Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 76

Fréttablaðið - 20.09.2014, Page 76
KYNNING − AUGLÝSING LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 20144 Við leggjum mikla áherslu á að öll þjónusta okkar sé á persónulegum nótum,“ segja þeir Hermann Jónasson og Svafar Magnússon hjá Kveðju, Út- fararstofu Svafars og Hermanns. Ásamt þeim starfar hjá Kveðju Ingibjörg Halldórsdóttir sem ný- lega gekk til liðs við stofuna. „Fólk hittir okkur í aðdraganda útfararinnar og við sjáum einnig um útförina sjálfa. Fólk getur því gengið að því sem vísu að eiga í samskiptum við sama fólkið í gegnum allt ferlið,“ útskýrir Her- mann. Stofan sjálf er ekki gömul en innan hennar rúmast áratuga reynsla af útfararþjónustu. Svaf- ar vann hjá Útfararstofu kirkju- garðanna í 17 ár en Hermann við útfararþjónustu á Siglufirði í 30 ár. „Þar er nálægðin mikil milli fólks og reynslan hefur sýnt mér að persónuleg þjónusta skiptir fólk miklu,“ segir Svafar. Heiðarleiki og gagnsæi „Hægt er að ná í okkur allan sólar- hringinn. Við komum og sækjum hinn látna þangað sem hann lést, í heimahúsi eða á sjúkrastofnun. Eftir það hefst ferlið í samvinnu við aðstandendur og þá sem fram- kvæma útförina,“ lýsir Hermann og Svafar bætir við að Kveðja sé með aðstöðu til að taka á móti fólki til að ræða málin en þeir komi einnig heim til fólks ef þess sé óskað. „Við leggjum mikla áherslu á að öll atriði séu skýr áður en til at- hafnarinnar kemur og ekkert komi fólki á óvart, til dæmis hvað varðar kostnað. Við viljum vera heiðarleg- ir og gagnsæir,“ árétta þeir. Ýmsir möguleikar í boði Hermann segir Íslendinga halda í hefðirnar þegar kemur að útför ástvina. Hlutirnir séu þó að breyt- ast og hafa til að mynda bálfarir aukist. Ferlið sé það sama nema ekki sé farið í kirkjugarð eftir at- höfn. „Margir halda að það sé skylda að fara í gegnum ákveð- ið staðlað form en það er alls ekki tilfellið. Við leggjum áherslu á að fólk hafi samband við okkur og leiti sér upplýsinga. Við sjáum um hvers konar útfarir og leggjum að- aláherslu á að allir séu samstiga.“ Hermann og Svafar benda einn- ig á að Kveðja bjóði kistur á breiðu verðbili og reynt sé að koma til móts við alla. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.kvedja.is. Traust og persónuleg þjónusta Kveðja, Útfararstofa Svafars & Hermanns, er persónuleg útfararstofa sem byggir á trausti og virðingu. Útfararstjórarnir hafa áratuga reynslu af þjónustu við aðstandendur og sinna skyldum sínum af natni, hlýju, trúnaði og virðingu sem fráfall ástvinar verðskuldar. Hægt er að ná í starfsmenn Kveðju allan sólarhringinn. Svafar, Ingibjörg og Hermann hafa langa reynslu af útfararþjónustu. MYND/ERNIR Það sem ég hef séð í gegn-um starf mitt er að þau börn sem fá að taka virkan þátt í veikindum ástvina, andláti þeirra og jarðarför standa yfirleitt betur þegar frá líður,“ segir Guð- rún Oddsdóttir sálfræðingur. „Það er þeim mjög mikilvægt að fá að kveðja og að þau séu þátttakend- ur í ferlinu.“ Guðrún segir það ríkjandi hegð- un hjá fullorðnu fólki að reyna að koma í veg fyrir að börn upplifi vondar tilfinningar. „Þegar hlífa á börnum við að upplifa jarðar- farir eða að fá að taka þátt í veik- indum og andláti ástvina er verið að klippa börnin út úr eðlilegu samhengi lífs og dauða. Áður fyrr dó fólk bara heima hjá sér og líkið stóð uppi í stofunni, allir voru með í jarðarförinni og börn- in voru hluti af því ferli. Nú ger- ist allt á spítala, í líkhúsi og út- fararstofu og það er jafnvel verið að halda börnunum frá jarðarför. Þannig eru þau aðskilin frá þessu sorgar- og heilunarferli sem það er að kveðja ástvin. Með því að úti- loka þau er verið að senda börnun- um þau skilaboð að þau séu ekki nógu sterk eða að þeirra tilfinn- ingar skipti ekki máli og koma í veg fyrir að þeirra sorgarferli ger- ist á eðlilegan hátt og með stuðn- ingi og þátttöku þeirra nánustu.“ Flest börn vilja taka þátt Það ætti ekki að neyða börn til þess að vera við jarðarfarir en samt sem áður ætti að ganga út frá þátttöku þeirra. „Mér finnst að almennt eigi öll börn að vera við jarðarfar- ir. Svo lengi sem útför er útskýrð fyrir börnum munu þau flest vilja taka þátt í henni. Það þarf þó að undirbúa þau áður og gera það vandlega,“ segir Guðrún. Hún bætir því við að það sé mikil- vægt fyrir þau börn sem ekki taka þátt í útför, hvort sem það er val eða vegna ungs aldurs, að þau fái samt sem áður sína kveðjustund. „Mjög ung börn muna sjaldnast eftir jarðarför en þegar þau vaxa úr grasi er mikilvægt fyrir þau að vita að þau hafi fengið að kveðja á sinn hátt. Það er hægt að fá að hafa stund fyrir þá nánustu fyrir eða eftir kistulagningu, að hafa opna kistu þar sem barnið fær að leggja bangsa, ljósmynd af sér eða teikningu í kistuna. Þetta mættu öll börn eiga kost á að gera, ekki bara ung börn.“ Nauðsynlegt að útskýra allt Áður en börn fara í kistulagningu og útför þarf að útskýra fyrir þeim hvernig þessar athafnir fara fram og á hverju þau geti átt von. „Þau þurfa að fá að vita hvernig þetta verður, að í kistulagningu verði bara þeirra nánustu, að þau muni hitta þann sem er látinn en að lík- ami hans sé hættur að virka, hjart- að hætt að slá og að hann sé kaldur viðkomu. Að það verði mikið grát- ið og að það sé allt í lagi. Þegar farið er í jarðarför þarf líka að fara í gegnum ferlið, að at- höfnin taki tíma, það verði marg- ir og þau eigi að labba á eftir kist- unni og að fólk segi „samhrygg- ist“ og þá sé nóg að segja „takk“ og þá megi þau fara í burtu. Það er oft gott að einhver sem barn- ið þekkir og treystir sé til taks í athöfn eða erfisdrykkju og sinni barninu ef það þarf til dæmis að komast úr aðstæðum en þess nánustu eru uppteknir,” segir Guðrún. Hún nefnir einnig að mikilvægt sé að tala ekki undir rós við börn eða að ljúga að þeim. „Það ætti til dæmis ekki að segja við börn „nú er amma sofnuð“ eða „pabbi er farinn í ferðalag“ þá geta þau orðið hrædd við að gera þessa hluti. Það þarf að segja þeim satt og rétt frá, á þann hátt sem þau skilja og þola miðað við þroska. Ekki er heldur gott að hrósa börnum fyrir að vera „dugleg“ í sambandi við veikindi eða andlát. „Dugleg“-skilaboðin kenna að það megi ekki vera leið- ur og gráta.“ Verst að fá ekki að taka þátt í sorginni Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur segir að almennt eigi að bjóða öllum börnum að fara í útfarir og kveðja þegar einhver nákominn deyr. Það geti verið erfitt fyrir þau að upplifa það seinna að þau hafi verið útilokuð frá ferlinu og séu þá lengur að vinna úr sorginni. Guðrúnu Oddsdóttur sálfræðingi finnst að almennt ættu öll börn að vera við jarðarfarir en að alls ekki eigi að neyða þau til þess. MYND/ERNIR Útfararþjónustur Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.