Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 54

Læknablaðið - 15.04.2001, Page 54
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA að neysla þessara efna hafi engin skaðleg áhrif á líkamann og telur vera í lagi að taka þau með hefðbundnum lyfjum. Sum þessara efna hafa áhrif á blóðflögur og starfsemi þeirra. Neysla efnanna fyrir deyfingu og skurðaðgerð geta því haft alvarlegar afleiðingar vegna blæðingartilhneigingu. Þar að auki má nefna önnur áhrif svo sem hjartsláttartruflanir, lengingu á áhrifum svæfingalyfja og truflun á saltbúskap líkamans. Ályktanir: í ljósi mikillar aukningar á notkun þessara efna er fræðsla um aukaverkanir og eiturverkanir brýn. Mikilvægt er ræða við sjúklinga um notkun nátturuefna fyrir skurðaðgerð. Félag bandarískra svæfingalækna hefur gefið út upplýsingabækling um þetta málefni. Mælt er með því að notkun nátturuefna sé hætt að minnsta kosti tveimur vikum fyrir skurðaðgerð. SV 14 Lokun smærri loftvega hjá börnum í svæfingu Aðalbjörn Þorsteinsson1, Anders Larsson2, Christer Jonmarker4, Olof Werner3 Svæfinga- og gjörgæsludeildir háskólasjúkrahúsanna í 'Reykjavík, 2Gentofte og 3Lundi, 4Children"s Hospital, Seattle Inngangur: Við útöndun hefur verið hægt að sýna fram á aldursháða lokun smærri loftvega hjá fullorðnum við venjulega öndun (tidal breathing). Þetta er þó stöðuháð, kemur fyrir í uppréttri stöðu við 66 ára aldur og liggjandi við 44 ára aldur. Þannig lokun verður hjá flestum fullorðnum sem eru svæfðir. Tíðni þessarar lokunar virðist aukast hjá yngri börnum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um þessa lokun hjá börnum yngri en sex ára. Þetta á við um bæði svæfð og vakandi börn. Vegna eðlis rannsóknarinnar hefur ekki verið mögulegt að kanna þetta ástand hjá vakandi börnum yngri en sex ára og ekki liggja heldur fyrir upplýsingar um svæfð börn. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna lokun smærri loftvega hjá svæfðum börnum. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og eitt barn var rannsakað. Notuð var snefilgasaðferð. í byrjun innöndunar frá -20 cmFLO var snefilgasi sprautað inn í loftveg við barkaslöngu og lungun þanin upp í 20/30 cmFLO þrýsting. Styrkur snefilgass var síðan mældur samhliða rúmmáli meðan útöndun átti sér stað og lauk henni við -20 cmFLO. Skyndileg aukning í styrk snefilgass var túlkuð sem lokun smærri loftvega. Hvfldarrúmmál (FRC) var einnig mælt með snefilgasaðferð. Ef lokunin verður ofan svokallaðs hvfldarrúmmáls verður lokunin á því svæði þar sem venjuleg öndun fer fram. Niðurstaða: Fimm af 21 barni hafði lokun smærri loftvega ofan hvfldarrúmmáls þegar 20 cmH^O innöndunarþrýstingur var notaður og átta af 11 við 30 cml-FO innöndunarþrýstingur. Ekki var hægt að sýna fram á að lækkandi aldur yki líkur lokunar ofan hvfldarrúmmáls. Ályktanir: Lokun smærri loftvega virðist algeng hjá svæfðum börnum. Athyglisvert er að hærri innöndunarþrýstingur eykur á hættuna á lokun. 326 Læknablaðið 2001/87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.