Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 38

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 38
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Niðurstöður: Af 198 sjúklingum greindust 113 (58%) með sáðkrabbamein (SK) og 82 (42%) með önnur frjófrumuæxli en sáðkrabbamein (ÖFS). Nýgengi (3,9 á 100.000 karla) jókst á rannsóknartímabilinu fyrir bæði sáðkrabbamein og önnur frjófrumuæxli en sáðkrabbamein (p<0,001) og 1995-1999 (n=40; 5,3 á 100.000 karla) greindust rúmlega fjórum sinnum fleiri eistnakrabbamein en 1955-1959 (n=9; 2,2 á 100.000 karla). Meðalaldur við greiningu var 34 ár (bil 2-62 ár), 38 ár fyrir sáðkrabbamein og 29 ár fyrir önnur frjófrumuæxli en sáð- krabbamein (p<0,05), og hélst óbreyttur á tímabilinu (p=0,144). Fyrirferð í pung var algengasta einkennið (86%) en næst komu verkir í eista (56%) og einkenni meinvarpa (7%). Flestir greindust innan átta vikna frá upphafi einkenna en 12% eftir meira en sex mánuði. Meðalþvermál æxlanna var 4,9 cm. og fór minnkandi á rannsóknartímabilinu (p<0,02). Sáðkrabbameinsæxlin reyndust 0,7 cm. stærri en önnur frjófrumuæxli en sáðkrabbamein (4,5 cm.) (p<0,05) Langflestir (n=110) greindust á Boden-Gibb stigi I (68%) og 32% á stigi II-IV, þar með taldir 9% með fjarmeinvörp (stig IV). Allir sjúklingarnir gengust undir brottnám á eista, með eða án geisla- og/eða frumudrepandi lyfjameðferðar. Fimm ára lífshorfur fyrir hópinn í heild voru 88% 1955-1999 og jukust úr 67% 1955- 1977 í 96% 1978-1999. Frá 1978 til 1999 voru fimm ára lífshorfur sjúklinga á stigi I 97% en 94% á stigum II-V. Einungis hafa tveir sjúklingar látist úr sjúkdómnum frá 1978. Við fjölbreytugreiningu (Cox) reyndust stig sjúkdómsins (p<0,02) og greiningarár sjálf- stæðir áhættuþættir (p<0,001), en vefjagreining, tímalengd einkenna, stærð æxlis og aldur sjúklings ekki marktækir áhættu- þættir. Ályktanir: Nýgengi eistnakrabbameins hefur tæplega þrefaldast á síðustu fjórum áratugum á Islandi sem er svipuð þróun og sést hefur á hinum Norðurlöndunum. Eftir að cisplatínmeðferð var tekin upp hér á landi í kringum 1977 hafa lífshorfur þessa sjúklingahóps batnað umtalsvert. Núna má gera ráð fyrir að rúmlega 96% sjúklinga með staðbundinn sjúkdóm læknist og sjúklingar með fjarmeinvörp eiga jafnvel góða möguleika á lækningu. Þessi árangur í meðferð eistnakrabbameins sem hér er lýst er með því besta sem þekkist. SK 06 Fyrstu 10 nýblöðrur á þvagrás á Sjúkrahúsi Reykjavíkur / Landspítala Fossvogi Eiríkur Orri Guðmundsson, Eiríkur Jónsson Þvagfæraskurðdeild Landspítala Fossvogi Inngangur: Undanfarin ár hafa á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, síðar Landspítala Fossvogi, verið framkvæmdar aðgerðir þar sem þvagblaðra sjúklings hefur verið fjarlægð og sköpuð ný blaðra úr görn sem síðan hefur verið tengd á þvagrás Markmið: Að rannsaka afdrif fyrstu 10 sjúklinganna sem gengist hafa undir brottnám á þvagblöðru og fengið nýblöðru á þvagrás. Markmið rannsóknarinnar er að meta árangur aðgerðarinnar og kanna afdrif sjúklinganna. Aðferð: Sjúkraskrár sjúklinganna voru yfirfarnar og sjúklingarnir svöruðu spurningalista. Niðurstöður: Níu sjúklingar gengust undir aðgerðina vegna ífarandi krabbameinsvaxtar í þvagblöðru og einn vegna interstitial cystitis, níu karlar og ein kona. Tveir sjúklingar hafa látist af völdum sjúkdóms. Sjúklingarnir voru á aldrinum 46-76 ára (meðaltal 63,4 ár). Meðallengd aðgerðar var 368 mínútur og blæðing í aðgerð að meðaltali 1372 ml. Meðallegutími var 21 dagur. Meðalrýmd nýblöðrunnar er 540 ml. Af átta karlmönnum með krabbamein í þvagblöðru reyndust fjórir einnig hafa krabbamein í blöðruháls- kirtli. Meðallengd eftirlits var 24 mánuðir. Snemmkomnir fylgi- kvillar voru gliðnun á skurðsári, garnalömun vegna samvaxta og þrenging á þvagleiðara. Síðkomnir fylgikvillar voru þrenging á mótum þvagrásar og nýblöðru, fistill milli nýblöðru og garnar og fistill milli nýblöðru og legganga. Sjúklingarnir hafa almennt mjög jákvætt viðhorf til aðgerðarinnar og afleiðinga hennar og myndu allir kjósa nýblöðru fram yfir Brickersblöðru og úróstómíu, þyrftu þeir að taka þá ákvörðun nú. Ályktanir: Nýblaðra á þvagrás er góður valkostur ef nema þarf þvagblöðru brott. Sjúklingar virðast vilja mikið til vinna til að losna við úróstómíu á húð með tilheyrandi þvagpoka, jafnvel þó að þeir þurfi að nota bindi vegna þvagleka eða framkvæma hreina sjálftæmingu. Þessar aðgerðir eru þó flóknari og tímafrekari en Brickersblaðra og þeim geta fylgt ýmsir fylgikvillar sem skurð- læknirinn þarf að vera tilbúinn að leysa, jafnframt því sem eftirlit eftir aðgerðina þarf að vera nákvæmt og meðferðarfylgni sjúklinga trygg. SK 07 Árangur beinskurðar í sköflung á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1982-1997 Andri Már Þórarinsson, Júlíus Gestsson, Þorvaldur Ingvarsson Bæklunardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta árangur beinskurðar (osteotomy) á bæklunadeild FSA og bera saman við erlendar niðurstöður. Meta hversu lengi aðgerðirnar duga sjúklingum (hversu lengi er hægt að seinka gerviliðaaðgerð í hné). Er hægt að mæla með beinskurði sem meðferð? Efniviður og aðferðir: Fengnar voru upplýsingar úr sjúklinga- bókhaldi FSA um sjúklinga sem hafa gengist undir beinskurð á bæklunardeild FSA á árunum 1982-1997 og þær upplýsingar bornar saman við gerviliðaskrá 1982-2000 sem er til á FSA. Niðurstöður: Alls voru framkvæmdar 75 aðgerðir á 67 sjúklingum (33 konum og 34 körlum) meðalaldur 55 (31-69) ár fyrir konur og 58 (33-69) ár fyrir karla. Á tímabilinu voru settir gerviliðir í 25 hné sem áður hafði verið framkvæmdur beinskurður á. (Meðaltfmi frá beinskurði til gerviliðaaðgerðar var fimm ár (1-14).) Hjá þeim sem ekki hafa farið í gerviliðaaðgerð enn, eftir beinskurð eru að meðaltali liðin níu ár eftir beinskurðinn (4-15). Sé tekið tillit til þeirra sem hafa farið í gerviliðaaðgerð þá virðist beinskurður geta seinkað gerviliðaaðgerð um átta ár að meðaltali. Umræða: Beinskurður í hnjám hefur verið framkvæmdur á FSA í 18 ár, þetta er viðurkennd meðferð sem getur seinkað gerviliða- aðgerð um átta ár að meðaltali. Árangur aðgerða á FSA er sambærilegur við erlendar niðurstöður. Hægt er að mæla með þessari aðgerð sérstaklega á ungu fólki. Margar spurningar vakna: 1. Skiptir máli hvort viðkomandi hefur slit í báðum hnjám? 2. Skiptir rnáli hvort viðkomandi hefur slit í mjöðm og hné? 310 Læknablaðið 2001/87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.