Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 22
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARLÆKNINGAR Tafla I. Yfirlit yfir þátttakendur. Fjöldi Aldur ± SD Konur % MMSE meöaltal Fjöldi þunglyndra Sjúklingar á öldrunardeild 5 77,8 í 5,5 60 26 0 Ferlisjúklingar á öldrunardeild 18 78,5 ±6,6 78 26 3 Sjúklingar á geðdeild 8 74,5 ± 4,9 63 25 8 Aldraðir úti í þjóöfélaginu 39 73,1 ±4,6 56 28 2 Alls 70 75,0 ± 5,7 60 27 13 SD = staöalfrávik; MMSE = Mini Mental State Examination Mynd 2. Grunnur að vali viðmiðunargildis fyrir þunglyndi. Mynd 3. Grunnur að vali viðmiðunargildis fyrir þunglyndi (stutta útgáfa GDS). niðurstöður eins þátttakanda voru ekki hafðar með í útreikningum, vegna þess að hann hafði sleppt að svara fimm af 30 spurningum á listanum. I heild slepptu 14 einstaklingar að svara alls 23 spurningum. Svör þeirra sem slepptu úr þremur spurningum eða færri voru með í útreikningum og var þá sett inn meðaltal svara við viðkomandi spurningu. Hærra hlutfall þunglyndra sleppti spurningum (31%) en þeirra sem ekki voru þunglyndir (14%). Engri einni spurningu var sleppt framar annarri. Varðandi sam- setningu úrtaks vísast í töflu I. Við staðfærsluna var einstaklingurinn beðinn að krossa við viðeigandi svör á GDS spurningablaðinu. Á blaðinu er einstaklingurinn beðinn að fylla út miðað við líðan sína síðustu vikuna. Viðtal var tekið sama dag og spurningalistanum var svarað. I viðtal- inu var spyrjanda (MV) ókunnugt um niðurstöðu úr spurningalistanum. Ef einstaklingurinn gat ekki svar- að GDS listanum vegna sjón- eða hreyfiskerðingar var annar aðili fenginn til aðstoðar og las hann þá spurningarnar fyrir viðkomandi og merkti við. I þremur tilvika var GDS spurningalistinn lagður fyrir eftir viðtalið af MV. í um það bil klukkustundarlöngu viðtali var beðið um upplýsingar varðandi ýmis almenn atriði svo sem aldur, fyrri störf og fjölskyldustærð. MMSE (Mini Mental State Examination) próf var lagt fyrir í byrjun viðtals, en einstaklingar sem fengu innan við 23/30 á MMSE voru ekki taldir hæfir í rannsóknina. Mark- gildið 23 á MMSE var valið samkvæmt rannsókn sem gerð var 1986 (11) sem sýndi að viðmiðunargildið 24 (12) ætti ekki við á íslenskri þýðingu MMSE heldur 23 hjá öldruðum (13). Við rannsóknina var notaður þunglyndishluti CIDI-a geðgreiningarviðtals sem gef- ur greiningu samkvæmt ICD 10 (International Statis- tical Classification of Diseases and Related Health Problems, lOth revision), og DSM III (Diagnostic and statistical manual of mental disorders, 3. útgáfa). Um er að ræða beinar spurningar sem lagðar eru fyrir af spyrli. Um 30 mínútur tekur að leggja þann hluta fyrir. Öll viðtölin voru tekin af einum greinarhöfunda (MV), sem lagði auk þess klínískt mat á þunglyndi einstaklinganna. Fullt samræmi var á milli CIDI-a greininga og klínísks mats. Hluti sjúklinganna var á geðdeild og voru sérfræðigreiningar til staðar þar. Hjá einum sjúklingi var einungis stuðst við greiningu sérfræðings á geðdeild, auk klínísks mats í viðtali, en ekki gert CIDI-a, því einstaklingurinn treysti sér ekki í iangt viðtal. Fengið voru tilskilin leyfi hjá siðanefnd Land- spítalans, siðanefnd Sjúkrahúss Reykjavíkur og tölvunefnd. Við staðtölulega úrvinnslu gagna var gerð atriða- greining, þar sem reiknaður var Cronbachs alfa stuðull og fylgnistuðlar (item total statistic). Við útreikninga á viðmiðunargildi (cutoff) til að greina á milli þung- lyndra og ekki þunglyndra var fyrir hvert gildi reiknað kappa, næmi, sértæki og jákvætt forspárgildi. Það við- miðunargildi sem gaf bestu niðurstöðurnar á þessum breytum var valið sem viðmiðunargildi fyrir þunglyndi. Niðurstöður Niðurstaða úr viðtali og spurningalista gáfu sambæri- legar niðurstöður með tilliti til þunglyndis (mynd 2). Viðmiðunargildi til mats á því hvenær þunglyndi sé til staðar var valið 13/14 vegna hagstæðra gilda á næmi, sértæki, jákvæðu forspárgildi og kappa. Fyrir stutta form GDS fékkst einnig gott samræmi við niðurstöð- ur úr viðtali (mynd 3) og er gildi á sömu breytum fyrir X 346 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.