Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 50

Læknablaðið - 15.05.2000, Síða 50
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ENDURHÆFING Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð Atvinnuleg endurhæfing Hjördís Jónsdóttir Inngangur Starfsemi vinnuheimilisins að Reykjalundi hófst árið 1945. Margir berklasjúklingar stigu hér sín fyrstu skref út í atvinnulífið eftir margra ára dvöl á berkla- hælum. Fyrstu 15 árin dvöldu á Reykjalundi ein- göngu berklasjúklingar. Um 1960 var ekki lengur þörf á endurhæfingu fyrir þennan sjúklingahóp í sama mæli og áður. Reykjalundur breyttist í alhliða endurhæfingarstofnun. staðar og utan. Lögð verður áhersla á vinnuaðlögun þar sem gerð verður athugun á hvort hægt sé að breyta vinnuumhverfi, vinnutíma og/eða vinnuferli. Skjólstæðingar fá aðstoð við að skoða vinnumarkað- inn með tilliti til þarfa hvers og eins og hjálp við at- vinnuumsóknir. Lögð verður áhersla á þætti eins og bætta líkamsvitund, réttar vinnustellingar svo og styrktar- og úthaldsþjálfun. Einstaklingurinn fær til- sögn í slökun og streitustjórnun. Atvinnuleg endurhæfing Framtíðarhlutverk Reykjalundar Heimildir 1. SÍBS bókin. Reykjavík: Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga; 1988. 2. Tillögur Félags íslenskra endurhæfingarlækna um stefnumörkun í endurhæf- ingu; aprfl 1999. 3. Skýrsla þverfaglegs vinnu- hóps um stefnumörkun í endurhæfingu; desember 1999. 4. Thorlacius S, Stefánsson S, Ólafsson S. Umfang og ein- kenni örorku á íslandi árið 1996. Læknablaðið 1998; 84: 629-35. 5. Ymsar skriflegar og munn- legar upplýsingar um starf- semi Reykjalundar frá fag- fólki staðarins. 6. Individen i centrum? En diskussionspromemoria om den framtida svenska ar- betslivsinrigtade rehabili- teringen. Utredningen om den arbetslivsinrigtade re- habiliteringen. Stockholm: Regeringskansliet; 1999: S:08. Höfundur er lækningaforstjóri á Reykjalundi. Á þessum árunum voru verkefnin mörg sem taka þurfti á. Með tímanum varð atvinnuleg endurhæfing sífellt minni þáttur í starfseminni. Þörfin fyrir slíka endurhæfingu hvarf þó ekki en í dag eru það aðrir sjúklingahópar en berklasjúklingar sem þurfa á at- vinnulegri endurhæfingu að halda. Fjöldi ungra ör- yrkja í landinu er meiri hér en á hinum Norðurlönd- unum. Samkvæmt úttekt Tryggingastofnunar ríkisins eru 4,2% þjóðarinnar á aldrinum 16-66 ára metnir til meira en 75% örorku. Algengustu fyrstu sjúkdóms- greiningar eru stoðkerfisvandamál og geðræn vanda- mál. Með góðri endurhæfingu og stuðningi gæti hluti þessa hóps orðið vinnufær. Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að grípa snemma til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir ótímabæra örorku. Nýlega voru sett lög um breytingar á lögum um almannatryggingar. Þessi lög gera Tryggingastofnun ríkisins kleift að gera þjónustusamninga við viðeig- andi stofnanir um sértæk endurhæfingarúrræði áður en til örorkumats kemur. í byrjun árs 2000 var undirritaður þjónustusamningur milli Trygginga- stofnunar og Reykjalundar. í samningnum er kveðið á um að á Reykjalundi séu á hverjum tíma sex ein- staklingar sem vísað er til meðferðar beint af læknum Tryggingastofnunar. Þessi þjónustusamningur við Tryggingastofnun er fyrsta skref Reykjalundar í þá átt að efla að nýju vægi atvinnulegrar endurhæfingar í starfsemi stofnunarinnar. Svið atvinnulegrar endur- hæfingar hefur verið sett á laggirnar og ráðinn hefur verið yfirlæknir þess. Lögð verður áhersla á að greina hæfni og styrkleika hvers skjólstæðings og að greina þær aðstæður sem hann býr við atvinnulega séð. Skjólstæðingurinn verður virkur í markmiðssetning- unni sem miðast við langanir hans og getu. Bæði er um að ræða einstaklingsbundna meðferð og hóp- meðferð. Megináherslan í endurhæfingunni verður á vinnueflingu. Vinnuþol verður aukið með fræðslu og æfingum svo og vinnuprófun við ýmis verk innan Skipulag endurhæfingarstarfsemi á íslandi hefur ver- ið í deiglunni hjá heilbrigðisyfirvöldum síðustu miss- erin. Mikil umræða hefur einnig átt sér stað hjá fag- fólki sem vinnur við endurhæfingu. í apríl 1999 birtu endurhæfingarlæknar tillögur sínar um stefnumörk- un í endurhæfingu á íslandi og þverfaglegur vinnu- hópur fagfólks í endurhæfingu birti niðurstöður vinnu sinnar um stefnumótun í endurhæfingu í des- ember 1999. Mikil samstaða er hjá fagfólki í endur- hæfingu um stefnumótunina og eru niðurstöður þess- ara tveggja vinnuhópa samstíga. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið stefnir að gerð þjónustusamnings við öll sjúkrahús í landinu. Samningaviðræður eru hafnar milli Reykjalundar og ráðuneytisins um gerð slíks samnings. Samningurinn þarf að gera stjómendum Reykjalundar kleift að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum skipulagsbreyt- ingum, sem ekki er hægt koma við í dag, vegna þess greiðslufyrirkomulags sem stofnunin býr við. Koma þarf á fót göngudeild, dagdeildum og fimm daga deildum og efla faglega þjónustu. Á þverfaglegri göngudeild færi fram eftirfylgd og stuðningsmeðferð. Slík þjónusta ætti að leiða til betri meðferðarheldni og fækka endurinnlögnum á sjúkrahús. Forskoðanir færu þar einnig fram. Með þeim er betur hægt að meta þörf fyrir endurhæfingu og leggja upp mark- vissa endurhæfingaráætlun. Góð meðferðaráætlun leiðir til styttri heildarlegutíma og betri nýtingar á legurýmum. Heimasíða Þann fyrsta mars var opnuð heimasíða Reykjalundar (reykjalundur.is). Þar er meðal annars hægt að nálg- ast upplýsingar um hina fjölbreyttu starfsemi stofn- unarinnar auk þess sem þar er hægt að nálgast nýtt beiðnaform fyrir innlögn. Þar eru einnig tenglar inn á skýrslu endurhæfingarlækna og skýrslu þverfaglegs vinnuhóps. 370 Læknablaðið 2000/86 \
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.