Hrund - 01.11.1967, Blaðsíða 49
LEIKBRÚÐURN7TR
Frh. afbls. 45.
hrópaði: „Eg á að verða leikari. Loks-
ins hefur heimurinn komið auga á
hæfileika mína. Ha, ha, það var ég, sem
gaf þér hugmyndina, var það ekki,
Bosquet, gamli vinur? Mouche, heyr-
irðu hvað hann sagði? Við eigum að
koma fram í leikhúsi.“
Þetta var hrein eldraun fyrir hr.
Bosquet. Dr. Duclos heimtaði, að hann
legði fram skilríki sín, frú Muscat
ræddi við hann langa stund um sið-
gæði leikhússins, hr. Nicholas og Rauð-
toppur ræddu fram og aftur um samn-
inginn — og að lokum var hann orð-
inn svo ringlaður, að hann lofaði þeim
mun hærri launum en hann hafði ætlað
sér.
Hann fékk ekki að hitta kaftein Coq.
Þegar samningurinn var fullgerður, fór
Rauðtoppur með hann undir sviðið og
kom með hann aftur undirritaðan. Hr.
Bosquet reyndi þá að vinna sig í álit
með því að bjóða Mouche til kvöld-
verðar. Horaður, örlítið álappalegur
líkami hennar, stóri munnurinn og
fögru augun undir dökku hárinu vöktu
allt í einu athygli hans.
En hr. Reynardo setti hann alveg út
af laginu. Refurinn studdi hönd undir
kjamma, horfði hæðnislega á hann og
hreytti út úr sér: „Þú andstyggilegi,
andstvggilegi gamli karl. A þínum
aldri! Skammastu þín ekki, með allan
þennan hárvcxt í eyrunum, að eltast
við unglingsstúlku? Eg veit hverju
þú sækist eftir."
Hinum megin á sviðinu stóð frú
Muscat með hendur á síðum og fnæsti.
„Ég hafði illan bifur á þér frá fyrstu
sýn. Það sagði ég dr. Duclos. Hvað
ætlarðu að gefa henni, ef hún fer með
þér, demanta, loðfeldi, bíl kannski, ha?
Ekki þú gamli nirfill... Hlustaðu ekki
á hann, elskan. Ég þekki manngerð-
ina . . .“
Hr. Bosquet flúði, en Reynardo
engdist af hlátri.
Mouche leið ekki vel þær þrjár vikur,
sem þau voru að undirbúa leikþátt fyrir
leikhúsið. Dr. Duclos og Rauðtoppur
sáu um æfingarnar eins og venjulega,
en velgengni leikflokksins virtist hafa
gert kaftein Coq bitrari og andstyggi-
Iegri en nokkru sinni fyrr. Hann vissi,
að samningurinn var eingöngu Mouche
að þakka og reiddist því að þurfa að
þakka henni ríkidæmi og aðstöðu, sem
hann hafði aldrei áður þekkt.
Af einhverjum ástæðum ákvað hann
að hætta við frjálslegu samtölin, sem
höfðu gefizt svo vel, og taka aftur upp
brúðuleikina frá fyrri dögum. Jafnvel
brúðurnar virtust áhugalausar, og and-
svör þeirra voru vélræn.
Hann fann að öllu við Mouche, þeg-
ar þau hittust, málfari hennar, útliti og
uppruna; minnti hana stöðugt á, að
hann hefði hirt hana úr göturæsinu, og
spurði hana, hvenær hún ætiaði að
temja sér betri siði. Hann gagnrýndi
göngulag hennar, klæðaburð og rödd.
Hann virtist ákveðinn í, að láta frum-
sýningu þeirra á sviði mistakast al-
gerlega.
En ef hann hafði gert sér vonir um
mistök, hlaut hann að verða fyrir von-
brigðum. Hann hafði gleymt að gera
ráð fyrir sjálfstæðum vilja brúðanna og
sambandsins einkennilega milli þeirra
og stúlkunnar.
Fyrsta sviðsýning kafteins Coqs og
fjölskyldu var á laugardagskvöldi fyrir
troðfullu húsi og hófst með háværum
hrifningarhrópum áhorfenda. Líkt og
þegar Mouche kom til þeirra í fyrsta
sinn, fleygðu allar brúðurnar handrit-
inu, eins og einn maður. í tuttugu
mínútur héldu þau áhorfendum ýmist
í hláturskasti, þegar Reynardo gerði
tilraun til að leika Hamlet, eða komu
þeim til að vatna músum, eins og þegar
Alifanfaron fékk sviðsskrekk.
Frh. í næsta blaði.
BINDINDI SIGRAR !
íþróttamaðurinn veit það: meiri afkastageta án á-
fengis!
Bílstjórinn veit það: minni slysahætta án áfengis!
Við vitum það öll: skemmtilegra og tryggara, bæði
heima og á vinnustað, án áfengis!
Bindindi sigrar einnig, þegar um tryggingar er að
ræða!
Að tryggja hjá Ábyrgð kostar minna þar sem bind-
indisfólk tekur minni áhættur!
Sigrið með því að vera bindindismenn — tryggið
hjá Ábyrgð!
ÁBYRGÐP
TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN
Skúlagötu 63 — Reykjavík — Símar 17455 — 17947
Þörf gjöf, sem vekur fögnuð
hjá barni og móður
Niveakarfan geymir allt, sem snyrting barnsins krefst:
NIVEA-babyfein barnasápa, mild og freyðandi.
NIVEA-babyfein hörundsolía, hreinsar, mýkir og styrkir við-
kvæmt hörund.
NIVEA-babyfein græðikrem, öruggt smyrsl gegn afrifum og
fleiðrum.
NIVEA-babyfein púður, leggst mjúkt og samfellt i allar
hörundsfellingar og myndar þar voðfellt, kælandi varnar-
lag gegn roða og óþægindum.
NIVEA-babyfein eyrnapinnar, léttir og sveigjanlegir, vafðir
á báðum endum mjúkum hnoðrum, sem hreinsa hlustir og
nef.
HIV E A .•
49