Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 63
UMRÆÐA & FRÉTTIR / UMFERÐARSLYS afleiðingum á borð við spasma. Nú fyrir skemmstu voru fyrstu baklófendælurnar settar í sjúklinga sem þjáðust af miklum spasma af völdum mænuskaða.“ - En hvað um batahorfur? Er einhver von til þess að hægt verði að bæta þann skaða sem verður við áverka á mænu eða öðrum taugavef? „Það eru miklar rannsóknir í gangi á því hvort hægt sé að endumýja taugavef sem hefur skemmst og ýmislegt bendir til þess að hæfileiki hans til endumýj- unar sé meiri en menn hafa hingað til haldið. Menn hafa til dæmis náð árangri í tilraunum á sviði frumu- líffræði taugakerfisins og um þetta ríkir nokkur bjart- sýni. Vonir eru bundnar við að þessi tækni geti endur- skapað eitthvað af því sem tapast hefur (1).“ - Hvað um áverka á heila? „Heilinn er allt öðruvísi og mun flóknara líffæri en mænan. Hann hefur meiri getu til að yfirfæra starf- semi til heilbrigðra svæða í stað svæða sem hafa tap- ast. Fólk getur náð árangri með markvissri þjálfun. I því felst einskonar endurforritun á hluta heilans. En þetta er tímafrekt ferli sem krefst mikillar vinnu,“ segir Stefán. Bílar orðnir öruggari, en... Eins og gefur að skilja hafa menn sem dag hvern horfa upp á afleiðingar umferðarslysa ákveðnar skoðanir á umferðarmenningunni og því sem betur mætti fara á vegunum og í búnaði bifreiða. Brynjólf- ur bendir á að töluverðar framfarir hafi orðið á sviði öryggis og gæða bifreiða. Hins vegar sé fólk ekki allt- af vel upplýst um eiginleika þeirra bifreiða sem það ekur um í. „Langflestir slasast í árekstrum bíla eða útafakstri. Víða um heim eru gerðar prófanir á gæðum bfla og hversu vel þeir skýla farþegum ef til árekstrar kemur. Niðurstaða þeirra prófana er sú að sumir framleið- endur smíða vandaða bfla sem standast ströngustu öryggiskröfur en öðrum eru mislagðar hendur. Það hefur hins vegar sýnt sig að með því að nota bflbelti og hafa loftpúða bæði að framan og til hliðanna geta menn aukið líkurnar verulega á því að þeir sleppi vel úr hörðum árekstrum," segir Brynjólfur. Oft hefur verið bent á að ein af afleiðingum auk- innar notkunar bflbelta er fjölgun hálshnykkja. Stef- án segir að bflbeltin hafi tekið framförum en hnakka- púðarnir setið eftir. „Nú eru beltin stillanleg eftir hæð hvers og eins og komin á þau strekkjarar sem strekkja á þeim ef fyrirstaðan eykst snögglega. Hins vegar eru hnakkapúðarnir ekki nógu framarlega og oft haldast þeir illa í stillingum. Það er fyrst núna sem fram eru að koma hnakkapúðar sem færast fram við höggið. Þarna er töluvert verk óunnið,“ segir hann. Óskynsamlegt að auka hámarkshraðann Almennt má segja að bflar hafi orðið betri og á marg- an hátt öruggari, en þeir eru einnig orðnir öflugri og við það hefur hraðinn í umferðinni aukist. Þeir Stef- án og Brynjólfur eru sammála um að hraðinn sé versti skaðvaldurinn. „Auðvitað finnst flestum gaman að aka á 110 km hraða á björtum degi og góðum vegi,“ segir Stefán. „En það ráða ekki allir við það, hvorki bflar né öku- menn. Bæði þeir yngstu og þeir elstu eiga erfitt með að ráða við þennan mikla hraða.“ Brynjólfur tekur undir þetta og segir að mikilvæg- ast sé að halda niðri hraðanum. „Því hraðari sem um- ferðin er þeim mun meiri líkur eru á alvarlegum slys- um. Þess vegna er umræðan um að auka hámarks- hraðann úr 90 í 110 óskynsamleg," segir hann. Vegakerfið fær heldur ekki sérlega góða einkunn hjá þeim. „Vissulega er malbik á flestum meginleið- um en nánasta umhverfi veganna er sjaldnast ýkja vistvænt,“ segir Brynjólfur. Stefán segir brýnt að breikka vegina, ekki síst úti á landi, og aðskilja ak- reinar. „Á vegunum háttar víða þannig til að það er varla hægt að stöðva bifreið án þess að hætta skapist. í þéttbýlinu verða hins vegar margir litlir árekstrar í mikilli umferð þar sem blandast saman bflar, hjól og gangandi vegfarendur. Almenningssamgöngur eiga í vök að verjast. Menn verða að marka sér belri stefnu í því hvert þeir vilja beina allri þessari umferð. Það má merkja vilja borgaryfirvalda til þess að minnka hrað- ann í íbúðarhverfum og það er framfaraspor. En á sama tíma þarf að gera meginsamgönguæðarnar greið- ari svo ekki taki langan tíma að komast á milli hverfa," segir Stefán. Brynjólfur bendir á að þrátt fyrir allt þetta séu það sjaldnast bflamir eða umferðarmannvirkin sem eigi sökina á slysunum. „Það er vanmat bflstjórans á að- stæðum eða ofmat hans á eigið ágæti ásamt sofanda- hætti og skeytingarleysi sem mestur veldur,“ segir hann og bætir því við að því verði ekki breytt nema með stöðugri og breytilegri upplýsingamiðlun. Ungir og óþroskaðir bílstjórar í umræðum um umferðarmál kemur oft fram að helsti áhættuhópurinn í umferðinni eru ungir bílstjórar og þá einkum af karlkyni. „Ungu glannarnir" eru bæði gerendur og þolendur í bflslysum, þeir valda mörgum slysum og lenda einnig í mörgum slysum. Þessu veld- ur fyrst og fremst reynsluleysi þeirra og það að þeir eru ekki orðnir nógu þroskaðir. í Journal of the American Medical Association birtist nýverið grein (2) þar sem fram kemur að hætt- an á því að yngstu bflstjórarnir valdi dauðaslysum í umferðinni aukist í réttu hlutfalli við fjölda farþega í bflnum, svo fremi farþegarnir séu undir þrítugu. Slysahættan var hins vegar ekki meiri ef ekið var með eldri farþega. Líkurnar á því að yngstu bflstjórarnir valdi eða lendi í dauðaslysum í umferðinni eru sjöfalt meiri en hjá bflstjórum á aldrinum 30-59 ára. Það seg- ir okkur að þessir unglingar hafi varla þroska til þess að axla ábyrgðina sem felst í því að stjórna ökutæki og flytja farþega. Læknablaðið 2000/86 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.