Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 78

Læknablaðið - 15.04.2001, Síða 78
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Hagsmunir fyrirtækisins eru auðvitað miklir í þessu efni og fulltrúar þess þeir einu sem geta haft áhrif á stjórnvöld. Spá mín er að forystumenn Islenskrar erfðagreiningar muni innan tíðar komast að þessari niðurstöðu og leita til stjórnvalda með óskir um lagabreytingar.“ Umrœða hefur orðið um 11. greinina í drögum um gagnagrunna á heilbrigðissviði sem eru til umrœðu innan Alþjóðafélags lœkna. Kári Stefánsson forstjóri fslenskrar erfðagreiningar taldi hana sérsniðna að hagsmunum fyrirtœkis síns og kallaði yfir sig hörð viðbrögð, meðal annars frá Alþjóðafélaginu. Hvað viltu segja um það mál? „Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar snýr þarna út úr plaggi sem er í vinnslu. Framkvæmdastjóri Al- þjóðafélags lækna, doktor Delon Human, hefur lýst því yfir að þetta sé vinnuplagg sem verður til umræðu á vorfundi Alþjóðafélagsins í Frakklandi og að öllum líkindum til endanlegrar afgreiðslu í októbermánuði. Forystumenn Islenskrar erfðagreiningar lesa þessa grein svolítið með sama hugarfari og skrattinn les biblíuna.“ Helditr þú að til þess komi að reyna muni á mismunandi túlkanir áfram? “Ég vona að það plagg sem kemur frá Alþjóða- félagi lækna verði það skýrt og afdráttarlaust að ekki þurfi að deila mikið um niðurstöður, þegar þær koma. Pað verður áreiðanlega lögð töluverð vinna í að ganga þannig frá textanum að ekkert orki tvímælis. A síðustu árum hafa stór, alþjóðleg fyrir- tæki haft mikinn hug á að komast í sjúkraskrár- upplýsingar og það eru hagsmunir þeirra fyrirtækja að komast í slíkar upplýsingar eins hindrunarlítið og hægt er. Læknar sem bera ábyrgð á vörslu sjúkra- skráa og hið alþjóðlega vísindasamfélag hafa reynt að tryggja að rætt sé við þá einstaklinga sem veitt hafa upplýsingar sem varðveittar eru í sjúkraskrán- um, hugur þeirra kannaður og þeim gefinn kostur á að segja sig frá rannsóknum hvenær sem er. Einnig er gerð krafa um að óháð vísindasiðferðilegt mat sé lagt á þær rannsóknir sem gerðar verða. Pað hefur hins vegar verið gefið í skyn að upp- lýsingasöfnun sú sem fer í þennan miðlæga gagnagrunn sé ekkert meiri en gerist mjög víða um heiminn. Það er ekki rétt. Staðreyndin er sú að sam- kvæmt gagnagrunnslögunum verður um miklu víð- tækari söfnun á heilbrigðisupplýsngum að ræða en nokkur annar aðili eða þjóð hefur farið út í. Þarna er verið að samkeyra allar heilbrigðisupplýsingar um einstaklinga á einn stað, með þeim möguleika að tengja þær annars vegar ættfræðigrunni og hins vegar grunni með upplýsingum um erfðaefni. Allt þetta er gert án þess að leitað sé til einstaklinganna sem eiga þessar upplýsingar. Læknar hafa ekki neitunarvald gagnvart því hvað er flutt í grunninn og það má kannski líkja þessu við að heilbrigðiskerfinu sé umbreytt í stóra trekt og í hana hellt öllum upplýs- ingum sem safnað hefur verið saman og þær færðar þessu stóra fyrirtæki. Læknar hafa sömu stöðu í þessu kerfi og þeir sem skoða bifreiðar. Þeir skrá ástand ökutækjanna en hafa að öðru leyti ekkert um það að segja hvað gert verður við upplýsingarnar. Ég er alveg viss um það, að þegar menn líta til baka á það tímabil sem nú hefur varað í tæp þrjú ár, verða þeir undrandi. Sett hafa verið fram loforð um ætlaða gagnsemi grunnsins, loforð sem allir sjá, með örlítilli gagnrýninni hugsun, að geta ekki staðist. Verulegur hluti fjárfesta hefur trúað þessum loforðum, meðal annars almenningur. Einnig stór hluti stjórnmálamanna og það sem kannski er merkilegast, hluti lækna. Það er eins og menn hafi búið í ákveðnum sýndarveruleika og viljað trúa því að í grunni sem þessum sé ekki aðeins hægt að leysa íslensk heilbrigðismál, heldur heilbrigðismál alls heimsins. Auðvitað er það fráleitt, en íýrirtækið hefur verið duglegt við að reka áróður fyrir þessum hugmyndum og gert það mjög vel. Fyrirtækið hefur líka lagt áherslu á það í áróðri sínum að íslenska þjóðin sé einsleitari en aðrar þjóðir, en margt er að koma í ljós á síðustu mánuðum sem bendir til þess að við séum álíka margbreytileg og nágrannaþjóðirnar. Samt má ekki vera of neikvæður. Líftæknifyrir- tækin, þar á meðal Islensk erfðagreining, hafa til að byrja með komið með nýtt fjármagn sem annars hefði hugsanlega ekki komið til landsins. Læknar fá tækifæri til rannsókna sem ella hefðu verið gerðar á annan hátt og ungt, velmenntað fólk hefur flust til landsins fyrr en ella. Það sem kemur á óvart, og læknar ættu að hugsa um, er að framsetning á ætluðum niðurstöðum er á annan hátt hjá þessu fyrir- tæki en venjulegt er. Skýrt er frá þeim á blaðamanna- fundum sem fjárfestar eiga greiðan aðgang að, gjarnan í endurtekin skipti til að hækka gengi fyrirtækisins. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um að það er verið að nota þá í þessum tilgangi. Menn þurfa að gæta þess að enda ekki með niðurstöður sem fást ekki birtar í vísindatímaritum, sem gera þá kröfur að ekki sé búið að birta efnið annars staðar.“ Parfþá að árétta þœr reglur sem í gildi eru? „Já, þegar vísindaniðurstöður eru fyrst og fremst kynntar í fjármálatímaritum er það ekki hinn venju- legi framgangsmáti, að minnsta kosti hefur ekki verið svo til þessa. Auðvitað verða menn að geta skýrt frá niðurstöðum sínum og stundum verður að vera möguleiki á að geta birt þær með hröðum hætti, ef niðurstöðurnar varða almannaheill. Því er ekki til að dreifa í þeim dæmum sem ég vitnaði til.“ Hvað áhrif hafa þessar deilur sem verið hafa um gagnagrunninn, uppbyggingu hans, og kynningu á afstöðunni til hans? “Ég held að Islendingar séu almennt mjög tilbúnir til að taka þátt í vísindarannsóknum, tilbúnari en margar aðrar þjóðir. Þessar deilur hafa líklega vakið fólk til umhugsunar um eðli slíkra rannsókna og 350 Læknablaðið 2001/87 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.