Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR in dreifðari upp í efri lög. Litun á p53 prótíni sagði ekki fyrir um ill- kynja umbreytingu né heldur um lífshorfur sjúklinga með flögu- þekjukrabbamein. Stökkbreytingagreining var gerð á örsýnum þar sem teknar voru annað hvort illkynja frumur eða, ef um lichen planus eða flöguþekjuþykknun var að ræða, svæði með sterka p53 tjáningu. Vegna smæðar sýnanna er greiningin ekki alltaf afger- andi, en af 54 krabbameinssýnum reyndust 11 örugglega og þrjú í viðbót líklega stökkbreytt (20-26%), 16 þessara sjúklinga höfðu látist og var hlutfall stökkbreyttra sýna frá þeim heldur hærra (25- 44%). Af 18 sýnum úr flöguþekjuþykknun var hlutfallið 17-27% og úr 27 sýnum af lichen planus var hlutfallið 30-44%. Ekkert sam- band reyndist vera milli p53 prótínlitunar og stökkbreytingar. Þrennt er athyglisvert við þessar niðurstöður: há tíðni p53 prótín- tjáningar og p53 stökkbreytinga í munnslímhúð án illkynja breyt- inga og skortur á sambandi milli stökkbreytinga og prótíntjáningar. Þetta tengist sennilega miklu áreiti á þessu svæði líkamans en segir líklega ekki fyrir um illkynja breytingu. VEGGSPJÖLD V 01 Leit að erfðaþáttum sem hafa áhrif til krabbameinsmyndunar í blöðruháiskirtli Jón Þór Bergþórsson’, Guðrún Jóhannesdóttir', Aðalgeir Arason', Bjarni A. Agnarsson', Kristrún R. Benediktsdóttir', Joan Bailey-Wilson2, Jeff Smith2, Elizabeth Gillanders2, Agnes Beffou-Bonnie2,1. Amundsen2, Jeff Trent2, Rósa Björk Barkardóttir' Frá 'Rannsóknastofu HI í meinafræði, 2erfðafræðistofnun Heilbrigðisstofnunar Bandaríkjanna (NHGRI, NIH) Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til að í 5-10% tilfella sé krabbamein í blöðruhálskirtli tilkomið öðru fremur vegna áhrifa erfðaþátta. Niðurstöður skimunar á erfðamengi norður-amerískra, sænskra og franskra fjölskyldna með hækkaða tíðni sjúkdómsins gefur vísbendingar um að áhrifaþætti sé meðal annars að finna á litningasvæðum Iq24-q25, Iq44.2-q43 og Xq27-q28. Einnig er hækkuð tíðni krabbameins í blöðruhálskirtli hjá einstaka brjósta- krabbameinsfjölskyldum sem bera kímlínubreytingu í brjósta- krabbameinsgeninu BRCA2 sem er staðsett á litningi 13ql2-ql3. Við höfum kannað tengsl milli erfðabreytileika á þessum fjórum litningasvæðum og blöðruhálskirtilskrabbameins í 114 íslenskum fjölskyldum með hækkaða tíðni meinsins. Niðurstöður rannsókna okkar benda til að í meirihluta íslenskra fjölskyldna sé skýringar- innar á hækkaðri tíðni sjúkdómsins að leita á öðrum litningasvæð- um en þessum fjórum. V 02 Samskipti BRCA2 við önnur prótín Hilmar Viðarsson, Evgenia Mikaelsdóttir, Jórunn Eyfjörö, Helga Ögmundsdóttir, Þórunn Rafnar, Sigríður Valgeirsdóttir Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræöi, Krabbameinsfélagi íslands Hlutverk BRCA2 prótínsins er ekki að fullu þekkt. Prótínið er óvenju stórt; um það bil 400 kDa og staðsett í kjarna. Sýnt hefur verið fram á að BRCA2 myndar flóka með RAD51 sem er mikil- vægur þátttakandi í endurröðun og viðgerð á tvíþátta DNA brot- um. Litningabrenglanir einkenna brjóstakrabbameinsfrumur úr BRCA999del5 arfberum sem bendir til hlutverks BRCA2 við DNA viðgerð. Margt bendir þó til þess að BRCA2 afurðin geti haft mun víðtækari hlutverk í frumunni svo sem við stjórn á umritun þar sem N-endi BRCA2 prótínsins tengist umritunarhjálparþættinum P/CAF sem hefur histón acetýltransferasavirkni og táknröð númer 3 á amínóenda BRCA2 prótínsins hefur greinst með umritunar- virkni. Auk þess virðast vera samskipti milli BRCA2 og eftirlits- stöðva frumunnar (cell cycle check-points) þar sem óvirkjun eftir- litsstöðva (til dæmis p53 og/eða Bubl) ásamt BRCA2 skorti gæti átt hlut í brjóstakrabbameinsmyndun í mönnum. Þekking á hlut- verki BRCA2 og samstarfsprótína þess er því mikilvæg til skilnings á myndun og eðli brjóstakrabbameins. Unnið er að rannsóknum á starfsemi BRCA2 prótíns í frumum. cDNA fyrir BRCA2 í tjáningarvektor er ferjað inn í frumulínur og könnuð hugsanleg flókamyndun milli BRCA2 og annarra kjarna- prótína. Einnig er kannað hugsanlegt hlutverk BRCA2 við stjórn á umritun. V 03 GST fjölbreytni í sýnum frá brjóstakrabbameinssjúklingum Katrín Guðmundsdóttir, Jórunn E. Eyfjörö Frá rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði, Krabbameinsfélagi íslands Glutathione-S-transferasar (GST) hvata tengingu glutathiones við hvarfgjarnar sameindir og vernda þannig frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum ýmissa efna, sem annars gætu valdið stökk- breytingum í erfðaefninu. Þekktir eru fjórir hópar GST ísoensíma í mönnum, a (GSTA), p (GSTM), n (GSTP) og 0 (GSTT). Þekktar eru úrfellingar á GSTMl og GSTTl genunum og A-G fjölbreytni í GSTPl geninu, sem leiðir til amínósýruskipta í ensíminu í bindiseti hvarfefnis. Áhættan tengd þessum fjölbreytileika er lítil, en hins vegar er útbreiðsla þeirra mikil og hefur því áhrif á marga einstak- linga. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort ofangreind arfgerð GSTMl, GSTTl og GSTPl fylgi brjóstakrabbameini og hvort hún hafi áhrif á sýnd BRCA2 stökkbreytinga. Einnig hvort tengsl séu á milli fjölbreytni í GST genunum og stökkbreytingar- tíðni í p53 geni. Fjölbreytnin var skoðuð með PCR, rafdrætti og skerðibútagreiningu. Enginn marktækur munur hefur komið í ljós á niilli þeirra 258 viðmiðunarsýna og 450 sýna úr brjóstakrabba- meinssjúklingum sem skoðuð hafa verið. Báðir þessir hópar munu verða stækkaðir til að auka styrk rannsóknarinnar. GSTTl núll arf- gerðin fannst marktækt oftar í p53 stökkbreyttum æxlum en í æxl- um með eðlilegt p53 og sama er að segja um samsettu arfgerðina GSTTl núll og GSTPl AG/GG. V 04 Global rannsókn á tjáningu gena sem eru örvuð af EGF í brjóstakrabbameinslínunni MCF-7 með Affymetrix chip tækni Robert Skraban, Albert Smith, Frosti Jónsson, Ómar Gústafsson, Jeff Gulcher, Kári Stefánsson, Laufey Þóra Ámundadóttir Frá íslenskri erföagreiningu/deCODE Genetics Genechip kísilflögur (arrays) geta gefið heildarmynd af ástandi frumna með því að fylgjast með tjáningu þúsunda gena samtímis. „HuGeneFL Array“ inniheldur þreifara sem spanna um 7000 þekkt gen af fullri lengd frá UniGene, GenBank, and TIGR gagna- bönkunum. Á hverri kfsilflögu eru 16-20 pör af sértækum aðliggj- andi 25 basa löngum þreifurum sem samsvara hverju geni. Þessir þreifarar eru annað hvort með fullkomna samsvörun, eða með eins basa fráviki í stöðu 13. Þessi tækni er talin verða ómetanleg við Læknablaðið 2000/86 355
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.