Hrund - 01.11.1967, Page 32

Hrund - 01.11.1967, Page 32
KVÖLDVERÐARBOÐ HJÁ HERRA JUSTITSRÁÐI OG JUSTITIARII, MAGNÚSI STEPHENSEN Árið 1800 kom út í Leirárgörðum nýstárleg bók, sem bar heitið: „Einfalt matreiðslu vasakver fyrir heldri manna húsfreyjur.” Höfundur var skráður Marta María Stephensen, eiginkona Stefáns Stephensens og mágkona Magnúsar Stephensens, landshöfðingja. Seinna skráði Magnús ævisögu sína og segist þar hafa sjálfur samið þessa bók eftir forsögn frú Fjeldsteds, og voru nánari atvik þessi: Árið 1783 var Magnús við nám í lögfræði við Hafnarháskóla, en var um haustið sendur út til íslands til að semja sögu um Skaftárelda, kanna landspjöll og gera tillögur til bjargráða. Þeir félagar fengu vont í sjóinn og fór svo, að þá hrakti til Noregs, og hafði Magnús þar vetursetu hjá Þorkeli Fjeldsted. Veturinn leið í dýrlegum fagnaði, en milli hátíðahaldanna sat Magnús í eldhúsinu hjá frúnni og skrifaði upp. Víst er, að oft hefur verið glatt á hjalla á landshöfðingjasetrinu í Viðey. Jafnvel gæti matseðillinn einhvern tíma hafa litið út eins og við höfum sett hann upp. 32

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.