Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 59
UMRÆÐA & FRETTIR / LÆKNAR I VANDA mikið gert úr þessu og að það sé hluti af afneitun- inni sem er einn af grundvallarþáttum sjúkdóms- ins. Að menn séu að koma sér undan því að takast á við vandann. Það er nú svo að frá fyrstu tíð hafa menn úr öllum starfsstéttum samfélagsins frá emb- ættismönnum í efstu stöðum til verkamanna verið saman í meðferð og á AA-fundum og við höfum verið laus við alla stéttaskiptingu á þessu sviði. Það hefur samt þótt ástæða til hér á landi sem víð- ar að hafa aukalega sérstaka AA-fundi fyrir lækna. Þetta á líka við um fleiri starfshópa, til dæmis flug- menn. Það hefur þótt óvarlegt að skurðlæknar eða flugstjórar séu að tala um það á almennum AA- fundum hvers fullir eða timbraðir þeir voru nú í þessari eða hinni aðgerðinni eða í lendingu með 300 farþega. A fundinum situr svo fólk sem er að fara í aðgerð eða flugferð daginn eftir. Þetta eru samt hlutir sem menn þurfa að horfast í augu við og tala um og þá koma litlir fagfundir sér vel. í Domus Medica eru mánaðarlega fundir fyrir lækna og læknanema síðasta fimmtudag í hverjum mánuði klukkan fimm.“ - En hvað geta kollegar gert sem verða vitni að því að hlutirnir eru að fara úr böndunum? „Þeir hafa ekki haft nein úrræði. Það hefur ekki verið til neitt aðgengilegt öryggisnet og enginn að- ili sem við höfum getað snúið okkur til nema þá til landlæknis. Og þegar leitað er til hans er það yfir- leitt í formi kæru eða klögumála. Vissulega geta menn tjáð honum áhyggjur sínar af einhverjum kollega sem á í vanda en þetta úrræði hefur ekki virkað sem skyldi. Ég held að vandamálið sé fólgið í því að viðbrögð landlæknisembættisins hafa lengst af einkennst af vinsemd og umhyggju sem er vel, en líka af óhóflegu umburðarlyndi sem í raun er ekki stuðningur þegar allt kemur til alls. Afleiðingin hefur í allt of mörgum tilvikum ver- ið sú að fjölmargir góðir kollegar hafa komist upp með að vera við störf þótt vandi þeirra hafi verið orðinn mjög áberandi og um hann talað meðal sjúklinga og úti í bæ. Það er alltaf verið að gefa mönnum tækifæri sem er í sjálfu sér gott. En raun- verulegur stuðningur við menn sem lenda í þess- um vanda er að taka nógu snemma í taumana, svipta menn tímabundið leyfi til starfa þegar það á við, krefjast þess að þeir taki á sínum málum og fylgja því eftir að þeir geri það.“ Læknar í áhættuhópi - Eru menn ekki feimnir við að segja til kollega ef þeir verða varir við að hann á í vanda? „Jú, menn hlaupa ekki til í þessum málum. Flestir eru eins og hverjir aðrir aðstandendur við- komandi og taka þátt í afneituninni. Fólk spyr sig hvort það sé nú hlutverk þeirra að tala við land- lækni, það hljóti einhver annar að gera það. Astæðan fyrir því að menn eru ekki fljótir til er líka sú að það vantar opna umræðu um þessi mál. Læknafélögin þurfa sjálf að taka á þessu sem menn eru að reyna með leyninefndinni sem ég kallaði svo. (Sjá grein á spássíu.) Við getum litið til fyrirmynda hjá öðrum þjóð- um. Læknar á Norðurlöndum hafa nýverið komið á fót neti kollega sem eru í viðbragðsstöðu, veita mönnum ráðgjöf, ræða við þá og grípa inn í eftir því sem við á. Slíkar nefndir hafa lengi verið starf- andi í Bretlandi og Bandaríkjunum. Að mínu mati er nauðsynlegt að þessar nefndir hafi ákveðið vald sem þau þurfa vonandi sem minnst að beita en þó þannig að læknum sé ljóst að nefndin geti gert ráðstafanir til að kippa mönnum tímabundið út úr starfi meðan þeir eru að vinna í sínum málum.“ - Er áfengis- og vímuefnaneysla lækna umtals- vert vandamál? „Já, það hafa tugir lækna leitað sér meðferðar á Vogi og Teigi, og vísast ekki minni hópur til við- bótar sem þyrfti á því að halda. Við vitum að áfengis- og vímuefnaneysla er útbreidd í samfélag- inu og einnig að læknar eru í áhættuhópi eins og sumar aðrar heilbrigðisstéttir. Það er ekki mikið talað um þetta opinberlega en ef þú talar við lækna einslega þá þekkja flestir þeirra ákveðin dæmi um vinnufélaga sem eru að störfum þótt þeir eigi í umtalsverðum vanda og ættu alls ekki að vera við lækningar." Þörf á öryggisneti - Hvernig ætti Læknafélagið að taka á þessum vanda? „Ég vildi óska þess að Læknafélagið tæki frum- kvæði og kæmi á samstarfi við landlæknisembætt- ið um að setja á laggirnar öryggisnet fyrir lækna sem næði um allt land. Læknar hefðu það þá alveg á hreinu hvert þeir ættu að snúa sér ef þeir hafa áhyggjur af sjálfum sér eða öðrum. Að sjálfsögðu þyrfti að ríkja alger trúnaður í samskiptum þeirra við netið, menn nytu nafnleyndar hvort sem þeir væru að ræða um sjálfa sig eða aðra. I rauninni er það undarlegt að við skulum vera svona aftarlega á merinni hvað varðar úrræði og ráðgjöf fyrir lækna í samanburði við lækna í öðr- um löndum þegar haft er í huga að meðferðarúr- ræðin sem almenningi standa til boða hér á landi eru miklu meiri og betri en til dæmis á Norður- löndunum. Það er ægilegt að horfa upp á menn halda áfram að hjakka í sama farinu árum og jafnvel áratugum saman án þess að á málinu sé tekið. Þetta er vandi sem hægt er að taka á, við höfum úrræði og getum í langflestum tilvikum leyst vandann. Þess vegna er svo ömurlegt að horfa upp á menn drabbast niður án þess að nokkuð sé að gert,“ sagði Sveinn Rúnar Hauksson. -ÞH Stuðningshópur lækna Halldóra Ólafs- dóttir geðlæknir var kosin formaður stuðn- ingshóps lækna á aðal- fundi LI síðastliðið haust en fyrir í hópnum voru Sverrir Bergmann og Gestur Þorgeirsson. Halldóra segir að þessi hópur hafi fyrst verið kosinn fyrir nokkrum árum en lítið starfað. Nú eru þau byrjuð og hafa fengið nokkur erindi. Læknar sem eiga í vanda geta leitað til hópsins eftir ráðum og stuðningi en hópurinn tekur ekki að sér meðferð. „Við höfum ekkert vald held- ur reynum að veita koll- egum okkar stuðning,“ segir Halldóra og bætir því við að stuðningurinn sé ekki einskorðaður við ofneysluvanda heldur hvers kyns persónuleg- an vanda sem læknar rata í. Til dæmis hafa læknar leitað til hópsins vegna samstarfserfið- leika á vinnustað. (Sjá nœstu síða.) Læknablaðið 2000/86 377
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.