Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 68
S M A S J AI N Orlofsnefnd lækna- félaganna festir kaup á nýju húsi ■ í bæklingi orlofsnefndar læknafé- laganna, sem fylgdi marshefti Lækna- blaðsins, gat formaður LÍ Sigurbjörn Sveinsson þess í stuttu spjalli að hugs- anlega yrðu einhverjar meiri breyt- ingar á orlofshúsnæði sem félags- mönnum LI stendur til boða, heldur ákvarðanir höfðu verið teknar um í vetur. Nú er það þegar komið á dag- inn. Orlofsnefnd læknafélaganna hef- ur fest kaup á nýju húsi í landi Vað- ness í Grímsnesinu, en sem kunnugt er tók nefndin á leigu eitt hús nú í vor á sama stað, til heilsársnotkunar. Húsið sem keypt var stendur við Birkibraut nr. 6. Það var byggt á sfð- astliðnu hausti þannig að viðarilmur er ferskur og fá spor sem enn hafa verið stigin innandyra. Húsið er að öllu leyti sambærilegt við það sem þegar hafði verið leigt, þannig að all- ar upplýsingar í bæklingi orlofsnefnd- ar um húsið að Kjarrbraut 2 gilda fyrir nýja húsið að Birkibraut 6. Húsinu hefur verið úthlutað til or- lofsgesta nú í sumar og var það gert á grundvelli þeirra umsókna sem bár- ust um dvöl í orlofshúsnæði læknafé- laganna fyrir sumarið. Hér er vissulega um ánægjulega viðbót að ræða á þeim möguleikum sem orlofsnefnd læknafélaganna býð- ur félagsmönnum LÍ upp á til hvíldar og afþreyingar og vonandi að sem flestir fái notið. -bþ- spurning nr. 9: „Hefur þú einhvern tíma verið með óþægilegar hugsanir sem koma endurtekið upp í huga þinn þótt þú reynir að bægja þeim frá?“ Spumingarnar eru flestar í svipuðum dúr eða um einhver fyrir- bæri, sem nær óhjákvæmilegt er að allir hafi upplifað einhvern tímann, nema vera bil- aðir á geði eða hafa verið á geðdeyfðarlyfj- um frá fæðingu. í sjálfu bréfinu, sem skreytt er flóknum frösum um verndun persónu- upplýsinga og dulkóðun, eru þeir sem lenda í sérstöku kvíðaúrvali beðnir um að leita eftir þátttöku ættingja sem haldnir eru kvíða (hver dæmir það?), svo og að biðja tvo nána ættingja að gefa blóð í rannsókn- ina og svara stuttum spurningalista. Þess er getið að „vísindarannsókn" þessi hafi verið samþykkt af tölvunefnd og vísindasiða- nefnd. Hvaða kröfur gera þessar nefndir? Alla vega ekki að vísindarannsóknir á mönnum þurfi að hafa skýr markmið. Ef sömu eða aðrir aðilar úr sama sauðahúsi ákveða að hefja samskonar „vísindarann- sóknir“, til dæmis á vergirnigenum, ágirnd- argenum, lofthræðslugenum, listinn er ótæmandi, mun þeim innan fárra ára hafa tekist að ná lífsýnum úr meginþorra Islend- inga til að hækka gengi hlutabréfa í deCode, ef þeim tekst ekki áður að snúa trausti al- mennings á vísindi í vantraust eins og ann- ars staðar á Vesturlöndum, því enginn mun lifa það að sjá árangur af „vísindarannsókn- unum“. En nú kemur að landlækni. Þegar bæði vísindasiðanefnd og tölvunefnd eru orðnar háðar hinu pólitíska valdi í landinu stendur lándlæknisembættið eitt til vamar almenn- ingi gagnvart mönnum sem í nafni vísinda leita eftir þátttöku í vafasömum rannsókn- um í þágu innlendra og erlendra fjárfesta. Nýi landlæknirinn virðist enn vera svolftið óskrifað blað og ekki hafa áttað sig á því að hann er einn æðsti ef ekki æðsti embættis- maður landsins. Hann hefur þó lýst yfir að embættið muni starfa fyrir opnum tjöldum og er ekki ástæða til að rengja það að óreyndu. En eins og málum er nú háttað í landinu væri vel ef hann leiddi hugann að Vilmundi Jónssyni forvera sínum, og stefndi að því að verða stœrstu mistök nú- verandi heilbrigðisráðherra. Heimíldir Heiöur Helgadóttir. Bara 10% kerfinu að þakka. Dag- ur 4. apríl 2000. George N. Davatelis. The Asilomar Process: is it valid? Thc Scientist 2000; April 3rd. Ódagsett dreifibréf til 10 þúsund íslendinga frá Högna Oskarssyni, Halldóri Kolbeinssyni og Jóni G. Stefánssyni. Bústaður Félags leikskóla- kennara, sem einnig stendur í landi Vaðness, er sömu gerðar og bústaðirnir sem orlofsnefnd hefur keypt og leigt. Eins og sjá má á myndinni er mjög stór verönd við húsið og inni í horn- inu leynist heitur pottur, sem mörgum þykir nauðsynlegur punktur yfir afslöppunariið. Ljósm.: Gerður Guðmundsdóttir. 384 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.