Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 50

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 50
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA Ályktanir: í þessari könnun er tíðni draumfara við sevóflúran 34,7%. Gerðar hafa verið kannanir á tíðni draumfara við notkun própófóls og enflúrans og reyndust þær vera 60% og 11%. Hærri tíðni draumfara við sevóflúran en enflúran mætti hugsanlega skýra í minni fituleysanleika þess og því að lyfið rýkur fyrr úr sjúklingi og hann dvelur lengur í drauma-REM fasa í vöknunar. Hins vegar ber þess að geta að própófól, gefið við innleiðslu svæfingar, getur hafa haft áhrif á tíðni draumfara meðan á aðgerð stóð. Úr því verður ekki skorið nema með ítarlegri svefnrannsóknum. SV 04 Bætir gæðaeftirlit árangur og fækkar fylgikvillum utanbastsverkjameðferðar? Skoðun á hreyfigetu, staðsetningu utanbastsleggjar og tíðni tæknivandamála við utanbastslegg á handlækningadeild Landspítala Hringbraut á árunum 1996-2000 Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Ástriður Jóhannesdóttir, Jón Sigurðsson Svæfingadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Forsenda góðs árangurs í læknisfræði er virkt eftirlit með árangri meðferðar. Með því móti safnast reynsla og þekking sem leiðir til bættrar þjónustu við sjúklinga, styttir legutíma, fækkar fylgikvillum og lækkar kostnað við heilbrigðisþjónustu. Um fimm ára skeið hefur svæfingadeildin boðið upp á utanbastsverkja- meðferð við stærri aðgerðir á handlækningadeild Landspítalans. Á sérstakt eftirlitsblað hafa verið skráð lífsmörk sjúklingsins, árangur verkjameðferðar, hreyfimat, fylgikvillar og ástæður meðferðarloka. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort virkt eftirlit á ofangreindu fimm ára tímabili hefði leitt til breyttrar staðsetningar utanbastsleggjar við mismunandi aðgerðir, bættrar hreyfigetu sjúklinga og færri tæknilegra vandamála á legudeildum. Efniviður og aðferðir: Eitt þúsund sjö hundurð og fjórir sjúklingar voru í úttektinni. Af eftirlitsblöðum var skert hreyfigeta samkvæmt kvarða Bromage frá 0-3 metin fyrir hvert ár. Lega leggjar frá Thi-Ls og hreyfigeta var metin fyrir hvert ár. Staðsetning leggjar og tegund aðgerðar var könnuð. Ástæður meðferðarloka voru skoðaðar út l'rá því hversu oft leggur hafði dottið í sundur eða dregist út. Niðurstöður: Skerðing hreyfigetu við efri kviðarholsaðgerðir (129 sjúklingar) fór úr 7,6% á árinu 1996 í 0% árið 2000, sama þróun varð við neðri kviðarholsaðgerðir (548 sjúklingar): 16,9% á móti 4,6%, brjóstholsaðgerðir (235 sjúklingar): 3,9% á móti 0%, útæðaaðgerðir (223 sjúklingar): 53,8% á móti 40%, bæklunar- aðgerðir (367 sjúklingar) 51,7% á móti 20,7% og þvagfæraaðgerðir (138 sjúklingar) úr 18,7% í 3,1% á árinu 2000. Á ofangreindu fimm ára tímabili fækkaði mjög staðsetningu leggjar neðan L: (úr 84 í 11) og þar með skertri hreyfigetu. Þessi fækkun átti sér stað fyrst og fremst við útæða- og bæklunaraðgerðir. Litlar breytingar urðu til bötnunar á ástæðum meðferðarloka út frá því að leggur datt út (6,2% á móti 8,3%) og því að leggur datt í sundur (1,4% á móti 3,8%). Ályktanir: Virkt eftirlit og skráning á meðferðartíma er forsenda góðs árangurs læknismeðferðar. Skráningin gerir kleift að endurmeta meðferðina með reglulegu millibili, bæta hana og breyta henni. Ofangreindar niðurstöður sýna að virkt gæðaeftirlit hefur leitt til breyttrar staðsetningar utanbastsleggja á tímabilinu, fækkað fylgikvillum, minnkað hjúkrunarþyngd og bætt líðan sjúklinga. En lengi getur gott batnað og enn er þörf breyttrar tæknilegra útfærslna á að festa legg og hindra los á samskeytum hans. SV 05 Mat á árangi utanbastsverkjameðferðar með ropívakaíni eftir legtöku á kvennadeild Landspítala Hringbraut Ástríður Jóhannesdóttir, Gísli Vigfússon, Guðrún Bragadóttir, Guðjón Sigurbjörnsson Svæfingadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Góð verkjameðferð eftir aðgerðir eykur andlega og líkamlega vellíðan sjúklinga, minnkar hættu á lungna- og hjartafylgikvillum, styttir sjúkrahúslegu og lækkar heilbrigðis- kostnað. Undanfarin tvö ár hefur utanbastsverkjameðferð með ropívakaíni verið beytt til verkjastillingar við aðgerðir á kvenna- deild Landspítala Hringbraut. Tilgangur könnunar var að meta árangur og fylgikvilla meðferðarinnar. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fjörutíu og sex sjúklingar voru með í úttektinni á aldrinum 14-83 ára (51,4 ár). Skráð var á eftirlitsblaði árangur og fylgikvillar verkjameðferðar. Við matið var notast við kvarða 1-10, þar sem VAS innan við 3 (Visual Analog Scale) taldist ásættanleg verkjastilling. Verkir voru metnir í hvfld og við hreyfingu eftir aðgerð. Lagður var utanbastsleggur á viðeigandi verkjasvæði og gefið 0,5% búkaín auk 0,1 mg fentanýls. Sjúklingur var síðan svæfður. Eftir aðgerð fékk sjúklingur í sídreypi ropívakaín 0,2% 4-8 ml/klst. til næsta dags. Niðurstöður: Dreypihraði var 4-8 ml/klukkustund (4,9 ml/klst. meðal). í hvíld töldust 13 sjúklingar (8,9%) hafa meðalslæma verki VAS (5-6) og 11 sjúklingar (7,5%) hafa slæma verki. Við hreyfingu voru 15 sjúklingar (10,2%) með meðalsterka verki og 17 sjúklingar (11,6%) með slæma verki. Sjúklingar með slæma verki þurftu á aukaskammti verkjalyfja að halda auk þess sem dreypi var hækkað. Fjörutíu og sex (31,5%) sjúklingar höfðu væga hindrun á hreyfigetu (Bromage kvarði 1). Fjórir (2,7%) sjúklingar höfðu verulega skerta hreyfigetu (Bromage 2). Tuttugu og fimm (17,1%) sjúklingar kvörtuðu yfir vægri ógleði og átta (5,4%) sjúklingar voru með slæma ógleði og uppköst. Hjá 17 (11,6%) sjúklingum var vægur kláði til staðar og einn sjúklingur þurfti meðhöndlun vegna kláða. Þrír sjúklingar kvörtuðu undan dofa í fótum. Ályktanir: Um 80% sjúklinga voru verkjalausir eftir aðgerð og héldust verkjalitlir til næsta dags þegar dreypi var tekið niður og önnur meðferð hafin. Þrátt fyrir að um 20% sjúklinga hefðu meðalsterka til sterka verki var í flestum tilfellum hægt að bæta þar um með því að hækka dreypi og gefa aukaskammt af verkjalyfjum. Miðað við hefðbundna verkjalyfjameðferð sem notuð var fyrir tíma ropívakaíns í utanbast hefur þessi meðferð gjörbreytt líðan sjúklinga og létt hjúkrunarþyngd þeirra. SV 06 Valda margendurteknar svæfingar með sevóflúrani hækkun á lifrarensýnium? Jón Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Síðan Ijóst varð að endurteknar halótansvæfingar gætu valdið lifrarbólgu hafa öll önnur innöndunarlyf til svæfinga verið rannsökuð ítarlega með tilliti til áhrifa þeirra á lifur. Ekkert bendir enn til þess að sevóflúran valdi lifrarskemmdum. 322 Læknablaðið 2001/87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.