Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 50

Læknablaðið - 15.05.2000, Page 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ENDURHÆFING Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð Atvinnuleg endurhæfing Hjördís Jónsdóttir Inngangur Starfsemi vinnuheimilisins að Reykjalundi hófst árið 1945. Margir berklasjúklingar stigu hér sín fyrstu skref út í atvinnulífið eftir margra ára dvöl á berkla- hælum. Fyrstu 15 árin dvöldu á Reykjalundi ein- göngu berklasjúklingar. Um 1960 var ekki lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarstofnun. staðar og utan. Lögð verður áhersla á vinnuaðlögun þar sem gerð verður athugun á hvort hægt sé að breyta vinnuumhverfi, vinnutíma og/eða vinnuferli. Skjólstæðingar fá aðstoð við að skoða vinnumarkað- inn með tilliti til þarfa hvers og eins og hjálp við at- vinnuumsóknir. Lögð verður áhersla á þætti eins og bætta líkamsvitund, réttar vinnustellingar svo og styrktar- og úthaldsþjálfun. Einstaklingurinn fær til- sögn í slökun og streitustjórnun. Atvinnuleg endurhæfing Framtíðarhlutverk Reykjalundar Heimildir 1. SÍBS bókin. Reykjavík: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga; 1988. 2. Tillögur Félags íslenskra endurhæfingarlækna um stefnumörkun í endurhæf- ingu; aprfl 1999. 3. Skýrsla þverfaglegs vinnu- hóps um stefnumörkun í endurhæfingu; desember 1999. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og ein- kenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 5. Ymsar skriflegar og munn- legar upplýsingar um starf- semi Reykjalundar frá fag- fólki staðarins. 6. Individen i centrum? En diskussionspromemoria om den framtida svenska ar- betslivsinrigtade rehabili- teringen. Utredningen om den arbetslivsinrigtade re- habiliteringen. Stockholm: Regeringskansliet; 1999: S:08. Höfundur er lækningaforstjóri á Reykjalundi. Á þessum árunum voru verkefnin mörg sem taka þurfti á. Með tímanum varð atvinnuleg endurhæfing sífellt minni þáttur í starfseminni. Þörfin fyrir slíka endurhæfingu hvarf þó ekki en í dag eru það aðrir sjúklingahópar en berklasjúklingar sem þurfa á at- vinnulegri endurhæfingu að halda. Fjöldi ungra ör- yrkja í landinu er meiri hér en á hinum Norðurlönd- unum. Samkvæmt úttekt Tryggingastofnunar ríkisins eru 4,2% þjóðarinnar á aldrinum 16-66 ára metnir til meira en 75% örorku. Algengustu fyrstu sjúkdóms- greiningar eru stoðkerfisvandamál og geðræn vanda- mál. Með góðri endurhæfingu og stuðningi gæti hluti þessa hóps orðið vinnufær. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að grípa snemma til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir ótímabæra örorku. Nýlega voru sett lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þessi lög gera Tryggingastofnun ríkisins kleift að gera þjónustusamninga við viðeig- andi stofnanir um sértæk endurhæfingarúrræði áður en til örorkumats kemur. í byrjun árs 2000 var undirritaður þjónustusamningur milli Trygginga- stofnunar og Reykjalundar. í samningnum er kveðið á um að á Reykjalundi séu á hverjum tíma sex ein- staklingar sem vísað er til meðferðar beint af læknum Tryggingastofnunar. Þessi þjónustusamningur við Tryggingastofnun er fyrsta skref Reykjalundar í þá átt að efla að nýju vægi atvinnulegrar endurhæfingar í starfsemi stofnunarinnar. Svið atvinnulegrar endur- hæfingar hefur verið sett á laggirnar og ráðinn hefur verið yfirlæknir þess. Lögð verður áhersla á að greina hæfni og styrkleika hvers skjólstæðings og að greina þær aðstæður sem hann býr við atvinnulega séð. Skjólstæðingurinn verður virkur í markmiðssetning- unni sem miðast við langanir hans og getu. Bæði er um að ræða einstaklingsbundna meðferð og hóp- meðferð. Megináherslan í endurhæfingunni verður á vinnueflingu. Vinnuþol verður aukið með fræðslu og æfingum svo og vinnuprófun við ýmis verk innan Skipulag endurhæfingarstarfsemi á íslandi hefur ver- ið í deiglunni hjá heilbrigðisyfirvöldum síðustu miss- erin. Mikil umræða hefur einnig átt sér stað hjá fag- fólki sem vinnur við endurhæfingu. í apríl 1999 birtu endurhæfingarlæknar tillögur sínar um stefnumörk- un í endurhæfingu á íslandi og þverfaglegur vinnu- hópur fagfólks í endurhæfingu birti niðurstöður vinnu sinnar um stefnumótun í endurhæfingu í des- ember 1999. Mikil samstaða er hjá fagfólki í endur- hæfingu um stefnumótunina og eru niðurstöður þess- ara tveggja vinnuhópa samstíga. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stefnir að gerð þjónustusamnings við öll sjúkrahús í landinu. Samningaviðræður eru hafnar milli Reykjalundar og ráðuneytisins um gerð slíks samnings. Samningurinn þarf að gera stjómendum Reykjalundar kleift að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum skipulagsbreyt- ingum, sem ekki er hægt koma við í dag, vegna þess greiðslufyrirkomulags sem stofnunin býr við. Koma þarf á fót göngudeild, dagdeildum og fimm daga deildum og efla faglega þjónustu. Á þverfaglegri göngudeild færi fram eftirfylgd og stuðningsmeðferð. Slík þjónusta ætti að leiða til betri meðferðarheldni og fækka endurinnlögnum á sjúkrahús. Forskoðanir færu þar einnig fram. Með þeim er betur hægt að meta þörf fyrir endurhæfingu og leggja upp mark- vissa endurhæfingaráætlun. Góð meðferðaráætlun leiðir til styttri heildarlegutíma og betri nýtingar á legurýmum. Heimasíða Þann fyrsta mars var opnuð heimasíða Reykjalundar (reykjalundur.is). Þar er meðal annars hægt að nálg- ast upplýsingar um hina fjölbreyttu starfsemi stofn- unarinnar auk þess sem þar er hægt að nálgast nýtt beiðnaform fyrir innlögn. Þar eru einnig tenglar inn á skýrslu endurhæfingarlækna og skýrslu þverfaglegs vinnuhóps. 370 Læknablaðið 2000/86 \

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.