Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR
með litningamálun (multicolor FISH) eru mjög fýsilegar fyrir
greiningar á flóknum litningabreytingum í krabbameinsfrumum.
V 09 Meinvörp í lifur, könnun á staðsetningu frumæxlis
Anna Margrét Halldórsdóttir’, Bjarni A. Agnarsson1, Kristín Bjarnadóttir2,
Hrafn Tulinius!, Jón Gunnlaugur Jónasson'
Frá 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, 2Krabbameinsfélagi íslands
Inngangur: Til Rannsóknastofu HI í meinafræði berst árlega nokk-
uð af sýnum frá meinvörpum í lifur, þar sem óskað er aðstoðar
meinafræðinga við að finna hugsanlegan upprunastað æxlis. í þess-
ari rannsókn eru teknar saman upplýsingar um staðsetningu frum-
æxlis og vefjagerð fyrir lifrarmeinvörp af óþekktum uppruna yfir 10
ára tímabil.
Efniviður og aðferðir: Leitað var í skrám Rannsóknastofunnar að
öllum skráðum nálarsýnum frá meinvörpum í lifur frá árunum
1987-1996. Utilokuð voru þau tilfelli þar sem fram kom að frum-
æxlið væri þekkt eða vísbending um upprunastað lá fyrir. Könnuð
var niðurstaða vefjagreiningar í gögnum Rannsóknastofunnar. Far-
ið var í skrár Krabbameinsfélags íslands og leitað að upplýsingum
um endanlega vefjagreiningu og staðsetningu frumæxlis.
Niðurstöður: Alls fundust 176 nálarsýni frá lifrarmeinvörpum árin
1987-1996. Undanskilin frá þessari rannsókn voru 92 tilfelli þar
sem frumæxli var þekkt eða sterkur grunur til staðar. Af þeim 84
sem þá voru eftir, gaf skrá Krabbameinsfélagsins upplýsingar um
upprunastað í 55 tilvikum. Algengustu upprunastaðir meinvarp-
anna voru þrír; bris (15), lunga (13) og ristill/rectum (12). Sjaldgæf-
ari voru gallblaðra (fimm), magi (þrír), smáþarmar (tveir) og brjóst
(tveir). Tvisvar reyndist vera um frumæxli í lifur að ræða, en ekki
meinvarp. Helstu vefjagerðir þessara 55 æxla voru eftirfarandi: 31
kirtlakrabbamein (adenocarcinoma), sjö smáfrumukrabbamein,
fimm carcinoid æxli, fjögur carcinoma NOS og þrjú flöguþekju-
krabbamein.
Ályktanir: í 2/3 tilfella kom upprunastaður að lokum í ljós fyrir
lifrarmeinvörp af óþekktum uppruna. Algengustu staðirnir voru
bris, lungu og ristill. Kirtlakrabbamein var vefjagreiningin í rúmum
helmingi tilfella.
V 10 Tjáning BRCA2 999del5 genaafurðarinnar
Evgenía K. Mikaelsdóttir, Hrafnhildur Óttarsdóttir, Helga M. Ögmundsdóttir,
Jórunn E. Eyfjörð, Sigríður Valgeirsdóttir, Þórunn Rafnar
Frá Krabbameinsfélagi íslands
Hér á landi hefur fundist ein kímlínubreyting í BRCA2 æxlisbæli-
geni sem tengist ættlægri áhættu á brjóstakrabbameini (BRCA2
999del5). Starfsemi BRCA2 af villigerð hefur verið könnuð tölu-
vert undanfarin ár en lítið er vitað um tjáningu og starfræn áhrif
BRCA2 999del5. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga
hvort þessi stökkbreytta afurð er tjáð yfirhöfuð í einstaklingum arf-
blendnum um BRCA2 999del5. í þessu skyni voru ræktaðar band-
vefsfrumur úr arfberum, RNA einangrað úr ræktunum, öfugumrit-
að í cDNA og tjáningin könnuð með PCR mögnun þar sem notaðir
voru PCR vísar sértækir fyrir BRCA2 999del5 auk PCR vísa fyrir
villigerðar BRCA2 (viðmið). BRCA2 999del5 mRNA var tjáð í
arfblendnum bandvefsfrumum þó í minna mæli en BRCA2 af villi-
gerð sem gæti bent til þess að stökkbreytta mRNAið sé óstöðugra
en villigerðin. Við höfum kannað ýmis mótefni bæði gegn N- og C-
enda BRCA2 prótínafurðanna og munum næst athuga hvort tján-
ing prótínanna breytist eftir ástandi frumnanna.
V 11 Hvað hindrar konur í að mæta í brjóstamyndatöku?
Guðrún Árnadóttir', Friðrik H. Jónsson1, Valgerður Sigurðardóttir2,
Dana Bovbjerg3, Heiðdís B. Valdimarsdóttir1
Frá 'félagsvísindadeild HÍ, 2líknardeild Ríkisspítalanna, ’Mount Sinai School of
Medicine, New York
Tilgangur: Brjóstakrabbamein, ásamt lungnakrabbameini, er lang-
algengasta dánarorsök íslenskra kvenna á miðjum aldri. Þrátt fyrir
alþjóðlegan árangur reglubundinnar brjóstamyndatöku við að
finna bijóstakrabbamein á for- eða byrjunarstigi, þegar mestar lík-
ur eru á lækningu, mæta íslenskar konur ekki nægilega vel í mynda-
töku. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða þættir hvetja
eða letja konur til að mæta í bijóstamyndatöku.
Efniviður og aðferðin Konur á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 40-69
ára, sem ekki höfðu greinst með bijóstakrabbamein, voru valdar af
handahófi (n=1000) og þeim sendur spurningalisti í pósti. Þátttak-
endur (n=615) fengu spurningalista um lýðfræðilegar breytur,
þekkingu á brjóstamyndatöku, mögulega hvetjandi þætti (til dæmis
hvatningu frá lækni) og hindranir (til dæmis ótta við geislun) sem
tengdust mætingu, ásamt aðlögunarstigum að mætingu í brjósta-
myndatöku (foríhugun, íhugun, framkvæmd, viðhald).
Niðurstöður: Konur sem ekki ætluðu að mæta í bijóstamyndatöku
og þær sem mætt höfðu óreglulega en ætluðu að mæta voru hrædd-
ari við geislun og sársauka frá myndatökuvél og voru óánægðari
með þjónustu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Konur sem
höfðu fengið hvatningu frá einkalækni og vitneskju um æskilega
mætingartíðni voru líklegri til að mæta í bijóstamyndatöku.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að læknar
gegni mikilvægu hlutverki í að hvetja konur til að mæta í bijósta-
myndatöku. Með því að upplýsa konur um gildi myndatökunnar og
að ræða við þær um áhyggjur þeirra af geislun og sársauka geta þeir
líklega aukið þátttöku. Þá virðist þjónusta á leitarstöð einnig hafa
áhrif á það hvort konur halda áfram að mæta í myndatöku.
V 12 Viðhorf íslenskra kvenna til erfðaprófa á
brjóstakrabbameini
Guðrún Árnadóttir1, Valgerður Sigurðardóttir2, Friðrik H. Jónsson1,
Heiðdís B. Valdimarsdóttir3
Frá 'félagsvisindadeild HÍ, 'líknardeild Ríkisspítalanna, 3Mount Sinai School of
Medicine, New York
Hlgangur: Með nýlegri einangrun BRCAl og BRCA2 gena er
hægt að prófa arfbera í fjölskyldum með brjósta- eða eggjastokka-
krabbamein. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhuga ís-
lenskra kvenna á erfðaprófi á bijóstakrabbameini og hvaða þættir
tengjast þeim áhuga.
Efniviður og aðferöin Konur á Stór-Reykjavíkursvæðinu, 40-69
ára, sem ekki höfðu greinst með brjóstakrabbamein (n=1000) voru
valdar af handahófi og þeim sendur spumingalisti í pósti. Þátttak-
endur (n=534 konur, þar af 197 sem áttu einn eða fleiri ættingja í
fyrsta ættlið sem fengið höfðu bijóstakrabbamein) fengu spum-
ingalista um lýðfræðilegar breytur, áhuga á að mæta í erfðapróf,
mat á líkum á að vera með bijóstakrabbameinsgen, mögulega
hvetjandi þætti (til dæmis léttir að vita vissu sína) og hindranir (til
dæmis áhyggjur af persónuvernd), ótta við brjóstakrabbamein
Læknablaðið 2000/86 359