Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 41

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 41
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA SK 14 Fremri hryggstólpaaðgerð í lendhrygg. Nýir aðgerðarmöguleikar og fyrsti árangur Halldór Jónsson jr., Bogi Jónsson Bæklunarskurðdeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Á síðustu árum hafa ýmsir meðferðarmöguleikar þróast til aðgerða á liðþófabili hryggsúlunnar. Má þar nefna gerviliði, gerviþófa og málmstólpa. Við vekjum athygli á títan málmstólpum eða hryggstólpum. Þeir eru af tvenns konar gerð, BAK og Proximity og eru settir inn fram í frá. Efniviður og aðferðir: Gerð var afturskyggn rannsókn á ástæðu aðgerðar, fjölda liðbila, breytingu á verkjalyfjanotkun, breytingu á einkennum í fótum, breytingu á vinnugetu og aukaverkunum aðgerðar. Niðurstöður: Á einu og hálfu ári (12.05.99-31.12.00) fóru 16 sjúklingar (11 konur, fimm karlar) í aðgerð, meðalaldur var 38 ár (26-51). Ástæðan var verkir vegna: miðlægrar hryggþófabungunar (central disc protrusion) þrír, hryggþófaáverki (post-trauma disc collapse) tveir, eftir brjósklosaðgerð (post-discectomiu) sjö, hrygg- skrið (spondylolisthesis) einn, eftir aftari spengingu (posterolateral fusion L4-S1) þrír. Aðgerð var framkvæmd á einu liðbili hjá ellefu sjúklingum (tveimur á L4-5 og níu á L5-S1) og hjá fimm á tveimur liðbilum (L4-5 + L5-S1). Hjá öllum nema tveimur (L4-5 aftan lífhimnu (retroperitoneal)) var aðgerðin í gegnum líflúmnu (trans- peritoneal). Aðgerðartími var 90 mínútur á liðbil. Einn fékk rifu í vena iliaca. Allir fengu sýklalyf og blóðþynningu. Meðallegutími var sex dagar. Allir urðu verkjaminni. Einungis sjúklingar sem voru spengdir 360° (aftari spenging fyrir) héldu áfram á meðalsterkjum verkjalyfjum og hafa ekki orðið vinnufærari. Allir losnuðu strax við fótaverki nema ein kona (hafði áður brjósklos), sem fékk aftur verk í fótinn. Enginn karlanna fékk bakskot (retrograd ejaculation); Ályktanir: Fremri hryggstólpaaðgerðir í lendhrygg hafa reynst vel hjá okkur og eru stórt framfaraskref miðað við fyrri möguleika. Árangur okkar er sambærilegur niðurstöðuviðmiði framleiðanda. Vegna þessa höfum við einnig byijað notkun fremri hryggstólpa í hálshrygg og munum innan skamms einnig nota þá frá hlið í brjósthrygg og efra lendhryggjarsvæði. SK 15 Augnslys Stefán Haraldsson, Brynjólfur Mogensen, Jón Baldursson Slysa- og bráðamóttaka Landspítala Fossvogi Inngangur: Augnáverkar, aðskotahlutur í augum og áverkar á augnumgjörð eru mjög algengir. Ástæður áverkanna og aðskota- hlutanna eru margvíslegar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda og orsakir augnáverka, aðskotahluta í augum og áverka á augnumgjörð þeirra sem komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi árin 1998 til ársloka 2000. Efniviður og aðferðir: Leitað var í alþjóðlegu slysa- og sjúkdóma- skránni (ICD 10) vegna allra sem koniu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi frá 1. janúar 1998 til og með 31. desember 2000 með augnáverka, aðskotahlut í augum eða áverka á augnumgjörð. Jafnframt var leitað að orsökum slysanna í Norræna slysaskráningarkerfinu fyrir sama tímabil. Niðurstöður: Alls leituðu 5833 einstaklingar á slysa- og bráðamóttöku vegna augnáverka, aðskothluts í auga eða áverka á augnumgjörð. Vegna augnáverka komu 1264, aðskotahluts í auga 2367 og vegna áverka á augnumgjörð, til dæmis áverka á augnloki eða brots á augnumgjörð komu 2202. Karlmenn voru í miklum meirihluta í öllum þremur flokkunum, samtals 4554 á móti 1279 konum. Fólki á aldrinum 20-29 ára er hættast við aðskotahlut eða áverka (áverki á auga 297, aðskotahlutur í auga 722 og áverki á augnumgjörð 537). Af áverkum á augnumgjörð virðist áverki af mannavöldum algengastur. Aðskotahlutir og áverkar á augum og augnumgjörð hjá börnum eru algengir. Mestar líkur voru á því að verða fyrir augnáverka eða áverka á augnumgjörð á laugardegi og sunnudegi en að fá aðskotahlut í auga á fimmtudegi. Fremur jöfn dreifing er yfir mánuðina. Umræða: Augnáverkar, aðskotahlutir í auga og áverkar á augnloki eða augnumgjörð eru mjög algeng ástæða fyrir komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Flestir koma með lítilsháttar áverka. Mannlegi þátturinn virðist alls ráðandi og börn virðast þurfa meiri aðgæslu. Fræðsla og forvarnarstarfsemi gæti orðið til bóta. SK 16 Skíða- og snjóbrettaslys Gísli E. Haraldsson, Brynjólfur Mogensen, Jón Baldursson Slysa- og bráðamóttaka Landspítala Fossvogi Inngangur: Fremur lítið er vitað um hversu algeng skíða- og snjóbrettaslys eru og hvers eðlis þau eru hér á landi. Áverkar eftir slík slys geta verið margs konar. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda og tegund slysa og gerð áverka hjá þeim sem komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi árin 1998 til ársloka 2000 vegna áverka eftir skíða- og snjóbrettaslys. Efniviður og aðferðir: Leitað var í Norræna slysaskráningarkerfinu að öllum sem komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi frá 1. janúar 1998 til og með 31. desember 2000 eftir slys við iðkun skíðaíþrótta. Niðurstöður: Alls leituðu 726 slasaðir á slysa- og bráðamóttöku eftir skíða- og snjóbrettaslys. Skíðaslysin voru samtals 491 en snjó- brettaslysin 235. Af höfuðborgarsvæðinu komu 670 einstaklingar. Karlar voru 430 en konur 296. Langflest slysanna (675) eiga sér stað í janúar til og með apríl ár hvert, þar af flest í apríl, samtals 206. Jafnframt verða flest slys á laugardögum og sunnudögum. Af skíðaslysum eiga flest slysanna (362) sér stað hjá einstaklingum á aldrinum 10-19 ára en elsti einstaklingurinn var kominn yfir áttrætt. Flestir slasast þegar þeir detta en aðeins lítill hluti slasast í árekstri við aðra í brekkunum. Áverkar á handlegg og öxl voru áberandi og rúmlega helmingur af öllum greiningum. Mar, tognanir og brot voru algengustu greiningarnar á hendi, handlegg og öxl og áttu við í 436 tilvikum af samtals 822 greiningum. Áverki á höfði greindist 68 sinnum. Af 726 tilfellum þurfti að leggja 55 inn á sjúkrahús. Umræða: Skíða- og snjóbrettaslys eru algeng ástæða fyrir komu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala Fossvogi fyrstu fjóra mánuði ársins ár hvert meðan vetur ræður ríkjum. Hlutfall innlagðra á sjúkrahús er hátt og hærra en vegna slysa í flestum öðrum Læknablaðið 2001/87 313
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.