Fréttablaðið - 09.08.2014, Side 42

Fréttablaðið - 09.08.2014, Side 42
KYNNING − AUGLÝSINGSafar og þeytingar LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 20142 FULLÞROSKUÐ EFTIR MIÐJAN ÁGÚST Krækiber eru mun algengari og auðfundnari en önnur villt ber á Ís- landi. Krækilyngið vex í þurrum brekkum og mólendi og blómgast í maí og júní. Berin eru þó ekki fullþroskuð fyrr en eftir miðjan ágúst. Krækiber eru mun harðgerðari en bláber og aðalbláber og því er hægt að tína þau lengur fram eftir hausti. Bláberjalyng er að finna um allt land, einkum í votlendi og mólendi. Það fer mikið eftir árferði hvenær berin verða nógu þroskuð til tínslu en líkt og með önnur íslensk ber má ekki reikna með fullum þroska fyrr en eftir miðjan ágúst. Margir velta fyrir sér muninum á bláberjum og aðalbláberjum. Einfaldasta útskýringin er sú að bláberin eru ljósari en aðalbláberin. Á Plöntuvefsjá Náttúrufræðistofnunar Íslands er að finna nánari útskýringar og kort af út- breiðslunni. Þar kemur fram að blöð aðalbláberjalyngsins séu ljósgræn og tennt með bleikum drúpandi blómum. Þau er aðallega að finna á Vestur- og Norðurlandi en líka á Suðvesturlandi og Austfjörðum. Lítið er um aðalbláber á Suðurlandi. Útbreiðsla bláberja er meiri og er þau að finna um allt land. Á Norður- og Austurlandi er komin fínasta berjaspretta og þar er bæði að finna bláber og krækiber. Eitthvað getur þurft að bíða lengur á Suður- landi, sökum mikillar vætu og sólar- leysis það sem af er sumri. Hér fylgir uppskrift að bragð- góðum bláberjaþeytingi. Bláberjaþeytingur ½ bolli vanilluskyr, hrein jógúrt eða AB-mjólk ½ bolli mjólk (má líka vera hrísmjólk, möndlumjólk eða sojamjólk) 2 3 bollar frosin bláber ½–1 frosinn banani 1 msk. chia-fræ lögð í bleyti í 10 mín. Allt sett í blandara og hellt í hátt glas. Uppskeran notuð í þeytinginn Berjatíminn er genginn í garð og eru þeir hagsýnu víða farnir á stjá. Það er talsverð búbót að tína ber því eins og flestir vita kostar askjan af ferskum bláberjum vænan skilding. Þeir iðnustu geta átt ber í frystinum langt fram á vetur en það kemur sér vel í safa og þeytinga, í salatið, bökur og bakstur. Stútfullt glas af ávöxtum sem drukkið er í einum rykk hljómar eins og meinholl vítam-ínbomba sem gerir líkamanum bara gott. Það er á margan hátt rétt en þó ber að gæta að samsetn- ingunni og passa upp á það að í glasinu verði ekki eintómur ávaxtasykur því hann er ekki æskilegur í of miklum mæli frekar en annar sykur. Fæstir myndu borða epli, peru, banana, mangó, appelsínu og kíví á innan við mínútu en það er hægt með því að mauka allt í drykk. Betra er að gera þeyt- ing úr blöndu af grænmeti, ávöxtum og berjum og hafa grænmeti í meirihluta, síðan ber og loks ávexti. Oft getur dugað að sæta með hálfum banana eða nokkrum döðlum. Þá virka sítrónur, engifer, sellerí og mynta líka vel til að skerpa bragðið. Eins er gott að nota lárperu til að ná fram ákjósanlegri áferð en þá er hægt að minnka mjólkurvörur og banana á móti. Það er svo um að gera að fylla blandarann af grænu grænmeti eins og spínati og grænkáli. Það hefur lítil áhrif á bragðið en eykur hollustuna til muna. Samsetningin skiptir miklu máli Máltækið allt er gott í hófi á ótrúlegt en satt líka við um ávaxta- og grænmetisþeytinga og er ráð að huga að jafnvægi ávaxta og grænmetis þegar tínt er ofan í blandarann. Grænmeti ætti að vera í meirihluta, næst ber og loks ávextir, rétt til að sæta. Grænir djúsar hressa, bæta og kæta. Það er gott að nota lárperu til að ná fram ákjósanlegri áferð á þeytinginn. Þá er hægt að minnka mjólkurvörur og banana á móti. Það er mikil búbót að eiga ber í frystinum til að geta skellt í þeyting langt fram eftir vetri. Lárperuþeytingur 1 lítil lárpera ½ ljósgrænt eða rauð- gult epli 1 lúka spínat ½ frosinn banani Safi úr hálfri sítrónu Klakar og smá vegis vatn til að auðvelda þeytinguna Grænn djús 3 sellerístönglar 1 agúrka 1 grænt epli 1 lúka spínat eða græn- kál 1 límóna eða sítróna 3 sm engiferrót Allt sett í safapressu. Þynnt með klaka og vatni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.