Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.05.2000, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / NAFNGIFTIR / LÆKNANEMAR Norrænir læknanemar funda í Reykjavík Stjórnunarfræðsla, rannsóknir og reglur um lífsiðfræði voru helstu dagskrárefni fundarins rétt að skrifa academiae, sem væri þá bein þýðing á eignarfalli orðsins háskóli, eins og í „háskólasjúkrahús". Auðvitað mætti líka tala um valetudinarium academiae eða nosocomium academiae, en ef menn vilja endilega nota infirmarium, er rétt að segja inftrmaríum academiae. Ef nota ætti „aca- demicum“, yrði íslenska þýðingin á því orði væntanlega háskólalegur og ekki er talað um háskólalega sjúkrahúsið á íslensku. Lat- ínukennari sem ég hafði samband við taldi að infirmarium academicum gæti svo sem gengið málfræðilega (samanber civis aca- demicus = háskólaborgari), en að öll orð- myndin infirmarium academicum væri „vesaldarleg“ (sbr. infirmus) og skorti reisn. Er ekki besta og beinskeyttasta þýðingin á Infirmarium academicum „Háskólahælið“? Á öllum þessum vandræðagangi er að- eins til ein góð og skjótvirk lausn: Taka burt orðin Infirmaríum academicum sem allra fyrst úr merki spítalans (lógóinu) og annars staðar þar sem þau kunna að hafa verið sett og gleyma þeim! Sjúkrahúsið á að heita Landspítali - háskólasjúkrahús og á ensku er heitið Landspítali - University Hospital. Annað ekki. Það hlýtur að vera krafa læknastéttarinnar og háskólamanna innan spítalans að nafngiftarmálum aðalsjúkra- húss landsmanna sé háttað eins og gert er annars staðar í heiminum. ÍSLENSKIR LÆKNANEMAR TAKA ÞÁTT í al- þjóðasamstarfi og um síðustu mánaðamót héldu þeir ársfund alþjóðanefnda norrænu læknanemasamtakanna hér í Reykjavík. Fundinn sóttu 57 gestir og 20 íslenskir læknanemar og fjölluðu í þrjá daga um stjórnunarmál, læknisfræðilegar rannsóknir og lífsiðfræði svo fátt eitt sé nefnt af því sem bar á góma á fundinum. Brynja Ragnarsdóttir gegndi for- mennsku í FINO - en svo er nafn norrænu alþjóðanefndanna skammstafað - starfsár- ið 1999-2000. Hún sagði í samtali við Læknablaðið að alþjóðanefndir læknanema störfuðu á öllum Norðurlöndum og skipaði hver læknaskóli sína nefnd. í hinum lönd- unum eru á bilinu 50-200 manns í þessum nefndum en skiljanlega öllu færri hér á landi. Starfi nefndanna er skipt í vinnuhópa sem fjalla um ýmsa málaflokka. Hér á landi fjalla vinnuhópar um stúdenta- og rann- sóknaskipti og um forvarnastarf gegn kyn- sjúkdómum, alnæmi og ótímabærum þung- unum. í öðrum löndum er einnig fjallað um menntun lækna á Norðurlöndum, lýðheilsu og málefni flóttamanna svo dæmi séu nefnd. Það er eitt af markmiðum alþjóðasam- taka læknanema að efla stjórnunarþekk- ingu læknanema og að þessu sinni var aðal- efni fundarins stjórnunarnámskeið. Þar var fjallað um það sem á ensku er nefnt „per- sonal management" og felst eiginlega í því að skipuleggja eigið líf og starf. Auk þess fengu þátttakendur innsýn í fjáröflun og fundarstjórn. Á morgni sunnudagsins 2. apríl hlýddu fundarmenn svo á fyrirlestra um þemað læknisfræðilegar rannsóknir og lífsiðfræði. Fyrirlesarar voru Kári Stefánsson sem sagði frá gagnagrunninum og Örn Bjarnason sem fjallaði um reglur um rafrænar heilbrigðis- upplýsingar. Heiðursgestur fundarins var Jóhann Ágúst Sigurðsson forseti læknadeildar Há- skóla íslands. Fundinn sóttu einnig tveir stjórnarmenn úr alþjóðasamtökum lækna- nema og gestur frá Eistlandi en fyrirhugað er að útvíkka norræna samstarfið og veita læknanemum úr Eystrasaltslöndunum að- ild að því. Brynja lét vel af fundinum og sagði hann hafa gengið afskaplega vel. Hún sagði að íslenskir læknanemar gætu sótt mikinn drif- kraft og nýtt sér reynslu Norðurlandaþjóð- anna af alþjóðastarfi. Það væri líka tilgang- ur þessa samstarfs að styrkja samheldni norrænna læknanema og gera þá að sterkari heild á fundum alþjóðasamtakanna. -ÞH Norrœnir lœknanemar búa sig undir að hlýða á erindi þeirra Kára Stefánssonar og Arnar Bjarnasonar sem eru fremst til hœgri á myndinni. 364 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.