Hrund - 01.11.1967, Page 39

Hrund - 01.11.1967, Page 39
FRUAR- LEIKFIMI Bára Magnúsdóttir leiðbeinir 1 Standið beinar og hafið handleggi í axlarhæð. Beygið ykkur fram og gerið djúpar sveiflur niður, teljið 1-2-3—, og reisið ykkur upp. (Mynd 1) Reynið að hafa bakið alveg beint og hökuna lyfta. Að sjálfsögðu eiga hnén að vera bein líka. Þið sveiflið eins langt niður og þið getið, en þó ekki lengra en, að þið getið haldið bakinu beinu. Gerið þessa æfingu sex sinnum. 2 Standið þeinar, handleggir í axlarhæð, fætur örlítið sundur. Sveiflið nú til hliðar (mynd 2), reynið að vinda eins mikið upp á mittið og þið getið, en haldið mjöðmunum beinum. Nú skuluð þið teygja ykkur fram (mynd 3), haldið bakinu beinu og lyftið ekki hælum frá gólfi. Síðan teygið þið ykkur yfir hægri fót (mynd 4), farið svo aftur í byrjunarstöðu. Farið nú eins að við vinstri fót og endurtakið sex sinnum báðum megin. Nú eruð þið vel heitar og treystið ykkur til að gera dálítið erfiðari æfingu: 3 Leggizt á gólfið og haldið vinstri fæti eins og mynd 5 sýnir. Takmarkið er að olnbogabót nemi við hnésbót.Teygið nú rólega úr fætinum (mynd 6), teljið 1-2-3 og slakið á. Gætið þess vel að hafa fótinn, sem er í gólfi, beinan. Farið rólega í þessa æfingu, gætið þess vel að rétta ekki of snögglega úr fætinum, heldur teygja mjúklega upp, og síðan rólega aftur í byrjunarstöðu. Gerið þetta fjórum sinnum hvorum megin til að byrja með og smá aukið við. Gott er að gera fótsveiflur með þessari æfingu, bæði á undan og eftir.

x

Hrund

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.