Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR A significant association was found between LOH at the FHIT gene and ductal histological type compared to lobular breast tum- ors. To determine whether the genomic alteration of the FHIT gene leads to Fhit inactivation we have assessed the level of Fhit expression and detected that 28% of lobular tumours showed negative or reduced Fhit expression. A significant association was found between LOH at the FHIT gene and reduced Fhit expres- sion. We conclude that LOH at 16q is the most frequent chromo- some alteration; E-cadherin is a typical tumour suppressor gene in lobular breast cancer and genetic alterations within FHIT gene leading to loss of Fhit proteins may play an important role in carci- nogenesis of a significant number of sporadic lobular breast cancers. E 04 Líffræðileg svipgerð æxla og horfur í brjóstakrabbameini Helga M. Ögmundsdóttir, Kristján Skúli Ásgeirsson, Þórarinn Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi íslands Lifun brjóstakrabbameinssjúklinga á Islandi er góð, fimm árum eftir greiningu eru 79% sjúklinga á lífi og 10 árum eftir greiningu 63%. Eigi að síður hefur sjúkdómurinn mjög hraðan gang í litlum hluta sjúklinganna og hjá öðrum tekur sjúkdómurinn sig upp aftur mörgum árum eftir greiningu. Geta brjóstakrabbameinsæxli þann- ig legið í dvala lengur en flest önnur krabbamein. Ýmis skilmerki hafa verið notuð til að meta vaxtarhraða, þroskastig og dreifingar- hæfni æxlanna svo sem æxlisstærð, tilvist eitlameinvarpa, hvort æxl- ið hefur viðtaka fyrir östrógeni og prógesteróni, hlutfall frumna í S- fasa frumuhrings. Æxli sem ofurtjá vaxtarþáttaviðtakann ErbB (HER2) eða bera stökkbreytingu í æxlisbæligeninu p53 hafa hrað- an sjúkdómsgang. Hér verður sagt frá þremur aðskildum rann- sóknum á líffræðilegri svipgerð brjóstakrabbameinsæxla og tengsl- um við skammtíma- og langtímahorfur. í fyrstu rannsókninni (108 sjúklingar greindir 1990-1994), var sýnt fram á að algjört tap á tján- ingu samloðunarprótínsins E-cadherin tengdist því að sjúkdómur- inn tók sig fljótlega upp aftur hjá eitlaneikvæðum sjúklingum. Mun- urinn var orðinn greinilegur eftir 20 mánuði (hlutfallsleg áhætta: 5,03). Önnur rannsóknin tók til 48 sjúklinga (greindir 1993 og 1994) og var mæld virkni mettallopróteasa (MMP2) hindra þeirra (TIMP). Æxli sem sýndu MMP virkni og þó sérlega þau sem skorti TIMP virkni reyndust frekar taka sig upp aftur á næstu tveimur til þremur árum eftir greiningu (60% miðað 15% með virk TIMP). í þriðju rannsókninni var könnuð tjáning á vefjaflokkasameindum í 187 brjóstakrabbameinsæxlum frá árunum 1981-1984. Hér skáru sig úr, meðal þeirra eitlaneikvæðu, sjúklingar með æxli sem sýndu blendna tjáningu af vefjaflokkasameindum. Þeir höfðu marktækt Iakari sjúkdómsfría lifun en hinir (hlutfallsleg áhætta 3,42), en þessi munur varð ekki mjög greinilegur fyrr en fimm árum eftir grein- ingu. Slík æxli eru ósýnileg bæði fyrir T-eitilfrumum og NK-dráps- frumum. Af þessum rannsóknum má draga þá ályktun að breyting- ar sem hjálpa æxlisfrumunum að losna úr tengslum við nágranna- frumur (tap á E-cadherini) og leiða til aukins niðurbrots á milli- frumuefni (lítil TIMP virkni) stuðli að því að æxlið byrji að vaxa ífarandi og mjög virkar æxlisfrumur láti snemma á sér kræla aftur eftir brottnám frumæxlis. Breytingar sem fela æxlisfrumumar fyrir ónæmiskerfinu leyfa aftur á móti æxlisfrumunum að liggja í friði á mörg ár þar til einhverjar frekari breytingar leiða til þess að þær fara að skipta sér hraðar. E 05 Sértæk áhrif brjóstagjafar og barneigna á brjóstakrabbameinsáhættu hjá ungum konum Laufey Tryggvadóttir’, Hrafn Tulinius1, Trausti Sigurvinsson1, Jórunn E. Eyfjörð2 Frá 'krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 2rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði. Krabbameinsfélagi Islands Nýlegar rannsóknir benda til þess að samband fæðingarsögulegra áhættuþátta og brjóstakrabbameins sé breytilegt eftir því á hvaða aldri konan greinist með sjúkdóminn. Þetta á meðal annars við um aldur við fæðingu fyrsta barns, barnafjölda og brjóstagjöf. Rann- sóknir á sértækum áhrifum áhættuþátta meðal ungra kvenna eru mikilvægar fyrir konur sem eru í aukinni áhættu á að greinast ungar með brjóstakrabbamein, svo sem arfbera BRCA stökkbreytinga. Við athuguðum áhrif barneigna og brjóstagjafar hjá konum sem höfðu svarað heilsusöguspurningum í leitarstöð Krabbameinsfé- lags Islands. Ur hópi 80.000 kvenna höfðu 1120 greinst með brjóstakrabbamein á aldrinum 26 til 90 ára, eftir að hafa svarað spurningunum. Fyrir hvert tilfelli voru valin 10 viðmið, pöruð á fæðingarár og ár svars í leitarstöðinni. I útreikningum var leiðrétt fyrir áhrifum annarra áhættuþátta. Barnsfæðingar voru ekki vernd- andi hjá konum sem greindust undir fertugu og ef fyrsta barn fædd- ist eftir 29 ára aldur var hlutfallsleg áhætta í þeim hópi 7,06 (95% öryggisbil: 2,16 til 23,02) miðað við barnlausar konur. Þessarar áhættuaukningar varð ekki vart hjá konum sem greindust 40 ára og eldri. Áhætta lækkaði með aukinni tímalengd brjóstagjafar. Þau áhrif voru sterkust hjá konum sem greindust yngri en 40 ára (hlut- fallsleg áhætta var 0,73 (95% öryggisbil: 0,56 til til 0,95). Einnig komu fram verndandi áhrif á öllum aldri af því að hafa einvern tím- ann haft barn á brjósti, óháð tímalengd. Niðurstöðurnar benda til þess að áhrif barneigna séu önnur hjá konum sem greinast undir fertugu en þeim sem greinast eldri. Þær benda einnig til verndandi áhrifa brjóstagjafar og að tengsl við tímalengd brjóstagjafar séu sterkust hjá konum sem greinast yngri en 40 ára. E 06 Hepatocellular carcinoma á íslandi 1984-1998 Brynja Ragnarsdóttir1, Sigurður Ólafsson2, Jón Gunnlaugur Jónasson3 Frá ‘læknadeild HÍ, 2Sjúkrahúsi Reykjavíkur, ’Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Inngangur: Hepatocellular carcinoma (HCC) er eitt algengasta krabbameinið í heiminum. Nýgengi HCC er mjög mismunandi og skýrist það fyrst og fremst af mismunandi tíðni aðaláhættuþátta þess sem eru lifrarbólga B og C, skorpulifur og aflatoxín Bi. í Norð- ur-Evrópu þar sem nýgengið er lágt (um 5/100.000) hafa um 70% sjúklinga skorpulifur. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að athuga nýgengi hepatocellular carcinoma á Islandi og skoða áhættuþætti. Efniviður og aðferðir: Leitað var í tölvuskrám Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, meinafræðideild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands að öllum þeim sem greindust með illkynja æxli upprunnin í lifur á tímabilinu 1984- 1998. Þeir sem greindust með HCC voru með í rannsókninni. Ef vafi lék á greiningunni voru vefjasýnin yfirfarin. Upplýsingar voru unnar úr vefjagreiningarsvörum, krufningarskýrslum og sjúkra- skrám sjúkrahúsa. Læknablaðið 2000/86 351
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.