Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 67
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Árni Björnsson skrifar tæpitungulaust Hlutverk landlæknisembættisins Tilefni þessara hugleiðinga, sem hér fara á eftir, eru þijú plögg sem bárust í hendur höfundi um síð- ustu mánaðamót, en þau eru Dagur frá 4. apríl með yfirlitsgrein um erindi landlæknis á ráðstefnu þar sem rætt var um heilsufar á næstu öld, grein úr tímaritinu The Scientist frá 3. apríl síðastliðnum en þar er rætt um svokallað Asilomar-ferli og loks dreifibréf sem þrír geðlæknar hafa sent 10 þúsund manna úrtaki landsmanna til rannsókna á kvíða. Sú saga er sögð að eitt sinn hafi Jónas Jónsson frá Hriflu ásamt göngufélaga mætt Vilmundi Jónssyni landlækni. Þeir tóku virðulega ofan, að þeirra tíma sið, og héldu svo hvorir sína leið en sem þeir voru úr kallfæri sagði Jónas við göngufélagann, „öhö! nú mættum við mínum mestu mistökum'1. Vilmundur var skipaður landlæknir árið 1931 af Jónasi, sem þá var dómsmálaráðherra, en fór líka með heilbrigðis- mál. Talið var að hann hafi haft í hyggju að stjórna heilbrigðismálum landsins gegnum landlækni. Vil- mundur reyndist lítt leiðitamur, hvorki stjórnmála- mönnum né læknum, og mótaði þá stefnu að land- læknisembættið skyldi vera sjálfstætt, óháð stjórn- völdum og læknum en gæta hagsmuna sjúklinga. Þetta hlutverk hefur ekki breyst þó umhverfið sé annað. En snúum okkur að plöggunum. í fréttaskýringar- þætti í Degi var ræða landlæknis á ráðstefnu um heil- brigðisstefnu og lækningar endursögð (vonandi rétt). Þar ræddi hann um heilsu og heilbrigðisþjónustu nú og á nýrri öld. Hann taldi réttilega, að gott heilsufar nú væri ekki nema að 10 hundraðshlutum læknis- fræðinni að þakka. Hina 90 hundraðshlutana mætti rekja til bættra lífskjara og lifnaðarhátta. Síðan fór hann vítt yfir sviðið, ræddi hættu á nýjum sjúkdóm- um, minnist á nýja tækni í skurðlækningum og erfða- vísindum og hvatti til varúðar um væntingar um út- rýmingu sjúkdóma með slíkri tækni nema hugsanlega í lítt fyrirsjáanlegri framtíð. Að hætti embættislækna lagði hann áherslu á forvarnir en varaði við vaxandi gengi skottulækninga, sem hann af kurteisi embættis- mannsins kallar hjálækningar. (Vilmundur þekkti ekki það orð.) í lokin benti hann mönnum á að forð- ast að sýra lífið með þráhyggju um heilsuna. Þarflegt og fróðlegt erindi, sem þó fjallaði eingöngu um stöðu heilbrigðismála á Vesturlöndum en samkvæmt kenn- ingunni um 10 hundraðshlutana ætti að vera hægt að leysa 90 hundraðshluta af heilbrigðisvandamálum þeirra íbúa jarðarinnar, sem engan kost eiga á tækni- lækningum, með því að færa lífskjör þeirra í átt að því sem við nú búum við. í greininni í The Scientist eftir George N. Dava- telis, sem heitir The Asilomar Process: Is it valid? er rætt um breytingar sem orðið hafa á viðhorfi almenn- ings í Bandaríkjunum til vísinda á þeim 25 árum sem liðin eru frá fyrstu Asilomar-ráðstefnunni. í þann tíð bar almenningur svolítið óttablandna virðingu fyrir vísindunum en á þessu tímabili hefur viðhorfið breyst í tortryggni. Hvernig stendur á því? Höfundur telur upp í fyrsta lagi hástemmd loforð vísindamanna sem skapað hafa óeðlilegar væntingar um lausn á marg- víslegum vandamálum, svo sem lækningu á krabba- meini, ennfremur loforð um genalækningar, ódýra orku, og svo framvegis, loforð sem ekki hefur tekist að efna. I öðru lagi mistök vísindamanna sem birst hafa í til dæmis thalidomide harmleiknum, kúarið- unni, Challenger sprengingunni og loks dauða pilts- ins Jesse Gelinger af völdum tilraunar til genalækn- inga. Svo eru það fjölmiðlarnir sem hættir til að mis- skilja og ýkja árangur og afleiðingar af vísindarann- sóknum en þar eiga óprúttnir vísindamenn hlut að máli í von um frægð og fjarhagslegan ábata. En hvað er The Asilomar Process, eða Asilomar- ferlið? Það er í stuttu máli samkoma vísindamanna, sem hittust fyrst árið 1975 í Asilomar Conference Grounds in Pacific Grove í Kaliforníu og aftur á sama stað í mars á þessu ári. Á þessum samkomum ræða vísindamennirnir um það hvort samræður milli þeirra um vísindarannsóknir í nútíð og framtíð, tengsl þeirra við hina ýmsu þætti þjóðfélagsins, svo og hættur sem af þeim kunni að stafa séu þess virði að þeim sé haldið áfram. Höfundur telur að þær eigi að halda áfram en leggur til að almenningur og jafnvel hagsmunaaðilar komi að umræðunni. Tilgangurinn með því sé að skapa samræðugrundvöll milli vísinda- mannanna og almennings til að auka skilning og endurheimta glatað traust. Vandamálin framundan, sem snerta alla, séu mörg og nefnir hann klónun manna, líffæraflutning milli dýrategunda, erfða- breytta fæðu, genalækningar, einkaleyfi og eignarrétt á uppgötvunum og svo framvegis. En hvert er álit Islendinga á vísindum og vísinda- mönnum? Meðal almennings virðist það ekki vera fjarri því sem var í Bandaríkjunum fyrir 15-20 árum, það er að segja svolítið óttablandin lotning. Flestir virðast lifa í þeirri trú að með vísindum megi leysa flest vandamál, sérlega þau er varða sjúkdóma, og hafa því verið reiðubúnir til að afhenda gögn og líf- sýni, sín og ættingja sinna, lifandi og látinna, til að hjálpa vísindamönnunum, til að bæta eigin heilsu og um leið alls mannkyns. Og þá er komið að þriðja plagginu sem er dreifi- bréfið. Því fylgja 18 spurningar um kvíða. Dæmi: Læknablaðið 2000/86 383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.