Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 85

Læknablaðið - 15.04.2001, Side 85
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VIÐHORFSKÖNNUN GALLUPS Ef fyrsta spurningin sem læknarnir svöruðu er túlkuð þannig, að allir sem svara henni játandi séu samþykkir núverandi uppbyggingu á gagnagrunni, þá er það augljóslega ekki rétt túlkun, nema þá að allir læknar hafi sama skilning á skilyrðum alþjóðasamtaka lækna og vísindasamfélagsins, sem ég held að sé ekki. Það er reyndar mjög algengt að menn fari frjálslega með hvers er spurt í umfjöllun eftir á. Ég hef einmitt séð rannsóknir á því að oft þegar menn eru að skoða stöðugleika í viðhorfum almennings þá má skýra sveiflur sem fram koma með því að ekki er verið að spyrja um sama hlutinn. Stöðugleiki í viðhorfum fólks er miklu meiri en menn halda oft, jafnvel árum og áratugum saman. Einnig er til í dæminu að greina megi ákveðna þróun sem gengur öll í sömu átt eins og hefur verið kannað í Bandaríkjunum, þar sem afstaðan til kvenna hefur til dæmis í rólegheitum breyst verulega á undanförnum 60-70 árum. En í fréttum virðist sem einhverjar miklar sveiflur séu í gangi og menn draga þær ályktanir að almenn- ingsálitið sé svona óskaplega flöktandi. Menn benda á að í gær hafi 70% manna verið meðmæltir Persaflóastríðinu en í dag séu þeir aðeins 50%. Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að spurn- ingarnar sem spurt var eru ekki sambærilegar." Nú urðu talsverð blaðaskrif vegna þess að íslensk erfðagreining birti ekki svör nema við annarri aðal- spurningunni. Er það algengt að tekinn sé hluti úr könnun og kynntur en öðrum sleppt, ef til vill ef sá fyrrnefndi er hagstœður en hinn ekki? „Ég er nú ekki sjálfur að framkvæma svona kannanir nú og veit ekki hversu algengt það er. Ég gæti þó trúað því að það væri töluvert algengt. Sá sem kaupir spurningar er ekki skyldugur til að birta allar niðurstöðurnar. Sumir birta engar. Þetta er hins vegar eins og með aðrar upplýsingar, ég held að könnunarfyrirtæki geti ekki gert kröfu um að allt sé birt. Stundum er um margar spurningar að ræða og þá vilja menn sýna færri og skýrari niðurstöður, sem eru samt dæmigerðar. Ef hins vegar sá sem lætur gera könnun fyrir sig kýs viljandi að birta villandi niðurstöður sem eru á skjön við meginniðurstöður könnunarinnar, þá er það náttúrulega siðferðilega ámælisvert. En það á líka við um aðrar upplýsingar, það er líka ámælis- vert ef Þjóðhagsstofnun eða Seðlabankinn birta 30 vísa um þjóðahagsstærðir og stjórnmálamaður kýs að taka aðeins einn eða tvo sem eru á skjön við heildarmyndina. Þar eru að vísu allar upplýsingar á borðinu.“ Þarna var um að rœða tvœr aðalspurningar, breytir það einhverju? „í þessu tilfelli hefði ég nú talið það lang heiðarlegast og hyggilegast af þeim að birta allt. En það er auðvitað þeirra mat, sem keyptu könnunina, hvernig staðið var að kynningunni." Eru skoðanakannanir farnar að vera tœki til að birta jákvœða mynd affyrirtœkjum? „Skoðanakannanir eru ekkert öðru vísi en aðrar upplýsingar. Það getur skipt miklu máli hvernig afkomureikningur fyrirtækja er settur upp. Þarna er grá lína, hvenær upplýsingarnar eru svona svolítið villandi og hvenær er farið að falsa eða ljúga. Auðvitað vill maður hafa framsetningu sem einfaldasta og heiðarlegasta en í veruleik- anum eru alls konar grá svæði á þessu sviði eins og öðrum. Maður verður fyrst og fremst að gera þá kröfu að upplýsingar um framkvæmdina séu ljósar og ljóst sé hvernig er spurt. Þá geta menn metið sjálfir hvort þeir telja að eðlilega sé að staðið eða ekki. Reyndar er það nú þannig að það getur komið í bakið á mönnum ef þeir ætla að búa sér til hagstæða niðurstöðu, til dæmis með því að búa til mjög hlutdrægar spurningar. Það er venjulega augljóst hvað þeir eru að gera. Og þá eru þeir bara hlegnir út úr húsinu.“ aób Seretide Diskus GlaxoSmithKline. R 03 AK 06 R.B Innúðaduft (duft í afmældum skömmtum til innúöunar með Diskus-tæki). Hver afmældur skammtur inniheldur: Salmeterolum INN, xínafóat 72,5 mikróg samsvarandi Salmeterolum INN 50 míkróg og Fluticasonum INN, própiónat 100 míkróg, 250 mikróg eða 500 mikróg. Ábendingar: Seretide er ætlaö til samfelldrar meðferöar gegn teppu i öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, þ.m.t. astma hjá börnum og fullorönum, þar sem samsett meöferö (berkjuvíkkandi lyfs og barkstera til innöndunar) á viö s.s.: Hjá sjúklingum sem svara viöhaldsmeðferð meö langvirkandi berkjuvikkandi lyfjum og barksterum til innöndunar. Hjá sjúklingum sem hafa einkenni þrátt fyrir aö nota barkstera til innöndunar. Hjá sjúklingum á berkjuvikkandi meöferö, sem þurfa barkstera til innöndunar. Skammtar og lyfjagjöf: Lyfiö er eingöngu ætlaö til innöndunar um munn. RáOlagOirskammtar fyrir fullorOna og börn eldrien 12 ára: Einn skammtur (50 mikróg+100 mikróg, 50 mikróg+250 míkróg eöa 50 mikróg+500 mikróg) tvisvar á dag. Sérstakir sjúklingahópar. Ekki þarf aö breyta skömmtum hjá öldruðum eöa sjúklingum meö skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi. SkammtastœrOir handa börnum 4 ára og eldri: Einn skammtur (50 mikróg salmeteról og 100 mikróg flútikasónprópiónat) tvisvar á dag. Ekki eru til upplýsingar um notkun lyfsins hjá börnum yngri en 4 ára. Frábendingar: Þekkt ofnæmi gegn einhverjum af innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorö og varúðarreglur: Meöferö á teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, ætti venjulega aö fylgja áfangaáætlun og svörun sjúklings ætti aö meta út frá kliniskum einkennum og lungnaprófum. Lyfiö er ekki ætlaö til meöhöndlunar á bráöum einkennum. í slikum tilfellum ætti aö nota stuttverkandi berkjuvíkkandi lyf (t.d. salbútamól) sem sjúklingar ættu ávallt aö hafa viö höndina. Milliverkanir: Jafnvel þótt litið finnist af lyfinu i blóöi er ekki hægt aö útiloka milliverkanir viö önnur efni sem bindast CYP 3A4. Foröast ber notkun bæöi sérhæföra og ósérhæföra betablokka hjá sjúklingum meö teppu í öndunarvegi, sem getur gengiö til baka, nema aö þörfin fyrir þá sé mjög brýn. Meöganga og brjóstagjöf: Notkun lyfja hjá þunguðum konum og hjá konum með barn á brjósti ætti einungis aö ihuga þegar væntanlegur hagur fyrir móöur er meiri en hugsanleg áhætta fyrir fóstur eöa barn. Það er takmörkuö reynsla af notkun á salmeterólxinafóati og flútíkasónprópíónati á meögöngu og viö brjóstagjöf hjá konum. Viö notkun hjá þunguöum konum skal ávallt nota minnsta virka skammt. Aukaverkanir: Þar sem lyfiö inniheldur salmeteról og flútikasónprópiónat má búast viö aukaverkunum af sömu gerö og vægi og af hvoru lyfinu fyrir sig. Ekki eru nein tilfelli frekari aukaverkana þegar lyfin eru gefin samtimis. Hæsi/raddtruflun, erting i hálsi, höfuöverkur, sveppasýking i munni og hálsi og hjartsláttarónot sáust hjá 1-2% sjúklinga viö klinískar rannsóknir. Eftirtaldar aukaverkanir hafa veriö tengdar notkun salmeteróls eöa flútikasón- própiónats: Salmeteról: Lyfjafræöilegar aukaverkanir beta-2-örvandi efna, svo sem skjálfti, hjartsláttarónot og höfuðverkur hafa komiö fram, en hafa yfirleitt veriö tímabundnar og minnkað viö áframhaldandi meöferö. Algengar (>1%): Hjarta- og œOakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. MiOtaugakerfi: Höfuöverkjur. StoOkerfi: Skjálfti, vöövakrampi. Sjaldgæfar(<0,1%): AlmennanOfnæmisviöbrögö, þ.m.t., bjúgur og ofsabjúgur (angioedema). Hjarta-og œOakerfi: Hjartsláttaróregla Ld. gáttatif (atrial fibrillation), gáttahraötaktur og aukaslög. HúO: Ofsakláöi, útbroL Efnaskifti:Kaliumskortur i blóöi. Stoðker/í:Liöverkjir, vöövaþrautir. Flútikasónprópiónat. Algengar(>1%): Almennar. Hæsi og sveppasýking i munni og hálsi. Sjaldgæfar(<0,1%): HúO: Ofnæmisviöbrögöum i húö. Öndunarvegur. Berkjukrampi. Hægt er aö minnka likurnar á hæsi og sveppasýkingum meö þvi aö skola munninn meö vatni eftir notkun lyfsins. Einkenni sveppasýkingar er hægt aö meöhöndla meö staöbundinni sveppalyfjameöferö samtimis notkun innöndunarlyfsins. Eins og hjá öörum innöndunarlyfjum getur óvæntur berkjusamdráttur átt sér staö meö skyndilega auknu surgi eftir innöndun lyfsins. Þetta þarf að meöhöndla strax með skjót- og stuttverkandi berkjuvikkandi lyfi til innöndunar. Hætta veröur notkun strax, ástand sjúklings skal metiö og hefja aöra meöferð, ef þörf krefur. Pakkningar og verö: Diskus - tæki. Innúðaduft 50 mikróg + 100 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1, 60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 250 míkróg/skammt: 60 skammtar x 1,60 skammtar x 3. Innúðaduft 50 mikróg + 500 mikróg/skammt: 60 skammtar x 1,60 skammtar x 3. Seretide 50/100:6.008 krónur, Seretide 50/250: 7.532 krónur, Seretide 50/500:10.045 krónur. 19.03.01 Tilvitnun 1: KR Chapman, N Ringdal Et aL Caa Respir. J. 1999; 6(1): 45-51. Tilvitnun 2: G Shapiro & al, Am. J, Respir. CriLCare Med. 2000; 161:527-534. GlaxoSmithKline Þverholti 14 • 105 Reykjavik • Sími 530 3700 • www.gsk.is Læknablaðið 2001/87 357
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.