Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.09.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 20.09.2014, Qupperneq 18
20. september 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Íslendingar eru fámenn þjóð. Í augum flestra jarð- arbúa erum við eitt Norður- landanna og lítill greinar- munur gerður á ríkjunum. Með Norðurlandaþjóðunum eigum við enda margt sam- eiginlegt. Norðurlöndin standa fyrir lífskjör og lífsgæði eins og þau gerast best. Hefð er fyrir fjölþættu samstarfi Norðurlanda- þjóðanna á mörgum svið- um. Nú vilja ríkisstjórnir Norðurlandanna láta á það reyna hvort unnt sé að efla hagkerfi landanna og slagkraft iðnaðar og atvinnulífs með nánara samstarfi um nýsköpun. Til þess að svo megi verða þarf að sam- stilla stefnu ríkjanna og samræma aðgerðir til stuðnings frumkvöðla- starfi og nýsköpun, sem birtust í samstarfsáætlun um atvinnulíf og nýsköpun 2014-2017. Það þarf ekki að hugsa lengi til að sjá skynsemi þessa. Tækifærin til efnahagslegs vaxtar eru meiri fyrir Norður- löndin ef þau ná að vinna saman að nýsköpun og eflingu frumkvöðla- starfs. Nýverið tók undirrituð þátt í vinnufundi til undirbúnings stefnu- mörkun norrænna stjórnvalda á þessu sviði. Ísland fer fyrir þessu mikilvæga stefnumótunarstarfi og iðnaðar- og viðskiptaráðherra okkar, Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, leiðir starfið. Meðal annars er reynt að greina það sem kalla má gildi (e. values) norrænna þjóða og hvernig unnt er að tengja þau við meginstrauma- og stefnur (e. mega- trends) á heimsvísu. Við þessa greiningarvinnu hefur komið fram að tækifæri Norðurlandanna liggja víða, m.a. í nýsköpunar- samstarfi á sviði orku- og umhverfismála, hollustu, heilbrigðis- og öldrunar- þjónustu. Norðurlandabúar eru meðal langlífustu þjóða heims og í fararbroddi þjóða þegar kemur að því að mæta auknum kröfum fólks um lífsgæði og inni- haldsríkt líf. Greina má þróun í þá átt að fólk hvar sem er í heiminum gerir meiri kröfur en nokkru sinni fyrr um innihaldsríkt líf og fjölbreytta afþrey- ingu. Þannig má segja að hinn svo- nefndi neytendamarkaður, eins og þekkt er frá Ameríku og Kína, þar sem fólk kaupir hluti til að svala löngun um betra og skemmtilegra líf, sé að þróast yfir í að fólk geri nú auknar kröfur um innihalds- og til- gangsríkt líf. Þar nýtast styrkleik- ar norrænna þjóða, sem hafa lengi staðið framarlega í jafnréttismál- um, menntunar- og menningarmál- um, velferðarmálum og lýðræðis- málum – svo dæmi séu nefnd. Mikil tækifæri Friður er mikilvæg forsenda þess að mannlíf og atvinnustarfsemi blómstri. Friður er best tryggður með réttlæti. Réttlátt samfélag upplifir fólk hins vegar ekki nema jöfnuður ríki og að allir hafi nokk- urn veginn jöfn tækifæri. Í þessu, eins og mörgu öðru, eru norrænu ríkin fyrirmynd margra annarra þjóða. Við þetta má einnig bæta að sköpunarkraftur fólks á Norð- urlöndum er mikill, jafnvel meiri en víða annars staðar. Dæmi þess sjást víða, svo sem í iðnhönnun og tölvuleikjaiðnaði. Allar Norðurlandaþjóðirnar eru vanar því að nýta vel hið smáa og gera sér mikinn mat úr því; skala t.d. snjallar viðskiptahugmynd- ir einstakra frumkvöðla upp í umfangsmikinn alþjóðlegan rekst- ur. Ástríða og einurð eru þar ein- kennandi. Stefna Vísinda- og tækniráðs, sem samþykkt var fyrr á þessu ári, styður vel við fyrirhugað samstarf Norðurlandanna. Þar er t.d. mikil áhersla lögð á hvata og samstarf stofnana og atvinnulífs. Í nýlega framkomnu fjárlagafrumvarpi sést einnig að vilji stjórnvalda stendur til að efla rannsóknir, þróun og nýsköpun – sem mest í samstarfi aðila. Hér á landi hefur með ýmsu móti verið reynt að koma á slíku samstarfi. Til dæmis hafa Samtök iðnaðarins beitt sér fyrir nýsköp- unarsamstarfi þvert á hefðbundnar atvinnugreinar. Einnig hafa sam- tökin beitt sér fyrir myndun svo- nefndra samstarfsklasa og klasa- verkefna á tilteknum sviðum í þeim tilgangi að efla innviði sam- félagsins og þróa markvisst lausn- ir og þjónustu til hagsbóta fyrir almenning – fyrir minna fé. Tals- verður árangur hefur náðst í þessu starfi, þó síst í heilbrigðisþjónustu. Það eru mikil tækifæri fólgin í fyrirhuguðu norrænu nýsköpunar- samstarfi fyrir okkur Íslendinga og við þurfum að búa okkur sem best undir að nýta þau; ekki aðeins í iðn- aði heldur einnig hvarvetna í sam- félagi okkar. Til mikils er að vinna því framtíðarlífskjör okkar og lífs- gæði velta á því að okkur takist að standast alþjóðlega samkeppni, einnig um fólk og fyrirtæki. Mikilvægi nýsköpunar Ég er íslenskur læknir sem býr og starfar í Svíþjóð. Um daginn dreymdi mig dálít- ið furðulegan draum. Hann byrjaði ansi vel. Ég var nefnilega að flytja, ásamt eiginkonu minni og dóttur, til baka til Íslands. Ég var sem von er mjög spenntur fyrir því að missa ekki leng- ur af stúdentsveislum, stór- afmælum og öðrum gæða- stundum í fjölskyldunni og fyrir því að taka þátt í end- urreisn íslensku heilsugæsl- unnar. Þegar heim var komið bretti ég upp ermarnar. Já, já, vissulega sveið dálítið að fólk væri annaðhvort orðið heilbrigt eða dáið þegar það loksins komst að hjá mér, en hey, ég var kominn heim! Svo komu mánaðamót og fyrsta íslenska launaumslagið kom. Þá uppgötvaði ég að launin mín höfðu lækkað um helming frá Svíþjóð1 – og þrátt fyrir það lendi ég í sam- svarandi skattþrepi, borga sömu skattaprósentuna.2 Æ, hugsaði ég, þetta er allt í lagi, nóg hefur sá sér nægja lætur. Að minnsta kosti virt- ust barnabæturnar jafnháar. Svo fattaði ég að íslensku barnabæturn- ar eru greiddar á þriggja mánaða fresti, en ekki mánaðarlega.3 Nú jæja, svo fórum við hjónin að leita að húsnæði. Fundum fallegt hús sem kostaði það sama og húsið okkar í Svíþjóð. Nema við uppgötv- uðum að afborgunin af íslensku hús- næðisláni fyrir sömu upphæð og til jafnlangs tíma er 238 þús. í stað 120 þús. á mánuði.4 Næst fórum við að huga að leik- skóla fyrir heimasætuna. Í Svíþjóð komast börn að á leikskóla 12 mán- aða og ef sótt er um með fjögurra mánaða fyrirvara er sveitarfélagið skyldugt til að útvega pláss. Okkur var vissulega útvegað pláss – á biðl- ista … Þegar hér var komið sögu var draumurinn farinn að breytast í martröð. Það kom sífellt betur í ljós að kerfið sem ég var orðinn hluti af gat ekki veitt ásættanlega heil- brigðisþjónustu. Vinnu- álagið var mun meira en góðu hófi gegndi. Tæki og tól voru gömul og ónýt. Auk þess hafði fjárhagur heim- ilisins hrunið. Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. Íslenskir læknar hafa haft lausa samninga síðan í febrúar. Ríkið bauð 2,8% hækkun launa, sem læknar höfnuðu umsvifalaust. Deil- an er nú komin til Ríkissáttasemj- ara. Ef ekki kemur til verulegra launa- hækkana í komandi kjarasamning- um mun það að starfa sem læknir á Íslandi halda áfram að vera draum- ur, en ekkert meira en það. 1 Ég sem sérnámslæknir í Sví- þjóð fæ 671.200 kr. á mán., sér- fræðingur 1.090.700 kr. Á Íslandi fengi ég 423.532 kr. í núverandi stöðu sem sérnámslæknir á þriðja ári eftir útskrift úr læknadeild, en 686.069 kr. eftir að sérnámi lýkur (allar íslensku tölurnar innihalda umsamda fasta yfirvinnutíma og í tilfelli sérfræðilæknis umsamda launauppbót vegna helgunar við einn vinnustað). 2 Skv. reiknivél á rsk.is fær ung- læknir á Íslandi 302.586 af 423.532 (71,4%) útborgað, en í Svíþjóð eru samsvarandi tölur 469.706 af 671.200 (70%). 3 Skv. reiknivél á rsk.is fengjum við u.þ.b. sömu upphæð á þriggja mán- aða fresti á Íslandi og við fáum mán- aðarlega hér. 4 Skv. reiknivél á arionbanki.is og sömu forsendur og upphæðir not- aðar og í sænska húsnæðisláninu okkar, jafnafborganalán til 30 ára. Ó María, mig langar heim … Mánudagur 1. september – kl. 9.30. Fagur haust- morgunn eftir skarpt áhlaup veðurguðanna deginum áður. Ég ek eftir þjóðvegi 1 um Mela- sveitina á leið minni frá Reykjavík til Hvann- eyrar, nánar tiltekið um svokallaða Skorrholts- og Fiskilækjarmela. Í baksýnisspeglinum sé ég hvar veglegur amerískur jeppi nálgast mig óðfluga. Hann er svartur á lit með gljáandi krómi. Ökumaðurinn virðist vera karlmaður á góðum aldri. Hann hallar sér makindalega til hliðar í sætinu og heldur annarri hendinni upp að eyranu. Hann slær af þegar aðeins nokkr- ar bíllengdir eru milli okkar. Dokar ögn við. Bíður svo ekki boðanna. Snarar bílnum, sem er þeirrar gerðar að hann tekur vel við sér, yfir á vinstri akreinina. Framúraksturinn tekur ekki langan tíma. Ég myndi sjálfsagt ekki muna eftir bílnum, ökumanninum og framúrakstrinum og hefði vafa- laust ekki skrifað þennan pistil, ef þetta væri öll sagan. Fram- úrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðru- vísi, því hann fór fram á blind- hæð. Á stað þar sem útsýni er takmarkað og tími til aðgerða stuttur ef nauðsyn krefur. Því til áréttingar hefur hvít lína verið máluð á yfirborð vegarins – framúrakstur bannaður. Svo ein- falt er það. Hvað kallast það fram- ferði sem ökumaður umrædds jeppa sýnir í þessu tilviki? Heimska? Sinnuleysi? Kjánagangur? Spennufíkn? Tuddagangur? Mikilmennsku- brjálæði? Ábyrgðarleysi? Eigingirni? Skilningsleysi? Vanhæfni? Kæruleysi? Hugs- unarleysi? Ranghugmyndir? Spyr sá sem ekki veit. Ég þykist hins vegar vita að sterkbyggður amerískur lúxusjeppi á 110-120 km hraða á klukkustund er eitt- hvað sem enginn óskar eftir að fá í fangið. Og hvað þá ef ramm- gerður Volvo á rúmlega 90 km hraða fylgir í kjölfarið. Fyrir nokkru las ég pistil, þar sem tínd voru til fáein sérkenni Íslendinga. Gamalkunn stef þar á ferðinni, að einu undanskildu: „Íslendingar líta ekki á umferð- arreglur sem reglur heldur sem góðlátlegar ábendingar.“ Ég staldraði við þetta þá og ég staldra við þetta núna. Er þetta það sem koma skal? Ég hvet alla ökumenn til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda í umferðinni. Þannig stuðlum við að betri umferðar- menningu – öllum til heilla. Fréttnæmur framúrakstur ➜ Svo vaknaði ég og hef ekki fundið fyrir heimþrá síðan. UMFERÐ Páll Jakob Líndal doktor í umhverfi s- sálfræði ➜ Framúrakstur á þjóðvegum telst varla fréttnæmur, svona almennt séð. En þessi framúrakstur var öðruvísi, því hann fór fram á blindhæð. NÝSKÖPUN Svana Helen Björnsdóttir verkfræðingur, stjórnarformaður Stika og fv. for- maður Samtaka iðnaðarins KJARAMÁL Kristófer Sigurðsson sérnámslæknir í heimilislækningum, Svíþjóð ➜ Friður er best tryggður með réttlæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.