Hrund - 01.11.1967, Síða 50

Hrund - 01.11.1967, Síða 50
MESTA GEYM- NÝJUNG ÁRSINS KPS Compact 250 lítra kæliskápur; með áberandi bezta geymslurýmið — með tilliti til utanmáls aðeins 60x60x118 cm. Falleg, stílhrein innrétting, 22 lítra frystihólf. Segullæsing. Er á hjólum. Verð kr. 12.700.00. KPS-heimilistækin eru byggð eftir kröfum norskra neytendasamtaka. BÚSLÓÐ við Nóatún — Reykjavík — Sími 18520. I haust heimsótti ritstjóri Hrundar Þórunni Jóhannsdóttur Ashkenazy að heimili henn- ar í London. Þá rifjaði Þórunn upp ýmsar minningar frá fyrri árum bæði frá þeim tíma, er hún lítil stúlka á hvítum pífukjól hélt hljómleika fyrir landa sína og aðra og frá viðskiptum hennar og mannsins hennar við yfirvöld Sovétríkjanna, áður en þau ákváðu að flytjast vestur um haf. I haust hefur verið rætt töluvert um nauðsyn þess að koma á kynferðisfræðslu í skólum landsins. HRUND efndi til umræðufundar um þetta mál, þar sem þátttakendur voru tveir skólanemendur, tvær húsmæður og skólastjóri eins gagn- fræðaskólanna í Reykjavík. Segir frá þess- um fundi í næsta blaði. NÍNA TRYGGVADÓTTIR er sú kona íslenzk, sem hvað mest orð hefur getið sér á vettvangi málaralistarinnar. Hún er búsett í Nevv York en síðustu árin hefur hún dvalizt sumarlangt á íslandi. í næsta blaði birtum við viðtal við Nínu, þar sem hún segir frá ferli sínum og ýmsum þeim erfið- leikum, sem hún hefur orðið að yfirstíga til þess að samræma hlutverk listmálarans, eiginkonunnar og móðurinnar. 50

x

Hrund

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrund
https://timarit.is/publication/1091

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.