Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR / ÖLDRUNARLÆKNINGAR
Mat á þunglyndi aldraðra
Þunglyndismat fyrir aldraða — íslensk gerð
Geriatric Depression Scale (GDS)
Margrét
Valdimarsdóttir1
Jón Eyjólfur
Jónsson1
Sif Einarsdóttir2
Kristinn
Tómasson3
Ágrip
Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að þýða og
staðfæra Geriatric Depression Scale (GDS) spum-
ingalistann, en hann gefur vísbendingu um þunglyndi
aldraðra og er mikið notaður erlendis bæði við lækn-
ingar og rannsóknir. Listinn samanstendur af 30
spumingum og er þægilegur í notkun, þar sem sjúk-
lingurinn krossar við já eða nei eftir því sem við á.
Stytt útgáfa GDS byggist á 15 af spurningum löngu
útgáfunnar.
Efniviður og aðferðir: GDS var þýddur yfir á ís-
lensku og aftur yfir á ensku. Einstaklingar fæddir
1933 eða fyrr voru valdir til þátttöku í rannsókninni.
Sjúklingar með heilabilun voru útilokaðir með
MMSE (Mini Mental State Examination) prófi. Að
lokum var 71 einstaklingur á aldrinum 65-87 ára met-
inn með tilliti til þunglyndis, annars vegar með stöðl-
uðu geðgreiningarviðtali (CIDI-a, Composite Inter-
national Diagnostic Interview; 1993) þar sem stuðst
var við greiningu á þunglyndi samkvæmt alþjóðlegri
tölfræðiflokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðis-
vandamála, 10. endurskoðuðu útgáfu, ICD 10 (Inter-
national Statistical Classification of Diseases and
Related Health Problems, lOth revision), og DSMIII
(Diagnostic and statistical manual of mental disor-
ders, 3. útgáfa) og hins vegar með GDS spurninga-
listanum.
Niðurstöður: Niðurstöður sem fengnar voru með
GDS spurningalistanum voru sambærilegar við nið-
urstöður úr viðtali. Viðmiðunargildi 13/14 var valið
samkvæmt hagstæðustu gildum á næmi (0,77), sér-
tæki (0,95), jákvæðu forspárgildi (0,77) og kappa
(0,72). í rannsókninni greindust 13 einstkalingar með
meðalalvarlegt og alvarlegt þunglyndi, en enginn
með vægt þunglyndi.
Alyktun: íslensk útgáfa GDS er áreiðanleg aðferð til
að leita að þunglyndi hjá öldruðum.
ENGLISH SUMMARY
Valdimarsdóttir M, Jónsson JE, Einarsdóttir S,
Tómasson K
Validation of an lcelandic version of the Geriatric
Depression Scale (GDS)
Læknablaðið 2000; 86: 344-8
Objective: The GDS is a widely used tool world wide,
both in clinical practice and in research of the elderly. The
objective was to translate and validate the Geriatric
Depression Scale (GDS) in lceland. The short version of
the GDS was also studied.
Material and methods: GDS was translated from
English to lcelandic and backtranslated. Individuals, both
hospitalised and healthy, born 1933 or before were inclu-
ded in the study. Those who had MMSE (Mini Mental State
Examination) score under 23 were excluded. Seventy-one
individuals were examined for depression both with a
structured interview, Composite International Diagnostic
Interview; 1993 (CIDI-a) and with the GDS.
Results: The GDS results were comparable to the results
from the interview. The cutoff score for depression was
chosen 13/14 according to the most favorable values of
sensitivity (0.77), specificity (0.95), positive predictive value
(0.77) and kappa (0.72). One cutoff was chosen because in
our study there were persons with moderate or severe
depression but no one with mild depression was detected.
Our cutoff score for depression was identical with the
cutoff score in the original american GDS version, but the
original american version included a cutoff for mild
depression also.
Conclusions: The lcelandic GDS is a reliable method to
screen for depression among the elderly. We conclude that
GDS is an useful tool in unravelling depressive illness
amongst the elderly although not diagnostic per se.
Key words: depression, geriatric, rating scale.
Correspondance: Jón Eyjólfur Jónsson. E-mail:
jonejon@rsp.is
Frá 'öldrunarmatsdeild
Landspítalans, :Kennarahá-
skóla Islands, 3Vinnueftirliti
ríkisins. Fyrirspurnir og
bréfaskipti: Jón Eyjólfur
Jónsson öldrunarmatsdeild
Landspítala Hringbraut.
Netfang: jonejon@rsp.is
Lykilorð: þunglyndi, aldraðir,
spurningalisti, réttmœti.
Inngangur
Þunglyndi meðal aldraðra er algengt vandamál. Um
það bil 33% kvenna og 18% karla geta búist við að fá
þunglyndi einhvern tímann á lífsleiðinni (1), en um
8% aldraðra eru taldir vera þunglyndir á hverjum
tíma (2). Sennilega er tíðnin mun hærri í raun (3) og
hafa tölur allt að 15% verið nefndar (4). Þunglyndi
getur verið erfitt í greiningu, ekki síst meðal aldraðra.
Ástæðan er meðal annars einangrun þess aldraða í
þjóðfélaginu auk þekkingarleysis bæði þeirra og að-
standenda, sem telja vonleysi einstaklingsins eðlileg-
an hluta ellinnar og leita því ekki hjálpar. Mikilvægt
er að hafa áreiðanlegt og hagkvæmt mælitæki, sem
einnig er þægilegt í notkun, til að skima fyrir og meta
þunglyndi hjá þessum aldurshópi. Þetta er sérlega
mikilvægt í ljósi þess að meðal þeirra sem eru 65 ára
og eldri er notkun geðdeyfðarlyfja mikil, en á árinu
1998 var hún 120 staðlaðir dagskammtar (SDS) á
hverja þúsund íbúa 65 ára og eldri, en til samanburð-
ar var notkunin 16,5 SDS hjá aldurshópnum 15-24
ára (5). Geriatric Depression Scale (GDS) er spurn-
X
k
344 Læknablaðið 2000/86