Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 24

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 24
FRÆÐIGREINAR / MÆNUMYNDATAKA aðferðar (20). í rannsókn okkar voru aðeins gefin fyrirmæli um hvfld það sem eftir var dagsins en engin sérstök fyrirmæli um rúmlegu eða legu á grúfu. Niðurstöður þessar styrkja því tilgátu, sem sett hefur verið fram, að rúmlega á eftir mænuholsástungu breyti litlu um tíðni höfuðverkja (4,21). Orsök höfuðverkjar eftir mænuástungu er ekki alveg ljós. Sennileg skýring er lækkun þrýstings á mænuvökva vegna leka af völdum stungunnar (15). Blóðbót, sem er áhrifarík meðferð í erfiðum tilfellum, styður þessa kenningu (22). Þannig bendir ýmislegt til að þessi hjáverkun sé að minnsta kosti að hluta til orsök þeirrar tækni sem beitt er fremur en af völdum skuggaefnisins sjálfs. Kvörtun um bakverk á eftir mænugangaástungu er algeng og þá oft talin af völdum stungunnar (16,23,24). Sýnt hefur verið fram á að enginn munur er á tíðni bakverkja milli sjúklinga innan spítala og utan eftir þessar rannsóknir (25). í rannsókn birtri 1985 er sýnt fram á að 39% sjúklinga kvarta um bakverk á eftir rannsókninni, flestir mildan en nokkrir kvörtuðu um mikinn verk (11). Aukning á bakverk í 28% tilvika var niðurstaða annarrar rannsóknar frá 1986 (7). Það er sammerkt þessum rannsóknum að ekki er greint á milli verkja vegna stungu eða hugsanlegrar þrýstingsaukningar vegna inndælingar skuggaefnisins. í athugun okkar kemur fram að þrátt fyrir að flestir hafi verk strax að lokinni rannsókn þá fækkar kvörtunum um verk í baki, læri/lærum eða kálfa/kálfum hjá nokkrum strax að lokinni rannsókn (tafla IIA) og það þrátt fyrir inndælingu skuggaefnis. Nokkir höfðu ekki fundið fyrir bakverk að tveimur dögum liðnum. Þetta er athyglisvert og ekki er á því sannfærandi skýring. Þessum sjúklingum var því miður ekki fylgt eftir lengur en í tvo sólarhringa en slíkt hefði verið áhuga- vert. Þrátt fyrir ítarlega leit höfum við ekki fundið sambærilegar niðurstöður í öðrum rannsóknum. Einkunnagjöf á línulegan kvarða bendir til þess að þrátt fyrir tiltölulega háa tíðni hjáverkana sé rann- sóknin ekki til mikilla óþæginda fyrir flesta sjúklinga. Hins vegar eru þessi óþægindi talsverð fyrir hluta þeirra og verður að hafa það í huga. Lokaorð Eftirlit með starfsemi og gæðum er nauðsynlegur þáttur í starfsemi myndgreiningardeilda. Rannsóknin sem hér er kynnt er liður í slíku eftirliti. Við teljum að tíðni hjáverkana vegna mænu- myndatöku sem framkvæmdar voru á mynd- greiningardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur sé innan viðunandi marka. Nú eru þessar rannsóknir fram- kvæmdar nánast undantekningarlaust án innlagnar. Þakkir Þakkir til röntgentækna deildarinnar svo og til starfsfólks í afgreiðslu en án hjálpar þeirra hefði rannsóknin ekki verið möguleg. Starfsfólk bókasafns Sjúkrahúss Reykjavíkur fær þakkir fyrir hjálp við öflun heimilda. Örn Smári Arnaldsson forstöðu- læknir fær þakkir fyrir góðar ábendingar. Heimildir 1. McKenzie GA. A review of myelography. Radiography 1973; 39:79-91. 2. Peterson HO. The hazards of myelography. Radiology 1975; 115: 237-9. 3. Hauge O, Falkenberg H. Neuropsychologic reactions and other side effects after metrizamide myelography. Am J Roentgenol 1982; 139: 357-60. 4. Baker RA, Hillman BJ, McLennan JE, Strand RD, Kaufman SM. Sequelae of metrizamide myelography in 200 examinations. Am J Roentgenol 1978; 130: 499-502. 5. Dugstad G, Eldevik P. Lumbar myelography. Acta Radiol 1977; Suppl 355:17-30. 6. Kieffer SA, Binet EF, Davis DO, Gabrielsen TO, Kido DK, Latchaw RE, et al. Lumbar myelography with iohexol and metrizamide: a comparative multicenter prospective study. Radiology 1984; 151: 665-70. 7. Hoe JW, Ng AM, Tan LK. A comparison of iohexol and iopamidol for lumbar myelography. Clin Radiol 1986; 37: 505- 7. 8. Skalpe IO, Bonneville JF, Grane P, Gyldenstedt C, Otto B, Kristoffersen DT, et al. Myelography with a dimeric (iodixanol) and a monomeric (iohexol) contrast medium: a clinical multicentre comparative study. Eur Radiol 1998; 8: 1054-7. 9. Badami JP, Baker RA, Scholz FJ, McLaughlin M. Outpatient metrizamide myelography: prospective evaluation of safety and cost effectiveness. Radiology 1986; 158:175-7. 10. Kostiner AI, Krook PM. Outpatient lumbar myelography with metrizamide. Radiology 1985; 155: 383-5. 11. Tate CFd, Wilkov HR, Lestrange NR, Gardiner HF, Stein KR. Outpatient lumbar myelography. Initial results in 79 examinations using a low-dose metrizamide technique. Radiology 1985; 157: 391-3. 12. Davies AM, Fitzgerald R, Evans N. Out-patient lumbar radiculography with iohexol. Clin Radiol 1989; 40: 413-5. 13. Fukushige T, Kano T, Sano T, Irie M. Computed tomographic epidurography: an aid to understanding deformation of the lumbar dural sac by epidural injections. Eur J Anaesthesiol 1999;16:628-33. 14. Magnaes B. [Surgical treatment of low back pain.] Tidsskr Nor Laegeforen 1999; 119:1773-7. 15. Evans RW. Complications of lumbar puncture. Neurol Clin 1998; 16: 83-105. 16. Schultz AM, Ulbing S, Kaider A, Lehofer F. Postdural puncture headache and back pain after spinal anesthesia with 27-gauge Quincke and 26-gauge Atraucan needles. Reg Anesth 1996;21:461-4. 17. Gulati AN, Guadagnoli DA, Quigley JM. Relationship of side effects to patient position during and after metrizamide lumbar myelography. Radiology 1981; 141:113-6. 18. Shaw DD, Bach-Gansmo T, Dahlstrom K. Iohexol: summary of North American and European clinical trials in adult lumbar, thoracic, and cervical myelography with a new nonionic contrast medium. Invest Radiol 1985; 20/Suppl 1: S44-S50. 19. Robertson WD, Lapointe JS, Nugent RA, Robinson RG, Daly LF. Positioning of patients after metrizamide lumbar myelography. Am J Roentgenol 1980; 134: 947-8. 20. Sand T. Which factors affect reported headache incidences after lumbar myelography? A statistical analysis of publications in the literature. Neuroradiology 1989; 31: 55-9. 21. Peterman SB. Postmyelography headache rates with Whitacre versus Quincke 22-gauge spinal needles [see comments]. Radiology 1996; 200: 771-8. 22. Olsen KS. Epidural blood patch in the treatment of post- lumbar puncture headache. Pain 1987; 30:293-301. 23. Abouleish E, Vega S, Blendinger I, Tio TO. Long-term follow- up of epidural blood patch. Anesth Analg 1975; 54:459-63. 24. Salmela L, Aromaa U, Cozanitis DA. Leg and back pain after spinal anaesthesia involving hyperbaric 5% lignocaine. Anaesthesia 1996; 51: 391-3. 25. Sykes RH, Wasenaar W, Clark P. Incidence of adverse effects following metrizamide myelography in nonambulatory and ambulatory patients. Radiology 1981; 138: 625-7. 296 Læknablaðið 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.