér eigin frásögn hennar af lífi sínu, áður og eftir að hún giftist Mohammad Reza Shah Pahlavi, keisara af Iran. FARAH DIBA PAHLAVI, KEISARYNJA AF ÍRAN, SEGIR FRÁ: Fólk einblínir á ævintýrið. Heimurinn sér glysið og skrautið, en enginn veit, hvað það er að vera drottning. Eg skrifa þetta til þess að fólk, og þá einkum fólkið mitt, viti og skilji, hvernig ég lít á drottningarstarfið. Því að það er starf; munurinn er e.t.v. aðeins sá, að það er ævilangt starf. Að vera drottning er líkt og að vera læknir eða hjúkrunarkona. Maður verður alltaf að vera við og hefur enga frístund lengur, af því að það má ekki taka tólið af símanum. Eg var ekki fædd til að vera drottning. Eg var að læra. Stundum finnst mér, að það hefði verið mun auðveldara að vera afgreiðslustúlka, skrifstofustúlka eða húsateiknari, eins og ég ætlaði mér. Ég fæddist í Teheran árið 1938, í þeim hluta borgarinnar, sem nú er miðbærinn, en var þá í útjaðri eyðimerkurinnar. Teheran var þorp þá miðað við það, sem nú er. Bernska mín var yndislegur tími, og ég verð alltaf þakklát fyrir það. Fólk gerir sér ekki oft grein fyrir því, hve mikilvæg fyrstu árin eru fyrir alla framtíðina. Faðir minn var liðsforingi í hernum. Líf okkar var rólegt og ánægju- legt. Ég var einkabarn, en alls ekki spillt af dekri. Margir þeir vinir, sem ég átti þá, eru vinir mínir enn í dag. Það er einkennilegt að aka um göturnar, sem ég þekki svo vel. Ég sé skólastúlku, sem gæti vel verið ég sjálf. Ég sé biðröð við strætisvagna- stöð, og ég man þá tíð, þegar ég þurfti að bíða eftir strætisvagninum. Fyrsta og stærsta sorg lífs míns var, þegar faðir minn dó úr krabba- meini. Þá var ég níu ára. Þau reyndu að halda því leyndu fyrir mér. Það hefði sennilega ekki verið gert á vesturlöndum, en ég er Asíubúi og því skil ég það. Þau voru hrædd um, að ég gæti ekki borið sorg mína. Móðir mín sagði mér, að faðir minn hefði farið í ferðalag, en grátandi þjónalið og sorgbitnir vinir sýndu mér sannleikann í málinu. Innra með mér vissi ég, að hann kæmi aldrei aftur. Níu árum síðar, þegar ég var átján ára og í þann veginn að leggja af stað til Parísar, ræddi móðir mín við mig um dauða föður míns. Við gát- um ekki talað um það fyrr en þá. Alla ævi hef ég haft þá tilfinningu, að mér væri ætlað sérstakt hlut- verk í lífinu. Ég var aldrei viss um, hvað það mundi helzt verða, en það hlaut að verða eitthvað óvenjulegt. Ég fór til Parísar, vegna þess að ég vildi læra eitthvað — verða eitt- hvað. í fyrstu langaði mig til að leggja stund á læknisfræði eða líffræði, en frændi minn, sem er húsateiknari, taldi mig af því. Undir áhrifum frá honum ákvað ég að sækja um inngöngu í húsateiknaraskóla í París — L‘Ecole Speciale d‘Architecture. Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna og mála, en ég hefði aldrei orðið ánægð sem listamaður eingöngu. Ég vildi gera gagn. Þannig leið mér þá, og ég er enn sömu skoðunar nú, sem drottning. París er mitt eftirlæti. Mér þótti gaman í skólanum, þótt ég væri þjáð af heimþrá í fyrstu. Skólinn var erfiður og ég saknaði fjölskyldu og vina. En þegar tímar liðu fram, eignaðist ég nýja vini, og lífið brosti við mér á ný. Mér mun alltaf þykja vænt um París, því að það var þar, sem ég hitti eiginmann minn í fyrsta sinn, þótt hann muni ekki eftir því. Ég stríði honum stundum á því, að hann skyldi ekki taka eftir mér. En þetta var aðeins hvert annað skyldustarf fyrir hann. Aftur á móti hátíðlegt tækifæri fyrir mig. Ég var í hópi annarra íranskra stúdenta í París, sem voru valdir til að vera kynntir fyrir konungi sínum. Ég man þetta ljóslega, þótt eiginmaður minn hafi steingleymt því. Við 18

x

Hrund

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.