Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / BARNAGEÐLÆKNINGAR að stór hluti barnanna var á lyfjameðferð við komu sem kann að skýra mismuninn að hluta. Námserfiðleikar komu fram hjá stórum hluta barnanna. Sértæk greining með tilliti til ICD-10 greiningarkerfisins var þó ekki gerð. í rannsókn okkar fengu 20% barnanna fleiri en eitt lyf sam- tímis. Ekki er óalgengt að gefa þurfi fleiri en eitt lyf samtímis í meðferð við ofvirkni en það getur skýrst af háu hlutfalli fylgiraskana. I fyrrnefndri rannsókn Zarin og félaga fengu 49% barnanna fleiri en eitt lyf samtímis (27). Tæplega 30% barnanna, sem vísað var til mót- tökunnar, greindust ekki með ofvirkniröskun. Hegðunar- og tilfinningaraskanir voru algengustu greiningarnar í þessum hópi auk þess sem 9% fengu enga greiningu. Athyglisvert er að skoða lyfjaval hjá þessum hópi sem ekki greindist með ofvirkniröskun sem virðist að flestu leyti sambæri- legt ofvirka hópnum. Líklegasta ástæðan er að þessi börn hafi umtalsverð ofvirknieinkenni, enda þótt þau uppfylli ekki að fullu greiningarskil- merki. Rannsóknir hafa sýnt að lyfjagjöf getur einnig gagnast þessum hópi barna (43). Þess ber að geta að ofvirkniröskun eða hyperkinetic dis- order í ICD-10 greiningarkerfinu (44) er mun af- markaðri greining en athyglibrestur með ofvirkni (ADHD) samkvæmt bandaríska greiningarkerf- inu DSM-IV (17). Athyglibrestur og hreyfiof- virkni verða bæði að vera til staðar í ofvirknirösk- un en í athyglibresti með ofvirkni (ADHD) eru auk þess undirflokkar hvors um sig. Þetta leiðir til minna algengis ofvirkniröskunar samanborið við athyglibrest með ofvirkni (ADHD). Hluti þess hóps sem ekki greindist með ofvirkniröskun er því líklegur til að greinast með athyglibrest eða of- virkni samkvæmt DSM-IV. I rannsóknarhópnum var lyfjameðferð hafin allt frá fjögurra ára aldri. Fyrir þann aldur hafa rannsóknir á gjöf örvandi lyfja bent til minni virkni ásamt auknu næmi fyrir aukaverkunum (45). f tvíblindri rannsókn Musten og félaga þar sem börn milli fjögurra og sex ára fengu metýl- fenýdat eða lyfleysu voru áhrif lyfjagjafar ótvíræð en aukaverkanir áberandi, sérstaklega í stærri skömmtum (46). í rannsóknarhópnum var algeng- ast að lyfjameðferð hæfist við átta ára aldur. Af yfirliti yfir ráðlögð meðferðarúrræði má ráða að í öllum tilvikum þar sem barn fær grein- ingu er ráðlögð einhvers konar sálfélagsleg íhlut- un. Þetta er í samræmi við ráðlögð vinnubrögð bandarísku barnageðlæknasamtakanna (14). Niðurstöður rannsóknar okkar eru ýmsum ann- mörkum háðar, séíítaklega þar sem um aftur- skyggna rannsókn er að ræða. Ekki er því víst að þessi hópur endurspegli fullkomlega þá þróun sem er að gerast á íslandi varðandi lyfjaávísanir til barna með ofvirkniröskun. Ennfremur er hér um að ræða afmarkaðan hóp barna sem vísað er til of- virknigreiningar á BUGL. Næstu skref eru að kanna algengi ofvirkniröskunar hjá vissum aldurs- hópum og fylgja þeim hópi eftir og hafa þannig betri möguleika á að athuga gildi meðferðar við ís- lenskar aðstæður. Það er hins vegar ljóst út frá rannsóknum á algengi ofvirknieinkenna sem þeg- ar liggja fyrir (21) að nauðsynlegt er að efla þekk- ingu á ofvirkni og fylgiröskunum sem og að efla úrræði heilbrigðisþjónustunnar. Heimildir 1. Swanson JM, Sergeant JA, Taylor E, Sonuga-Barke EJ, Jensen PS, Cantwell DP. Attention-deficit hyperactivity disorder and hyperkinetic disorder. Lancet 1998; 351: 429-33. 2. Barkley RA. Primary symtoms, diagnostic criteria, prevalence and gender differences. In: Barkley RA, ed. Attention Deficit/ Hyperactivity disorder. A handbook for diagnosis and treat- ment. Second edition. New York: Guilford; 1998: 56-96. 3. Szatmari P, Offord DR, Boyle MH. Ontario child health study: prevalence of attention deficit disorder with hyperactivity. J Child Psychol Psychiatry 1989; 30: 219-30. 4. Bird HR, Gould MS, Staghezza BM. Patterns of diagnostic co- morbidity in a community sample of children aged 9 through 16 years. J Am Acad Child Adolesc Psychiatry 1993; 32: 361-8. 5. Safer DJ, Zito JM, Fine EM. Increased methylphenidate usage for attention deficit disorder in the 1990s. Pediatrics 1996; 98: 1084-8. 6. American Academy of Pediatric Committee on Drugs. Unap- proved uses of approved drugs: the physican, the package in- sert, and the Food and Drug Adminisration: subject review. Pediatrics 1996; 98:143-5. 7. Overmeyer S, Taylor E, Blanz B, Schmidt MH. Psychosocial adversities underestimated in hyperkinetic children. J Child Psychol Psychiatry 1999; 40: 259-63. 8. Gillberg C, Melander H, von Knorring AL, Janols LO, Thern- lund G, Hagglof B, et al. Long-term stimulant treatment of children with attention-deficit hyperactivity disorder symp- toms. A randomized, double-blind, placebo-controlled trial. Arch Gen Psychiatry 1997; 54: 857-64. 9. The MTA cooperative group. A 14-month randomized clinical trial of treatment strategies for attention-deficit/hyperactivity disorder. Multimodal treatment study of children with adhd. Arch Gen Psychiatry 1999; 56:1097-9. 10. Biederman J. Attention-deficit/hyperactivity disorder: a life- span perspective. J Clin Psychiatry 1998; 59/Suppl. 7:4-16. 11. Findling RL, Dogin JW. Psychopharmacology of adhd: child- ren and adolescents. J Clin Psychiatry 1998; 59/Suppl. 7:42-9. 12. Sunohara GA, Malone MA, Rovet J, Humphries T, Roberts W, Taylor MJ. Effect of methylphenidate on attention in children with attention deficit hyperactivity disorder (adhd): Erp evidence. Neuropsychopharmacology 1999; 21:218-28. 13. Buitelaar JK, Van der Gaag RJ, Swaab-Barneveld H, Kuiper M. Prediction of clinical response to methylphenidate in children with attention-deficit hyperactivity disorder. J Am Acad Child Adolesc Psychiatry 1995; 34:1025-32. 14. Dulcan M. Practice parameters for the assessment and treat- ment of children, adolescents, and adults with attention-de- fícit/hyperactivity disorder. American academy of child and adolescent psychiatry. J Am Acad Child Adolesc Psychiatry 1997; 36:85S-121S. 15. Pelham Jr WE, Wheeler T, Chronis A. Empirically supported psychosocial treatments for attention deficit hyperactivity disorder. J Clin Child Psychol 1998; 27:190-205. 16. Anastopoulos AD, Shelton TL, DuPaul GJ, Guevremont DC. Parent training for attention-deficit hyperactivity disorder: its impact on parent functioning. J Abnorm Child Psychol 1993; 21:581-96. 17. American Psychiatric Association. Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders 4th edition. Washington, DC: American Psychiatric Association; 1994. 18. Barkley, RA. Defiant children. A clinician's manual for assess- ment and parent training. New York: Guilford Press; 1997. 19. World Health Organization. The International Classification of Disease, lOth revision. Geneva: WHO; 1994. 20. DuPaul GJ, Power TJ, Anastopolous AD, Reid R. ADHD Rating Scale-IV. Checklists, norms and clinical interpretation. New York: Guilford Press; 1998. 21. Magnússon P, Smári J, Þrándardóttir H. Attention-Deficit/ Læknablaðið 2000/86 341
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.