Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.04.2001, Blaðsíða 55
FRÆÐIGREINAR / ÞING SKURÐLÆKNA, SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLULÆKNA V 01 Sjálfkrafa hvarf á meinvörpum nýrnafrumukrabbameins í fleiðruholi. Sjúkratilfelli Ásgeir Thoroddsen’, Tómas Guðbjartsson2, Guðmundur Geirsson3, Bjarni A. Agnarsson4, Gunnar H. Gunnlaugsson5, Kjartan Magnússon6 'Handlækningadeild Landspítala Hringbraut, :hjarta-og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala Fossvogi, 4Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, shandlækningadeild Landspítala Fossvogi, "krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Um þriðjungur sjúklinga með nýrnafrumukrabbamein hafa fjarmeinvörp (Robson stig IV) við greiningu. Algengustu meinvörpin eru í lungum, beinum og lifur en mun sjaldnar í fleiðru- holi (1%). Lífslíkur sjúklinga með meinvörp eru slæmar og flestir látast innan sex mánaða. Pekkt er að í einstaka tilvikum geti meinvörp minnkað eftir nýrnabrottnám og jafnvel horfið alveg. Hér er lýst tilfelli þar sem fleiðrumeinvörp nýrnafrumukrabbameins hurfu af sjálfu sér. Sjúkratilfelli: Fjörutíu og sjö ára áður hraustur maður var lagður inn á lyflækningadeild Borgarspítala vegna slappleika og kvefein- kenna. Lungnamynd sýndi mikinn vökva í hægra fleiðruholi. Lagður var keri í fleiðruhol og tæmdir yfir 2 lítrar af blóðlituðum vökva. Rannsóknir sýndu hvít blóðkorn í vökvanum en engar illkynja frumur og ræktun var neikvæð. Berkjuspeglun var eðlileg en á tölvusneiðmyndum af brjóstholi sáust nokkrar hnöttóttar 2- 5cm. fyrirferðir neðarlega í hægri fleiðruholi sem líktust mein- vörpum. Brjóstholsspeglun sýndi áðurnefndar skellur í vegghluta fleiðru og vefjagreining leiddi í ljós kirtilfrumukrabbamein. í framhaldi voru fengnar tölvusneiðmyndir af kviði sem sýndu stórt æxli í vinstra nýra. Ekki fundust önnur meinvörp. Framkvæmt var nýrnabrottnám, og í nýranu var 7x6 cm. kirtilfrumukrabbamein með sams konar útliti og fleiðruæxlið. Því var ljóst að æxlið í fleiðrunni var meinvarp frá nýmaæxlinu. Sjúklingi var vísað til krabbameinslæknis og var ákveðið að bíða með frekari meðferð. Fjórum mánuðum síðar sýndu tölvuneiðmyndir að fleiðrumein- vörpin voru horfin. Þétt eftirlit og tölvusneiðmyndir á næstu árum sýndu engin merki um meinvörp. I dag níu árum eftir greiningu er sjúklingurinn einkennalaus og án teikna um meinvörp þrátt fyrir ítarlega leit. Ályktanir: Hér er lýst tilfelli þar sem meinvörp hafa klárlega horfið níu árum eftir nýrnabrottnám og án annarrar meðferðar. Þetta tilfelli. líkt og önnur sem lýst hafa verið og verða rædd, sýnir hversu sérkennilega nýrnafrumukrabbamein getur hagað sér. Tilfelli á borð við þetta mætti hafa í huga þegar tekin er ákvörðun um meðferð sjúklinga með útbreitt nýrnafrumukrabbamein. V 02 Ls-Si verkur í fæti reynist sarkmein. Tvö sjúkratilfelli ÁsgeirThoroddsen', Snorri Björnsson', Helgi Sigurösson2, Halldór Jónsson jr.' 'Bæklunarskurðdeild Landspítala Hringbraut, 'krabbameinslækningadeild Landspítala Hringbraut Inngangur: Orsök taugarótarverkja í fæti er oft hægt að rekja til ertingar eða klemmu á úttaugum L», L; eða Si, til dæmis vegna brjóskloss. Við blönduð eða óljós einkenni geta sjaldgæfari orsakir gleymst. Vegna átakanlegrar sögu tveggja sjúklinga með blönduð Ls-Si einkenni teljum við rétt að greina frá þeim og vekja athygli á sarkmeinum sem orsök taugarótarverkja. Tílfelli 1: Sautján ára áður hraust kona leitaði til læknis á meðgöngu vegna verkja í hægri ganglimi. Talið var að verkirnir tengdust þunguninni, en þeir löguðust ekki eftir fæðinguna. Á næstu þremur árum leitaði hún endurtekið til lækna með versnandi verki án þess að skýring fengist. Að lokum fór hún til taugasjúkdómalæknis þar sem skoðun og rannsókn leiddu í ljós blönduð L5-S1 einkenni. Tölvusneiðmynd (TS) af lendhrygg var eðlileg en tölvusneiðmynd og segulómskoðun af neðri hluta kviðarhols sýndu æxli í hægri iliacus og piriformis vöðvum og teygði sig út um setbeinsgat (foramen ischiadicum). Æxlið klemmdi iskíastaugina og skýrði þar með blönduð L5-S1 einkennin. Rannsóknir leiddu í ljós Ewings sarkmein án fjarmeinvarpa. Æxlið var fjarlægt (wide excision). í kjölfarið var gefin fyrirbyggjandi háskammta krabbameinslyfja- meðferð og geislameðferð. Konan er í dag, átta árum eftir greiningu, í fullri vinnu og án merkja um útbreiðslu sjúkdóms. Tilfelli 2: Fjörutíu ára kona með sögu um kvíða og þunglyndi leitaði til læknis vegna vaxandi verkja í öllum hægri ganglimi. Einkennin voru túlkuð sem „taugaspenna". Þegar verkir löguðust ekki eftir tvo mánuði fór hún í skoðun og rannóknir, meðal annars taugaleiðnipróf sem sýndu blönduð Ls-Si einkenni. Með brjósklos í huga var tölvusneiðmynd tekin af lendhrygg sem sýndi liðþófaútbungun á L<-5 bili, einnig var framkvæmd skugga- efnisrannsókn (myelografia) af lendhrygg sem sýndi ekki merki um brjósklos. Grunur vaknaði um að orsökin væri heilkenni ristarganga (tarsal tunnel syndrome). Nokkrum mánuðum síðar var fram- kvæmd aðgerð vegna þess, en einkenni löguðust ekki. Á næstu mánuðum leitaði sjúklingur margoft til lækna vegna vaxandi verkja án árangurs. Einu ári eftir byrjun einkenna var sjúklingur orðinn ósjálfbjarga vegna verkja og máttleysis í fætinum. Aðstandandi konunnar tók þá eftir því að hægra lærið hafði gildnað. Var konan þá send í segulómskoðun af lærinu sem sýndi mjög stórt æxli í aftara vöðvahólfinu. Æxlið klemmdi á iskíastaugina og skýrði þannig einkennin. Æxlið var fjarlægt (radical excision) og vefjagreining leiddi í ljós Ewings sarkmein. ítarlegri rannsóknir sýndu að sjúkdómurinn var útbreiddur með meinvörpum í lendhrygg. Ályktun: Hafa ber í huga að blönduð eða illskýranleg taugarótareinkenni geta haft aðrar orsakir en meinsemd í baki. Leið úttauga frá hryggsúlu, gegnum mjaðmagrind og læri er ekki svo sjaldgæf staðsetning sarkmeina, en fellur gjaman utan við rannsóknarvídd hefðbundinna myndgreininga. V 03 Llfrarmelnvörp eftir ristilkrabbamein. Tuttugu og átta ára gömul kona læknuð með endurteknu lifrarúrnámi. Sjúkratilfelli Tómas Guðbjartsson', Nick Cariglia2, Shreekrishna Datye2, Jónas Magnússon3'4 ‘Hjarta- og lungnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Lundi, -'Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, "handlækningadeild Landspítala Hringbraut, ‘læknadeild HI Inngangur: Lífshorfur sjúklinga sem greinast með lifrarmeinvörp frá ristilkrabbameini eru slæmar og án meðferðar eru flestir dánir innan árs. Lifrarúrnám er eina læknandi meðferðin. Aðgerðinni má beita við endurtekin meinvörp. Lýst er tilfelli af endurteknu lifrar- höggi hér á landi. Einnig er getið nýjustu rannsókna í meðferð lifrarmeinvarpa frá ristilkrabbameinum. Sjúkratifelli: Tuttugu og átta ára gömul áður hraust kona greindist Læknablaðið 2001/87 327
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.