Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 32
FRÆÐIGREINAR / KRABBAMEINSRANNSÓKNIR flugunnar. Yfirtjáning á Kekl í bananaflugunni hindrar virkni epi- dermal growth factor viðtakans (EGFR eða DER) í mörgum líf- færum en hefur engin áhrif á aðra himnubundna viðtaka. Prótínaf- urð Kekl gensins er himnubundin og er tjáning þess aukin þegar EGF viðtakinn er örvaður. Pví virkar Kekl prótínið sem neikvæð- ur regulator á EGFR boðleiðina. Við höfum sýnt að Kekl binst EGF viðtakanum og skyldum viðtökum, ErbB2, ErbB3 og ErbB4 í músa og mannafrumum. Þessi tenging virðist vera á milli utan- frumuhluta Kekl prótínsins og EGF viðtakans. Við höfum einnig sýnt að Kekl hindrar fosfórun á EGF viðtakanum þegar EGF er gefið og örvun á boðleiðum sem EGF viðtakinn stjórnar. Kekl getur einnig hindrað vöxt brjóstakrabbameinsfrumulína bæði í frumurækt og í nöktum (ónæmisbældum) músum. Við höfum gert Yeast-two-hybrid screen með Kekl til að leita að prótínum sem bindast innanfrumuhluta prótínsins til að athuga hlutverk þess prótínhneppis. Fyrstu niðurstöður benda til þess að Kekl bindist ser/thr fosfatasa, kínasa og guanine nucleotide exchange factor. Niðurstöður okkar benda til þess að Kekl prótínið hindri sérhæft EGF viðtakann og skyld prótín og geti því hugsanlega verið æxlis- bæligen. Einnig væri hugsanlegt að nota Kekl við erfðalækningu eða nýta þá þekkingu sem prótínið veitir til að búa til lyf sem hindra vöxt og framgang krabbameina. E 10 Áhrif erfðaefnisóstöðugleika á æxlisvöxt. Stökkbreytingar í genum sem innihalda stuttar endurteknar raðir í æxlisgerðum tengdum HNPCC Jónína Þ. Jóhannsdóttir1, Jón G. Jónasson1, Jón Þ. Bergþórsson1, Laufey Þ. Ámundadóttir2, Jónas Magnússon3, Valgarður Eglisson1, Sigurður Ingvarsson1 Frá 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræði, ;íslenskri erfðagreiningu, ’handlækningadeild Landspítalans Gallar í genum DNA mispörunarviðgerða hafa fundist í hluta ristilkrabbameinsæxla sem einkennast af miklum erfðaefnisóstöð- ugleika og MSI svipgerð. Við höfum rannsakað MSI í nokkrum æxlisgerðum sem einkenna HNPCC ættir (ristil-, endaþarms-, leg- slímhúðar-, maga- og eggjastokkaæxli). Til þess að meta áhrif MSI á æxlisþróun höfum við skoðað stökkbreytingar í genum sem inni- halda stuttar endurteknar raðir og rannsóknir hafa bent til að séu viðkvæmar í frumum með galla í mispörunarviðgerðum. Rannsak- aðar voru endurteknar raðir í sjö genum; hMSH3, hMSHó, BAX, IGFIIR, TGFblIR, E2F4 og BRCA2. Pessi gen eru öll mikilvæg í frumstarfsemi svo sem í vaxtarstjórn, stýrðum frumudauða, við- gerðarferlum og stjórn frumuhrings. Ef stökkbreytt geta þau valdið æxlisvexti. MSI-H svipgerð var algengust í ristilæxlum. Stökkbreyt- ingar fundust nær eingöngu í æxlum með MSI-H svipgerð eða í 89% MSI-H tilfella á móti 1,4% MSI-L/MSS æxla. Niðurstöður þessara rannsókna benda því til þess að erfðaefnisbreytingar séu aðrar í æxlum með MSI-H svipgerð miðað við MSI-L/MSS æxli. Flest æxlin höfðu fleiri en eitt gen stökkbreytt og lengstu raðirnar virtust viðkvæmari fyrir stökkbreytingum. A10 röð í TGFblIR geninu var oftast stökkbreytt en það er mikilvægt æxlisbæligen sem eykur vaxtarmöguleika frumu ef stökkbreytt. Uppsöfnun stökk- breytinga var eins milli æxlisgerða nema að stökkbreytingar í TGFblIR virðast ekki vera eins mikilvægar fyrir æxlismyndun í leg- slímhúð eins og í ristli og maga. Það fundust bæði innsetningar og úrfellingar og einnig voru merki um að sums staðar væri ekki til staðar neitt eðlilegt gen vegna stökkbreytinga á báðum litningum eða vegna stökkbreytinga og úrfellinga á hinum litningnum (double hit). E 11 Eg2 prótínið úr froskum veldur krabbameinsvexti Þorkell Andréssonu, Ingibjörg Guömundsdóttir’, Laufey Þ. Ámundadóttir12, Kári Stefánsson1, Joan V. Ruderman2 Frá 'íslenskri erfðagreiningu/DeCODE Genetics, 2Harvard Medical School, Boston, MA, USA Eg2 er serín/threonín kínasi úr froskum sem tilheyrir flokki prótína sem taka þátt í stjórnun á aðskilnaði litninga og umfrymisskiptingu. Að auki höfum við sýnt fram á að Eg2 kínasinn tekur þátt í því boð- leiðakerfi froskaeggfrumunnar sem notað er til að koma frumunni aftur inn í frumuhringinn eftir G2/M stöðvun. Þessar tilraunir sýndu einnig að yfirtjáning á Eg2 veldur því að þær fara hraðar í gegnum frumuhring sem bendir til þess að kínasinn hafi vaxtarhvetjandi eiginleika. Til að athuga hvort Eg2 hafi þessa sömu eiginleika í líkamsfrum- um (somatic cells), þá voru útbúnar NIH3T3 frumulínur sem yfirtjá bæði eðlilegt Eg2 prótín og stökkbreytt prótín sem hefur ekki kínasavirkni. Þegar vöxtur þeirra var athugaður í linagar og nökt- um músum kemur í ljós að aðeins eðlilega genið veldur vexti í linagarnum og myndar krabbamein í músum. Með því að nota sér- tæka hindra á mismunandi boðleiðir höfum við komist að því að PI3 kínasi og Src kínasi eru mikilvægir fyrir krabbameinsvöxt af völdum Eg2. Til að leita að genum sem bindast Eg2 og gætu því verið hluti af því boðleiðakerfi sem Eg2 notar við krabbameins- myndun höfum við framkvæmt „yeast-two-hybrid“ leit. Við höfum fundið nokkur mjög áhugaverð prótín og þar á meðal kínasa, en vitað er að virkni Eg2 er stjórnað með phosphoyleringu. Þessar niðurstöður eru sérstaklega áhugaverðar í ljósi þess að Aurora2 sem er líklega manna homológ Eg2 er yfirtjáður í nokkr- um gerðum krabbameina svo sem brjóstakrabbameini og ristil- krabbameini. E 12 P53 stökkbreytingar og P53 prótín tjáning í sjúkri og eðlilegri munnslímhúð Helga M. Ögmundsdóttir1, Hólmfríöur Hilmarsdóttir1, Álfheiður Ástvaldsdóttir2, Jóhann Heiðar Jóhannsson3, Peter Holbrook2 Frá ‘rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræöi, Krabbameinsfélagi Islands, 2tannlæknadeild HÍ, 'Rannsóknastofu HÍ í meinafræði Ymsir sjúkdómar í munnslímhúð, þar á meðal flöguþekjuþykknun (hyperkeratosis) og húðsjúkdómurinn lichen planus (flatskæning- ur), hafa verið taldir hugsanlegir undanfarar illkynja æxlisvaxtar. Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru einhverjar algengustu genabreytingar sem finnast í illkynja æxlum. Prótínafurð stökk- breytts p53 endist lengur í frumunni en eðlilegt p53 prótín og því hefur sterk kjarnalitun með einstofna mótefni gegn p53 prótíni ver- ið notuð sem mælikvarði á stökkbreytingu. Aukin tjáning á eðli- legu p53 sést í kjölfar genaskemmandi áreitis. I þessari rannsókn var könnuð tjáning á p53 prótíni með DO-7 einstofna mótefni í 164 sýnum úr munnslímhúð. Af 55 sýnum úr krabbameini höfðu 54% sterka og meðalsterka litun, af 47 sýnum úr flöguþekjuþykknun var hlutfallið 13% en 34% í 50 sýnum úr lichen planus. f 12 sýnum úr eðlilegri slímhúð var hvergi sterk/meðalsterk litun en þau sýndu öll dreifða kjarnalitun í grunnlagi. í lichen planus var p53 litunin einn- ig bundin við grunnlag, en í sýnum úr flöguþekjuþykknun var litun- 354 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.