Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 53
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BIÐLISTAR HEILBRIGÐISSTOFNANA Biðlistar í febrúar árið 2000 Úr fréttatilkynningu frá landlæknisembættinu Skráning og vinnulag vegna biðlista I janúar var í annað sinn kallað eftir biðlistum sam- kvæmt lágmarksskráningu vistunarupplýsinga. Segja má að staða biðlista eins og hún birtist hér endur- spegli stöðuna í janúar og fram í febrúar þar sem upp- lýsingar voru nokkuð lengi að berast til landlæknis- embættisins. Það á þó ekki að hafa teljandi áhrif á stöðuna eins og hún birtist hér. Margar þeirra deilda sem skila inn tölum um biðlista hafa verið að byrja að skrá í Sögukerfið. Það eitt að verið er að skipta milli skráningakerfa getur haft áhrif á biðlista. Þegar flytja þarf hverja færslu handvirkt yfir í nýtt kerfi hefur það kallað á endurskoðun á biðlistum, oft er farið í end- urskoðun í kjölfarið og getur þá fækkað í sumum til- fellum á biðlistanum. Stundum bætast hins vegar við nýjar upplýsingar, til dæmis þegar læknar hafa sjálfir haldið utanum sinn biðlista eða þegar ekki hefur verið einn biðlisti á deild heldur margir. Miklar breytingar eru framundan vegna sam- einingar Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur. Vegna þessa er rétt að taka fram að einstakar deild- ir hafa ekki sameinast að undantalinni æðaskurð- deild. Því er gerð grein fyrir hverri deild sérstak- lega á hvorum stað og þær kallaðar sínum gömlu nöfnum. Breytingar á þessu munu koma fram í biðlistum þegar næsta könnun verður gerð í maí. I meðfylgjandi töflu er nákvæm grein gerð fyrir þeim breytingum sem orðið hafa. Stuttir biðlistar Eðlislægur munur er á stuttum og löngum biðlistum. Oft er deilt um hvort listi yfir 5-30 sjúklinga sé í raun biðlisti þar sem hann lúti ekki sömu lögmálum og listi yfir 700 sjúklinga. Stuttir biðlistar séu í raun áætlana- listi og í besta falli óskalisti sjúklinga. Þar ráði sjúk- lingar hvenær meðferð muni fara fram en ekki for- gangsröðun deildarinnar. Þá er samkomulag sjúk- lings og læknis um ákveðna dagsetningu þar sem meira tillit er tekið til óska sjúklings en aðstæðna deildarinnar. í þeim tilfellum er biðtími ekki eins mikilvægur til þess að skoða röðun eða þjónustu við sjúklinga þar sem sjúklingur ræður miklu um sinn biðtíma. Slíkir listar geta verið gerðir marga mánuði fram í tímann, jafnvel upp undir hálft ár. Sú stefna hefur verið tekin hjá embættinu að kalla eftir upplýs- ingum um alla sem er bíða, hvort sem þeir velja sjálfir að bíða eða ekki. Astæður þessa eru meðal annars þær að vegna þess að áherslur í skráningu hafa ekki verið með þeim hætti að hægt sé að greina þá frá sem óska sjálfir eftir aðgerð á ákveðnum degi og hverjir ekki, þeir geta bæði verið á stuttum og löngum bið- listum. Aimennar skurðdeildir Heildarbiðlisti á almennum skurðdeildum er nokkuð svipaður nú og síðastliðið haust, fer úr 922 í 930. Við síðustu innköllun á biðlistum var breyting á biðlista Sjúkrahúss Reykjavíkur og kom fram fækkun á deild- inni. Hún var ekki skýrð sérstaklega þá en skal úr því bætt hér. Ástæða þessarar fækkunar var sú að einn sérfræðingur flutti sig frá deildinni yfir á Landspítal- ann og flutti með sér þá sjúklinga sem voru á biðlist- um frá honum. Á Landspítalanum er skráður langur meðalbið- tími eða um 79 vikur. Skýringuna er aðallega að finna í biðlista hjá einum sérhæfðum sérfræðingi í vélindaómsjáraðgerðum. Þessi biðlisti er frá 1994- 1997 og telur 94 sjúklinga sem hafa beðið að meðal- tali í 162 vikur. Þessa dagana er verið að uppfæra biðlista deildarinnar og hafa samband við alla þá sem eru á honum. Eftir öðrum aðgerðum bíða hins vegar 320 sjúklingar sem hafa beðið að meðaltali í 54,6 vikur, þar á meðal eru sjúklingar sem einnig eru á biðlista eftir vélindaómsjáraðgerðum. Nú stendur yfir könnun meðal þeirra sem hafa beðið lengst eftir vélindaómsjáraðgerð um líðan þeirra meðan beðið er eftir aðgerð og eftir að aðgerð er lokið. Augndeildir Heildarbiðlisti eftir augnaðgerðum breytist lítillega og hefur heldur aukist. Þegar litið er lengra aftur eða til ársins 1997 er aukningin þó mun meiri. Barnadeildir Á Barnaspítala Hringsins bíða nokkuð færri börn nú eftir aðgerð en síðasta haust og munar þar mestu um fækkun á biðlista barnaskurðlækna og hjartalækna. Barna- og unglingageðdeild Nokkuð færri börn bíða eftir meðferð á deildinni en fyrr í vetur. Biðlisti inn á deildina hefur ekki verið svo stuttur síðan árið 1996. Þess ber þó að geta að innri biðlisti á deildinni er nokkur eða 19 börn. Þetta er eru börn sem hafa fengið greiningu en bíða eftir frekari þjónustu deildarinnar. Embættið hefur ekki sam- bærilegar upplýsingar til viðmiðunar milli ára. Bæklunardeildir Heildarbiðlisti eftir bæklunaraðgerðum hefur stöð- Læknablaðið 2000/86 373
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.