Læknablaðið - 15.07.2001, Page 5
UMRÆÐA 0 G FRETTIR
540 Móttaka nýkandídata
Ávarp Sigurbjörns
Sveinssonar
Heitorð lækna
Þrjátíu og fjögur luku
embættisprófi í læknisfræði
642 Ríkis^durskoðun birtir
skýrslu um ferliverk
Aniui Ólafsdóttir Björnsson
544 Móta þarf sess ferliverka í
heilbrigðisþjónustunni
Rætt við Sigurð Pórðarson
ríkisendurskoðanda
Anna Ólafsdóttir Björnsson
645 Læknar á íslandi. Leiðrétting
647 Nýjar afsláttarreglur
Högni Óskarsson
648 Málþing lækna og lögmanna:
Frelsi til rannsókna og
persónuvernd
Jón Snœdal
651 Mörk heimilda löggjafans
Björg Rúnarsdóttir
662 Tóbaksvarnir
663 Tæpitungulaust. Að tala skýrt Árni Björnsson
665 Menningarheimar mætast
667 íðorðasafn lækna 135. Tíðahvörf, tíðalok Jóhann Heiðar Jóhannsson
669 Faraldsfræði 9. Sjúklingasamanburðar- rannsóknir II María Heimisdóttir
670 Samstarfssamningur um lyfjarannsóknir
Læknadeild um aldamót
671 Broshornið 17. Af hafragraut og HÖKUM Bjarni Jónasson
672 Urskurður Siðanefndar Læknafélags Islands
675 Úr erlendum læknablöðum
677 Lausar stöður
680 Okkar á milli
682 Minnisblaðið
Sumarlokun
Læknablaðsins
Skrifstofa Læknablaðsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og
með mánudeginum 9. júlí til og með föstudeginum 3. ágúst.
LISTAMAÐUR
MÁNAÐARINS
Berglind Björnsdóttir (1968)
nam Ijósmyndun í Flórída og
Arizona í Bandaríkjunum og hélt
sína fyrstu einkasýningu í New York
á síðasta ári og sýndi síðast í
Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg í
Reykjavík vorið 2001 undir heitinu
Geimferðin 2001 (2001 Space
Odyssey). Á fyrri sýningunni sýndi
Berglind einkum myndir af fólki en
hjá Ófeígi sýndi hún röð mynda þar
sem hversdagslegt umhverfi er
ummyndað í hnattform með notkun
sérstakrar „fisksauga-" linsu.
Niðurstaðan er myndröð af
„plánetum", hnattlaga formum sem
sýna í raun smáatriði úr umhverfinu,
fallin lauf á jörðinni eða hellulögn.
Margir Ijósmyndarar hafa gegnum
tíðina fegist við að draga fram
myndræna þætti úr nánasta
umhverfi okkar með því að setja þá
í annað samhengi en við erum vön.
Aðferð Berglindar gengur jafnvel
lengra því með hringforminu leggur
hún áherslu á tengslin milli hins
stóra og hins smáa, þess sem er
svo hversdagslegt að við tökum
sjaldnast eftir því og hins sem við
lítum á sem veröldina, hnettina sem
bruna um geiminn yfir höfði okkar.
Ljósmyndarinn sér veröldina öðrum
augum en við hin sem þeytumst
áfram gegnum lífið og stöldrum
sjaldan við til að gefa umhverfinu
gaum, hvað þá til að velta fyrir
okkur fegurðinni sem greina má í
smæstu hlutum ef maður gefur sér
tíma. Fyrir Ijósmyndaranum er
ekkert smáatriði svo ómerkilegt að
það geti ekki orðið honum efni í
mynd ef rétt er að farið. Til að vekja
svo athygli okkar hinna á því sem
hann hefur uppgötvað gefur hann
því ákveðna umgjörð í verki sínu og
töfrar þannig fram fegurðina i því.
Berglind er rétt að hefja
sýningarferil sinn en það er
greinilegt að hún hefur auga
Ijósmyndarans fyrir umhverfi sínu
og hugvitsemi til að setja verk sín
þannig fram að þau fangi auga
áhorfandans og veki hann til
umhugsunar.
Jón Proppé
Læknablaðið 2001/87 601