Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 9

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Hversu hættulegar eru óbeinar reykingar? Vilhjálmur Rafnsson Höfundur er prófessor í heilbrigðisfræði við Háskóla íslands. Umræður um heilsufarshættur af völdum óbeinna reykinga eða með öðrum orðum vegna um- hverfismengunar tóbaksreyks halda áfram. í nýbirt- um leiðara í Lancet er hvatt til þess að Alþjóðlega krabbameinsrannsóknarstofnunin (International Agency for Research on Cancer, IARC) láti taka saman yfirlit og meti krabbameinshættur af umhverf- ismengun tóbaksreyks (1). Ekki koma fram efasemd- ir í leiðaranum um að umhverfismengun tóbaksreyks sé hættuleg heilsu manna. I sama tölublaði Lancets skýra andstæðingar tóbaksreykinga frá því hvernig tóbaksiðnaðurinn gerði átak, og sparaði hvergi til, í því augnarmiði að gera ályktanir í rannsóknarskýrslu IARC um hættur óbeinna reykinga ótrúverðugar (2). Fjölþjóðleg rannsókn sem IARC skipulagði og birt var fyrir tveimur árum sýndi að makar reykinga- manna voru í meiri hættu að fá lungnakrabbamein heldur en þeir sem áttu reyklausan maka og lungna- krabbameinshættan var líka aukin meðal þeirra sem urðu fyrir tóbaksreyk á vinnustað (3). Þessi evrópska rannsókn var hins vegar of fámenn til að geta sýnt fram á tölfræðilega marktækan mun en niðurstöð- urnar komu engu að síður heim við það sem áður hefur birst um hættur vegna umhverfismengunar af völdum tóbaksreyks. Andstæðingar tóbaksreykinga halda því fram að vísindamenn og stjórnvöld verði að gera sér grein fyrir að við lifum í heimi, sem er undir sterkum áhrifum tóbaksiðnaðarins. Tóbaksiðnaður- inn beitir sér af afli til að trufla það að teknar séu rök- réttar ákvarðanir í forvarnarmálum (2). Menn eru hvattir til að kynna sér nánar skrifin í Lancet. En af hverju skyldi umræðan verða svona heit þegar fjallað er um heilsufarshættur af völdum tób- aksmengunar í umhverfinu? Neikvæð heilsufarsáhrif vegna tóbaksmengunar í umhverfinu eru talin stað- reynd í kennslubókum í heilbrigðisfræði. Sumar þeirra voru gefnar út sama árið og umrædd rannsókn IARC birtist (4). Niðurstöðurnar úr rannsókn IARC þurftu ekki að koma til, til þess að sannfæra menn um að óbeinar reykingar leiddu til lungakrabbameins. Sjúkdómar sem stafa af óbeinum reykingum eru margskonar. Hér má telja öndunarfærasjúkdóma barna, einkum smábarna. Att er við alvarlega sjúk- dóma svo sem lungnakvef og lungnabólgu ásamt miðeyrabólgu, ertingu í efri hluta öndunarfæra auk þess sem tóbakreykur vekur astmaköst og leiðir til nýrra astmatilfella hjá börnum. Margar rannsóknir hafa fundið samband milli tóbaksmengunar í um- hverfinu og skyndidauða ungbarna (sudden infant death syndrome). Heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu telja þetta samband orsakasamband. í Bandaríkjun- um hafa alríkisstofnanir ályktað um tengsl óbeinna reykinga og heilsufars. Þær telja að stóran hluti af dauðsföllum vegna lungnakrabbameins meðal þeirra, sem ekki reykja, megi rekja til tóbaksreyksmengunar sem menn hafi orðið fyrir gegn vilja sínum. Það sama á við um hjarta- og æðasjúkdóma. Andstaða banda- rískra heilbrigðisyfirvalda gegn reykingum og höml- ur við reykmengun í Bandaríkjunum hafa verið á undan viðbrögðum Evrópumanna á þessum vett- vangi, sem ef til vill skýrir harkaleg viðbrögð tóbaks- iðnaðarins gegn umræddri rannsókn IARC. Sú þekkingu sem til er í dag staðfestir að óbeinar reykingar eru heilsuspillandi. Þrátt fyrir þetta hafa annað slagið komið fram fullyrðingar um hið gagn- stæða. Þannig er umræðunni haldið áfram og virðist ekki sjá fyrir endann á deilunni. Það er talin snilld í þrætubókarlistinni að afvegaleiða umræðuna þannig að ekki sé lengur deilt um grundvallaratriðin heldur tínd til alls kyns aukaatriði til að drepa málinu á dreif. Erum við ekki einmitt að sjá dæmi um þetta? Þekking okkar á skaðsemi reykinga byggir á far- aldsfræðilegum rannsóknum sem nú eru komnar til ára sinna. Þær gengu til dæmis út á að bera afdrif reykingamanna saman við afdrif þeirra sem ekki reyktu (5,6). Dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúk- dóma og vegna lungnakrabbameins var miklu hærri meðal reykingamannanna. I þessum rannsóknum var ekki tekið tillit til þess að meðal þeirra sem ekki reyktu voru einhverjir sem urðu fyrir mengun vegna tóbaksreyks frá öðrum, sem minnkar muninn þegar reykingamenn eru bornir saman við hina. Tóbaks- reykingar eru því í raun hættulegri heilsunni en þess- ar gömlu rannsóknir gátu sýnt fram á vegna þess að ekki var tekið tillit til áhrifa óbeinna reykinga. Skað- vænleg áhrif óbeinna reykinga voru ekki þekkt á þeim tíma. Getur verið að tóbaksiðnaðurinn sé að reyna að leiða athygli okkar frá þessum óþægilegu staðreyndum með háværri og ósanngjarnri gagnrýni á rannsóknir á óbeinum reykingum? Heimildir 1. Anonymous. Resisting smoke and spin [editorial]. Lancet 2000; 355:1197-8. 2. Ong EK, Glantz SA. Tobacco industry efforts subverting International Agency for Research on Cancer’s second-hand smoke study. Lancet 2000; 355:1253-9. Læknablaðið 2000/86 333
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.