Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 25

Læknablaðið - 15.07.2001, Page 25
FRÆÐIGREINAR / BRÁÐAOFNÆMI OG ASTMI Algengi bráðaofnæmis og astma meðal íslenskra læknanema Ágrip Elín Bjarnadóttir, Markmið: Tilgangur könnunarinnar var að kanna algengi bráðaofnæmis og ofnæmissjúkdóma hjá Davíð Gíslason, læknanemum og bera niðurstöðurnar saman við samsvarandi niðurstöður hjá samanburðarhópi Þórarinn Gíslason jafnaldra, sem valdir voru af handahófi. Einnig voru hugsanlegir áhættuþættir og verndandi þættir bornir saman milli hópanna. Efniviður og aðferðir: I læknanemahópnum voru 100 þátttakendur en 102 í samanburðarhópi jafn- aldra. Gerð voru húðpróf og var þátttakandi talinn með bráðaofnæmi ef hann hafði eina eða fleiri jákvæða húðsvörun. Einnig svöruðu þátttakendur spuringalistum þar sem spurt var um ofnæmi í ætt, einkenni frá öndunarfærum, fjölda systkina, heimilis- aðstæður í æsku og reykingar. Niðurstöður: Húðpróf voru jákvæð hjá 41% læknanema og 26,5% viðmiðunarhópsins. Húðpróf voru oftast jákvæð fyrir grasfrjói, hjá 29% læknanema og 12% viðmiðunahópsins. Húðpróf voru oftar jákvæð hjá læknanemunum en viðmiðunarhópnum fyrir öllum ofnæmisvökunum nema rykmaur (D. pteronyssinus) þar sem jákvæðar svaranir voru jafn algengar í báðum hópunum. Reykingar daglega voru nær sjö sinnum algengari meðal samanburðarhópsins en hjá læknanemum. Astmi og ofsakláði voru marktækt algengari meðal læknanema. Læknanemar áttu nær helmingi færri systkini en viðmiðunarhópurinn og þeir deildu sjaldnar svefnherbergi með eldra systkini í æsku. Alyktanir: Læknanemar eru mun oftar með bráðaofnæmi og ofnæmistengda sjúkdóma en jafnaldrar þeirra. Þessi munur kann að skýrast af smærri systkinahópi læknanema og öðrum upp- vaxtarskilyrðum. ENGLISH SUMMARY Bjarnadóttir E, Gíslason D, Gíslason Þ Atopy and allergic disorders among lcelandic medical students Læknablaöiö 2001; 87: 621-4 Objective: To compare the prevalence of IgE-mediated sensitization, allergic disorders and possible risk factors for atopic sensitization among lcelandic medical students (n=113) to a randomly chosen age matched group previously investigated in the lcelandic part of the European Community Respiratory Health Survey. Material and methods: Altogether 100 medical students participated and 102 in the control group. They were skin prick tested and they answered questions about respiratory symptoms, smoking habits, family history and home environment in childhood. Results: Only 4% of medical students reported daily smoking compared to 27% of the controls. The medical students also had a significantly lower number (mean ± SD) of siblings (2.2±1.3) compared to the controls (3.9±1.7). The controls also shared bedrooms with older siblings in childhood three times as often. Atopic sensitization, defined as a positive (3 mm or more) reaction to at least one of nine common airborne allergens used in testing, was found in 41 % of the medical students compared to 26.5% of the controls. The prevalence of asthma and urticaria was also significantly higher among the medical students. Conclusions: Medical students have more often IgE- mediated sensitization and allergy related diseases than a controlgroup of the same age. A possible explanation to this is a lower number of siblings among medical students and a different household situation in childhood. Key words: atopy, asthma bronchiale, medical students, epidemiology, siblings. Inngangur Landspítali Vífilsstöðum. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Davíð Gíslason Landspítala Vífilsstöðum, 210 Garðabæ. Sími: 560 2800; bréfasími: 560 2835. Netfang: davidg@landspitali.is Lykilorð: ofnœmi, astmi, lœknanemar, faraldsfrœði, systkini. Bráðaofnæmi og sjúkdómar sem því fylgja (astmi, ofnæmiskvef og barnaexem) eru meðal algengustu sjúkdóma hinna efnameiri þjóða heimsins (1,2). Á síðari árum virðist sem algengi þessara sjúkdóma hafi verið að aukast. Til marks um það hefur algengi frjóofnæmis á sumum stöðum tvöfaldast á 10 ára bili síðustu áratugina (3-5) og dæmi er um að aukningin sé ennþá meiri (6). Engin einhlýt skýring er á þessari þróun. Þó hefur komið í ljós að fjöldi systkina skiptir máli; því fleiri sem systkini eru á heimili því minni eru líkurnar á að mynda ofnæmi (7-9). Athuganir benda einnig til þess að mikil umgengni við dýr í æsku kalli fram vörn gegn ofnæmi (9,10) og að börn alin upp í Correspondence: Davíð Gíslason. E-mail: davidg@landspitali.is sveit fái síður ofnæmi en börn alin upp í þéttbýli (11- 13). Flest bendir til þess að breyting á lífsháttum með aukinni velferð og bættum efnahag eigi með ein- hverjum hætti sök á þessari óheillaþróun. Fáar rann- sóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á tengsl efnahags við hana. I tveimur nýlegum rannsóknum frá Ítalíu og Þýskalandi hefur þó verið sýnt fram á meira ofnæmi meðal barna þeirra sem betur voru stæðir (14,15). Almennt er talið að fólki með langskólanám að Læknablaðið 2001/87 621

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.