Hrund - 01.11.1967, Síða 23
HVERNIG
LÝSA
STJÖRNURNAR
ÞÉR?
VOGAR-
MERKIÐ
23. september — 22. október
Meginregla : Þaö er mannlegt að reiöast,
en heimskuiegt að erfa.
'Heppileg störf: Lögfræði. gagnrýni.
ritstörf, listir.
Vinnutilhögun: Bezt kanntu við þig í
samvinnu við aðra.
Stöðuglyndi, rík réttlætis-
kennd og jafnvægi.
Örlátur, ástríkur og stoltur.
Ástúöleg og skilningsrík.
Nýru og mjóhryggur.
Gimsteinar Vogarinnar eru ópal, demantur og
kórall.
Litir Vogarinnar eru hvítt, gult, fagurrautt.
grænt og skyggðir litir.
Tala Vogarinnar er 6.
Föstudagur er sá vikudagur. sem oftast er
tengdur Vogarmerkinu.
Helztu einkenni:
Bezti eiginmaður:
Bezta eiginkona:
Stjörnurnar ráða:
JÁKVÆÐIR
EIGINLEIKÁR :
Óhlutdrægni þín og sterk réttlætiskennd ráða mestu um gerðir þínar. Þú ert þekkt að stjórn-
kænsku og fólk á erfitt með að rífast við þig. Þú skilur annarra sjónarmið og sérð báðar hliðar
hvers máls. Því ertu oft mikilvægur málamiðlari.
Oft ertu of kurteis til að segja nei við fólk, en á bak við mildina býr ákveðinn vilji.
NEIKVÆÐIR
EIGINLEIKAR:
Fólk af veikari gerð Vogarinnar er undanlátsamt og hlýðið og á oft bágt með að taka ákvörðun.
Það hefur hvorki vilja né markmið að keppa að. Oft er þetta fólk þunglynt og þykir gaman að
tala um eigin reynslu. Það getur verið sóðalegt og latt, þegar þannig liggur á því, og neitað
að taka ábyrgð á gerðum sínum. Þetta fólk skyldi gæta sín á hóglífi.
SKAPGERÐ:
Höfuðþættir skapgerðar
þinnar eru ást þín á sam-
ræmi og réttlæti ag samúð
þín með þeim, sem þjást.
Jafnlyndi og jafnvægi eru
áberandi I fari þinu. Þú
vegur allt og metur og tekur
að lokum ákvörðun, sem er
sanngjörn á alla vegu.
Réttlætiskennd þín kann
jafnvel að skerða þinn
eiginn hlut.
Jafnvægi er rétta orðið til
að lýsa skapgerð þinni.
Þú gerir allt, sem þú getur,
til að halda hlutum i jafn-
vægi og hefur mikla hæfi-
leika til að jafna deilur og
koma á friði.
Þú ert félagslynd, aðlað-
andi og sjaldan einmana.
Bezt kanntu við þig i
félagsskap við annan aðila,
t.d. i hjónabandi. Þú hefur
hæfileika til að umgangst
fólk, þú ert alúðleg, kurteis
og særir aðra sjaldan. Þú
ert jafnlynd og nærð þér
fljótt, ef þú reiðist. Þú erfir
sjaldan, ert alltaf reiðubúin
að fyrirgefa og gleyma.
Þú ferð þér hægt og getur
haft áhrif á aðra, áður en
þeir vita hvert þú ert að
leiða þá. Þú hefur góð tök
á fólki, og það er erfitt að
svikja þig.
Þú hefur mjög næmt
fegurðarskyn og gott vit á
list. Verst líður þér, þegar
þú mætir grimmd og hörku,
þú þolir ekkert lágt og
óheflað.
HEILSA:
Venjulega ert þú heilsugóð
þótt þú eigir það til að vera
næmfyrirumgangspestum.
Þú nærð þér mjög fljótt eftir
hver veikindi. Bezt áttu að
gæta nýrna þinna, mænu
og lenda. Þú gætir þess
yfirleitt vel að ofreyna þig
ekki.
Fólk i þessu merki er
venjulega fíngert og þokka-
fullt, hefur reglulega
andlitsdrætti og smágerðar
hendur og fætur. Þú hugsar
mjög vel um útlit þitt.
Konur Vogarmerkisins eru
þær fegurstu i heimi. Þær
eru fullar kynþokka, hafa
hlýja framkomu og hljóm-
þýða rödd.
VINNA:
Þú ert góður starfskraftur
en ekki framkvæmdasöm.
Öll samkeppni er þér á
móti skapi. Þú vinnur bezt
í rólegu og hreinlegu um-
hverfi. Bezt er fyrir þig að
vinna í félagi við annan.
Fólk leitar til þín, þegar það
þarf að taka ákvarðanir,
þvi að réttsýni þín og
innsæi bera af. Þú vilt ekki
hætta á neitt I viðskiptum
og hugsar þá jafn mikið um
að vernda aðra og sjálfa
Þig-
Þú ert vel greind og fær um
að skilja allt að flóknum
heimspekilegum umræð-
um. Þú getur rannsakað,
útskýrt og dæmt um alls
kyns vandamál. Þú lætur
aldrei þínar eigin óskir og
skoðanir trufla dómgreind
þína.
Það er listrænn þáttur I
eðli þínu, margir frægustu
listamenn heims eru fæddir
í þessu merki. Þú ættir að
vinna að öllum þeim þátt-
um lista, sem vekja áhuga
þinn: ritstörfum, tónlist,
listmálun eða teikningu.
Tóneyra hefur þú gott, sem
gæti leitt til hæfileika I
dansi.
Sölumennska ætti líka vel
við þig.
PENINGAR:
Þú ert ekki af þeirri mann-
gerð, sem hefur allan hug-
ann við að safna auði. Þú
hefur meiri áhuga á að
eyða peningum til að full-
nægja þörf þinni í munað
og fallega hluti. Miklir
peningar munu fara um
hendur þínar, en þú átt þá
ekki lengi. Þín skoðun á
þvi, hvað telst til nauð-
synja, kann að vera frá-
brugðin skoðunum
annarra.
Þótt þú sért örlát og jafnvel
kærulaus varðandi pen-
inga, geturðu líka verið afar
kæn I viðskiptum, og það
er ekki auðvelt að blekkja
Þig-
HEIMILI:
Heimili þitt verður fallegt
og fjölskyldulifið gott. Þú
hefur góðan smekk á öllum
húsbúnaði. En þú hefur
ekki jafn djúprætta ást á
heimili þínu og fólk I
öðrum merkjum, þótt fjöl-
skyldurof séu mjög sjald-
gæf.
VINÁTTA:
Þú ert mikið með fólki og
átt marga vini. Kurteisi þin,
heiðarleiki og réttsýni gera
þig að eftirsóknarverðum
vini, en þó áttu til að vera
óáreíðanleg. Þú ert félags-
lynd og vilt síður fara
einförum.
Þú ert afar vinsæl enda
kanntu vel þá list að halda
uppi samræðum. Þú ert
alltaf róleg á yfirborðinn,
þótt rót sé á huganum. Þú
forðast að segja það, sem
kemur fólki f uppnám.
ÁSTIR:
Fólk í þessu merki hefur
afar ríka ástarhneigð. Þú
ert sérfræðingur á sviði
ásta og ert mjög ástríðu-
full. Á bak við fágað yfir-
borð býr heit og lifandi sál.
Þú átt mörg ástarævintýri
og ert óstöðug I ásta-
málum. Tilfinningar þínar
blossa upp, en deyja út
jafn skyndilega. Þú hefur
mjög gaman af samvistum
við hitt kynið.
HJÓNABAND:
Hjónabandið hæfir þér
mjög vel og þú giftist
venjulega snemma. Skiln-
aðir eru sjaldgæfir hjá fólki
í þessu merki, en þó hefur
þú gaman af tilbreytingu.
Maki þinn á stundum erfitt
með að gera þér til hæfis,
þvi að þú stefnir að full-
komnun í einu og öllu.
Eiginmaðurinn, fæddur i
þessu merki, er maður, sem
ekki er auðvelt að búa
með. Hann er ekki heima-
kær I eðli sínu, en virðir
reglur þjóðfélagsins og
kvænist oftast þess vegna.
Hann er gamansamur og
ástríkur og sér afar vel um
heimili sitt og fjolskyldu.
Hann er mjög ástríðufullur
maður og verður fvrir
miklum vonbrigðum, ef
hann finnur ekki sam-
svörun að þessu leyti hjá
eiginkonu sinni.
Eiginkonan, fædd í þessu
merki, er góður félagi og
sérstakur snillingur í að
halda heimilisllfinu frið-
samlegu. Hún kann að
umgangast fólk og tekur
virkan þátt í félagsllfi, en
vanrækir þó aldrei heimili
sitt.
Hún er góð eiginkona,
ástrik og greind. Að mörgu
leyti er hún eftirsóknar-
verðust allra eiginkvenna, I
persónulegustu merkingu
þess orðs.
Bæði eru einna bezt til
þess fallin af öllum að vera
foreldrar. Þau skilja börn
vel og sýna þeim réttlæti
og ástúð. Þau dekra ekki
við þau úr hófi, en styðja
þau með ráðum og dáð.
Börn, fædd I þessu merki,
hafa tilhneigingu til leti, ef
þau eru ekki hvött til dáða.
Það þarf að kenna þeim að
nota viljastyrk sinn og
hjálpa þeim að finna
markmið í llfinu, Það á að
ýta undir sköpunarhæfi-
leika þeirra og leyfa þeim
að fá útrás fyrir sköpunar-
þörf sína. Með alúð og
festu er unnt að koma þeim
á réttu braut i lífinu.
(nordííIende)
Sjónvarp
dagsins-
nytt f orm,
nýír
djarf ír litir
Allflestir þekkja hin rómuðu Nordmende
sjónvarpstæki og vita um hið fjölbreytta
úrval og hagstæða verð. Nú eru komin á
markaðinn ákaflega falleg tæki, SPECTRA
ELECTRONIC, árgerð 1967, sem skera sig
úr öðrum sjónvarpstækjum vegna stílfeg-
urðar og djarfra lita. Þér getið valið um
tæki í rauðum, hvítum, bláum, grænum og
grásvörtum lit, eða í fimm mismunandi við-
arlitum. Tækjunum er hægt að snúa í heil-
hring.
Komið í Radíóbúðina og skoðið tækin,
eða skrifið eftir litprentuðum bæklingi. Það
er ánægjulegast að verzla þar sem úrvalið
er fyrir hendi.
Sérfræðingur frá verksmiðjunum sér um
23